Vélaverkfræði BSc/MSc

Við lausn nútíma vandamála þarf að samtvinna djúpa tækniþekkingu og skapandi hugsun. Þekking vélaverkfræðinga nýtist á afar breiðu sviði, meðal annars við að vinna að þróun vélmenna eða við hönnun á virkjunum.

Um námið

Nemendur og kennarar spjalla um námið í vélaverkfræði við HR

Vísindi og margbreytileg viðfangsefni

Nám í vélaverkfræði samþættir sterkan grunn í vísindum, stærðfræði og upplýsingatækni með verkfræðilegum viðfangsefnum. Þessi viðfangsefni eru til dæmis vélahönnun og líftímagreining, greining burðarvirkja, stýritækni og sjálfvirkni kerfa, straumfræði og orkuferli. Vélaverkfræðingar fást við margt í umhverfi okkar eins og í varma-, vatnsafls- eða vindorkuverum, öllum farartækjum og í framleiðsluferlum og iðnaði. Verkfræðinám samanstendur af þriggja ára BSc-námi og tveggja ára MSc-námi.

Val eftir áhugasviði

Nemendum í grunnnámi í vélaverkfræði er gefinn kostur á að afla sér sérhæfingar á áhugasviði sínu með frjálsu vali. Dæmi um áherslusvið eru:

 • Stýringar og sjálfvirkni
 • Rekstur og stjórnun
 • Lífaflfræði og lífmerkjafræði
 • Tölvunarfræði

Lifandi nám

Nemendur í vélaverkfræði við HR fá ótal tækifæri til þess að leysa raunveruleg vandamál, allt frá hugmyndastigi að hönnun og smíði, ásamt því að öðlast sterkan og breiðan fræðilegan bakgrunn. Þeir eru hvattir til að taka þátt í hönnunarverkefnum og/eða hönnunarnámskeiðum, skoða kosti starfsnáms til að kynnast raunverulegum og aðkallandi hagnýtum verkefnum. Þeir eru einnig hvattir til að taka þátt í þeim fjölbreyttu rannsóknarverkefnum sem starfsmenn háskólans á sviði vélaverkfræði eða tengdra greina standa að.

12+3 kerfið

Í náminu eru annir brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Starfsnám

Nemendur geta lokið starfsnámi hjá fyrirtækjum þar sem þeir fá tækifæri til að nýta þekkingu sína og kynnast því hvernig tekist er á við hagnýt og raunveruleg verkefni. Tækni- og verkfræðideild er með samninga við um 40 fyrirtæki og stofnanir. Í grunnnámi er starfsnám 6 ECTS en í meistaranámi er það viðameira, eða 14 ECTS, og er stundað að hausti.

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Actavis • Arion banki • Blóðbankinn • deCode • EFLA • Elkem • Fjármálaráðuneytið • Hjartavernd • Íslandsbanki • ÍSOR • Ikea • Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Marorka • Olís • Orkuveitan • Raförninn • Samey • Samskip • Securitas • Síminn • Sjóvá • Verkís • Virðing • Vodafone • VSÓ ráðgjöf • Össur

Hugmyndavinna strax á fyrsta ári

Á fyrsta námsári í verkfræði, tæknifræði og íþróttafræði standa nemendur frammi fyrir raunhæfu verkefni sem þarf að takast á við og skoða frá mörgum hliðum. Námskeiðið heitir Inngangur að verkfræði. Nemendur vinna í hópum við að útfæra lausnir og leysa þau fjölmörgu vandamál sem upp gætu komið. Þeir kynna svo niðurstöður sínar fyrir leiðbeinendum og öðrum nemendum. Viðfangsefni nemenda hafa meðal annars verið að:

 • hanna nýjan þjóðarleikvang
 • koma með nýstárlegar hugmyndir að brú yfir Fossvoginn
 • bregðast við eldgosi í nágrenni Reykjavíkur
 • undirbúa Eurovision-keppnina á Íslandi
 • gera aðgerðaráætlun vegna bólusóttarfaraldurs

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Lesa meira um CDIO - Conceive, Design, Implement, Operate

Undirbúningur fyrir atvinnulífið

Nemendum býðst að vinna hagnýt, raunhæf verkefni þar sem markmiðið er að undirbúa þá fyrir atvinnulífið. Námskeiðin eru umfangsmikil og vinnan dreifist á 15 vikur. Unnið er í hópum. 

 • Nemendur í BSc verkfræði ljúka námskeiðinu Hönnun X. Dæmi um verkefni í Hönnun X eru kafbátur, eldflaug sem skotið var upp af Mýrdalssandi og smíði kappakstursbíls sem nemendur kepptu á í Formula Student í fyrsta sinn sumarið 2016. Keppnin fór fram á Silverstone-brautinni í Englandi.
 • Í MSc verkfræði ljúka nemendur námskeiðinu Samþætt verkefni I og II þar sem lögð er áhersla á hönnun, greiningu, nýsköpun og frumkvöðlafræði.

Skiptinám

Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða yfir í meðaleinkunn og búnir með 60 einingar þegar þeir fara í skiptinámið. Skrifstofa alþjóðaskipta veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

Að námi loknu

Frá tækjum til reksturs

Starfssvið vélaverkfræðinga eru meðal annars vélahönnun, hönnun orkuferla, hönnun framleiðsluferla og verkefnastjórnun. Vélaverkfræðingar vinna til að mynda að hönnun farartækja af öllum gerðum, þeir koma að hönnun velflestra rafeindatækja, taka þátt í þróun lækningatækja og koma að hönnun mannvirkja og virkjana. 

Breidd greinarinnar veitir fjölbreytt atvinnutækifæri í nútímasamfélagi, til dæmis eru vélaverkfræðingar einnig ákjósanlegir sérfræðingar í rekstur og stjórnun fyrirtækja.

Starfsréttindi sem verkfræðingar

Verkfræðinám samanstendur af 3ja ára (180 ECTS) grunnnámi og tveggja ára (120 ECTS) MSc námi. Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða stafsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðu í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í  verkfræði við HR geta sótt um starfsnám í bæði grunnnámi og meistaranámi. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.  

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í vélaverkfræði hafa aðgang að vélsmiðju, orkutæknistofu og rafeindatæknistofu. Auk þess hafa þeir aðgang að efnafræðistofu og í sumum tilvikum aðstöðu í kjallara háskólabyggingarinnar fyrir stærri verkefni.

Vélsmiðja
HR_des032Vel búin vélsmiðja er mikilvægur þáttur í verkfræðinámi því þar er bilið brúað milli þess fræðilega og þess hagnýta. Flestir nemendur sem útskrifast frá HR með verkfræðigráðu hafa kynnst vélsmíði að einhverju marki, til að mynda unnið í rennibekk og fræsivél við að útfæra hugmyndir og hönnun sína. Í stofunni eru í boði inngangsnámskeið í vélsmíði, þar sem farið er yfir öryggismál og nemendum kennd viðeigandi handtök. Nemendur búa að þessari reynslu á seinni stigum náms og hafa aðgang að vélsmiðjunni til að leysa skemmtileg og raunveruleg verkfræðileg viðfangsefni.

Í vélsmiðjunni eru þrír rennibekkir, tvær fræsivélar, CNC rennibekkur og fræsivél, suðutæki, laser-skurðarvél, ásamt öðrum hefðbundnum verkfærum. Ábyrgðarmenn verkstæðis eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson

Orkutæknistofa
OrkutaeknistofaÍ orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn verkstæðis eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

RafeindatæknistofaLab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir. Ábyrgðarmaður verkstæðis er Hannes Páll Þórðarson.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í vélaverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. Vélaverkfræði heyrir undir véla- og rafmagnssvið.

Armann_Gylfason

Ármann Gylfason

PhD

Kennir námskeið á sviði varma- og straumfræði, aflfræði og burðarþolsfræði. Í kennslu leggur Ármann áherslu á samspil fræða og hagnýtingar með verklegum æfingum og hönnunarverkefnum, þar sem nemendur fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar og smíða. Rannsóknir hans fjalla um iðustreymi, hreyfingar agna, dreifni aðskotaefna, og varmaburð í slíkum flæðum og Ármann framkvæmir tölulegar hermanir og tilraunir á Tilraunastofu í iðustreymi í HR. Að loknu grunnnámi í vélaverkfræði (Háskóli Íslands, 2000) hóf hann doktorsnám í flugvélaverkfræði, og stundaði rannsóknir í straumfræði með áherslu á iðustreymi (Cornell University, 2006).
Agust Valfells

Ágúst Valfells

PhD

Kennir einkum námskeið á sviði varmafræði, rafmagnsfræði og orkuvísinda. Ágúst leggur áherslu á að nemendur tileinki sér sterkan fræðilegan grunn sem er svo prófaður og treystur í sessi með verklegum æfingum, s.s. heimatilraunum og hönnunarverkefnum. Rannsóknir Ágústar eru tvíþættar. Annars vegar snúa þær að lofttómsrafeindakerfum, einkum hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum. Hins vegar lúta þær að sjálfbærri orku, og þá sérstaklega að notkun aðferða aðgerðarrannsókna í rekstri jarðhitakerfa. Ágúst lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ. Í framhaldsnámi lagði hann aðallega stund á rannsóknir á aflmiklum örbylgjum. Hann hlaut PhD í kjarnorkuverkfræði frá University of Michigan árið 2000.
Einar-Jon-Asbjornsson

Einar Jón Ásbjörnsson

PhD

Kennir einkum námskeið á sviði efnisfræði og orkutækni með megináherslu á jarðhita. Einar leggur mikla áherslu á að tengja saman hagnýt verkefni við sterkan fræðagrunn í kennslu. Einar hefur starfað við efnisfræðirannsóknir hjá Iðntæknistofnun Íslands, innleiðingu og suðuprófanir á hástyrksstáli hjá Volvo í Svíþjóð og var tæknistjóri gufuveitu hjá OR áður en hann kom til starfa hjá HR.  Einar lauk CSc- og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1996 og PhD frá háskólanum í Nottingham 2001, þar sem hann rannsakaði hegðun kornasmækkunarefnis í áli.
Indridi-Saevar-Rikhardsson

Indriði Sævar Ríkharðsson

MSc

Kennir námskeið á sviði vélahönnunar og tölvustuddrar hönnunar, s.s. vélhlutafræði, FEM greiningu og þrívíddarhönnun. Einnig námskeið á sviði stýringa s.s. reglunarfræði, stýritækni (loft og vökvastýringar), PLC stýringar og forritun iðnaðarþjarka. Indriði leggur mikla áherslu á hagnýt og krefjandi verkefni í kennslu í anda CDIO. Hefur einnig verið leiðbeinandi í meistaraverkefnum í vélaverkfræði og byggingaverkfræði og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á sviði ómannaðra farartækja og jarðskjálftahönnunar. Indriði er einnig umsjónarmaður lokaverkefna í vél- og orkutæknifræði og leiðbeinandi í mörgum þeirra. Indriði lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ 1987 og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1990 með áherslu á annars vegar sjálfvirk stýrikerfi og hinsvegar ólínulega tímaháða FEM greiningu.
Ingunn-Gunnarsdóttir

Ingunn Gunnarsdóttir

Cand. Scient.

Kennir stærðfræði; stærðfræðigreiningu, línulega algebru og tölulega greiningu. Í kennslu leggur Ingunn áherslu á að nemendur öðlist sterkan fræðilegan grunn í stærðfræði sem þeir geta nýtt sér í hinum ýmsu viðfangsefnum verkfræðinnar. Ingunn vill að nemendur öðlist góðan skilning á námsefninu og geti beitt stærðfræðilegri röksemdarfærslu við lausn á verkefnum. Og svo er allt í lagi að hafa stundum gaman. Ingunn notar mikið stutta myndbandsfyrirlestra í kennslunni sem nemendur geta horft á ítrekað ef þeir þess óska. Ingunn lærði stærðfræði í Roskilde Universitet í Danmörku, lokaverkefni hennar fjallaði um breytingar í blóðfræði í augum einstaklinga með sykursýki.
Joseph-Timothy-Foley

Joseph Timothy Foley

PhD

Joseph Timothy Foley (MIT BSc ‘99, MEng, ‘99, PhD ‘07) previously worked at iRobot's Government and Industrial division designing and building shape-changing robots. At Reykjavik University, he focuses on Mechatronics and Mechanical Design for teaching. His research interests include Axiomatic Design,  aircraft maintenance, product design, embedded smart devices, wireless communication, physical security, and engineering-artist collaborations. 

12243426_10153079080880672_1093764498939285495_n

María Sigríður Guðjónsdóttir

PhD

Kennir námskeið á sviði orkuverkfræði, s.s. varmafræði, jarðhita og orkutækni auk þess að leiðbeina meistaranemum í orkuverkfræði. Hefur einnig kennt hagnýta forritun í Matlab og inngangsnámskeið að verkfræði fyrir fyrsta árs verkfræðinema. Megináherslur í rannsóknum hennar eru á sviði forðafræði jarðhita og jarðhitanýtingar. María lauk BSc-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ árið 2000 og Dipl. Ing. gráðu í orkuverkfræði frá Tækniháskólanum í München árið 2003. Hún starfaði við hönnun og gangsetningu jarðhitavirkjana hjá verkfræðistofunni Mannvit í tæp 7 ár þar til hún hóf doktorsnám á sviði jarðhitarannsókna og lauk doktorsprófi með sameiginlega gráðu frá HR og HÍ árið 2015. Doktorsverkefnið fjallaði um samspil vatns og gufu í jarðhitakerfum þar sem tilraunir voru gerðar með jarðhitavökva til að líkja eftir aðstæðum í jarðhitakerfi.

Aðrir kennarar

Fyrir utan ofangreinda fræðimenn koma að kennslu í vélaverkfræði kennarar í stærðfræði og eðlisfræði, umsjónarmenn verkstæða og fjöldi stundakennara.

BSc-nám

Undirstöðugreinar í vélaverkfræði

Í þriggja ára grunnnámi til BSc-gráðu kynnast nemendur undirstöðugreinum í vélaverkfræði. Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að því loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi.

Skipulag námsins

Kjarni - verkfræði (84 einingar)

 • Stærðfræði I
 • Stærðfræði II
 • Stærðfræði III
 • Töluleg greining
 • Verkefnastjórnun
 • Línuleg algebra
 • Eðlisfræði I
 • Eðlisfræði II
 • Efnafræði
 • Tölfræði I
 • Hagnýt forritun í Matlab
 • Verkfræðileg forritun í C++
 • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
 • Inngangur að verkfræði og tölvustudd hönnun

Sviðskjarni - vélaverkfræði (66 einingar)

 • Greining rása
 • Efnisfræði
 • Straumfræði
 • Varmafræði
 • Varmaflutningsfræði
 • Aflfræði
 • Reglunarfræði
 • Vélhlutafræði
 • Stöðu- og burðarþolsfræði
 • Mælikerfi
 • Töluleg straum- og varmaflutningsfræði*
 • Tölvustudd greining með einingaaðferðinni*

* Nemendur skulu taka a.m.k. annað þessara námskeiða og geta tekið hitt námskeiðið sem valfag.

Valfög (30 einingar - 5 fög frjálst val)

Nemendum er gefinn kostur á að afla sér sérhæfingar á áhugasviði sínu með frjálsu vali. Dæmi um áherslusvið sem falla vel að námi í vélaverkfræði eru: 

Stýringar og sjálfvirkni

Vélaverkfræðingar vinna oft að hönnun flókinna kerfa þar sem fara saman mælingar, úrvinnsla merkja, og stýringar vélrænna kerfa. Færni á meðhöndlun rafeindamerkja, mótorstýringar, og greining og hermun kerfa er mikilvægur þáttur í góðri hönnun. Mælt er með eftirfarandi námskeiðum fyrir nemendur í vélaverkfræði sem hyggjast hasla sér völl í þróun vélrænna kerfa

 • Hönnun rása, T-316-RAS2
 • Mechatronics I, T-411-MECH
 • Iðntölvur og vélmenni, RT IDN1003
 • Merki og kerfi, T-306-MERK

Rekstur og stjórnun

Sterkur raunvísindagrunnur ásamt góðri innsýn í verkfræðilega hönnun og ferla gerir véla- og hátækniverkfræðinga ákjósanlega í stjórn eða rekstur fyrirtækja. Tækni- og verkfræðideild býður upp á allnokkur námskeið er miða að því að gera nemendur að færum stjórnendum. Nemendum sem hafa áhuga á að auka hæfni sína í rekstri og stjórnun er bent á eftirfarandi valnámskeið:

 • Gagnavinnsla T-316-GAVI  
 • Aðgerðagreining, T-403-ADGE 
 • Hermun, T-502-HERM 
 • Sjálfbærni, T-650-SUST
 • Rekstur og stjórnun, T-106-REVE
 • Framleiðslu- og birgðastýring, T-512-FRBI

Lífaflfræði og lífmerkjafræði

Þekking á sviði lífaflfræði eða lífmerkja er hagnýt viðbót við verkfræðinám á sviði véla- og hátækniverkfræði, og gerir nemendur betur í stakk búna við að takast á við framtíðarstörf eða nám á sviði líftækni, gervilíffæra, og þróun lækningatækja. Í tækni- og verkfræðideild bjóða vísindamenn í heilbrigðisverkfræði vönduð námskeið á borð við:

Lífmerki

 • Eðlisfræði III, T-307-HEIL
 • Læknisfræðileg myndgerð, T-609-LAEK
 • Lífmerki og myndvinnsla, T-861-BIOS
 • Mælitækni og lífsmörk, T-510-MALI
 • Tauga-raflífeðlisfræði, T-624-NEEL

Lífaflfræði 

 • Lífaflfræði, T-561-LIFF
 • Lífaflfræði gerviliða, T-864-PROS

Tölvunarfræði

Forritun og þekking í tölvunarfræði er ein af undirstöðum verkfræðimenntunar. Sterkur grunnur á því sviði getur opnað fyrir fjölbreyttari tækifæri í starfi, ásamt því að búa nemanda betur undir áskoranir framtíðarinnar. Í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild bjóðast vönduð námskeið í forritun og tölvunarfræði, og er nemendum í véla- og hátækniverkfræði bent á eftirfarandi:

 • Gagnaskipan, T-201-GSKI  
 • Reiknirit, T-301-REIR  
 • Gagnasafnsfræði, T-202-GAG1 
 • Stýrikerfi, T-215-STY1  

Dæmi um fagtengd valfög:  

 • Hönnun X
 • Starfsnám
 • Jarðhiti
 • Straumvélar
 • Orka í iðnaðarferlum
 • Verkfræðileg bestun
 • Sveiflufræði

Annað

Birt með fyrirvara um breytingar.

MSc-nám

Aukin sérfræðiþekking

Í framhaldsnámi býðst nemendum kostur á að afla sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Nemendur setja fram einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara sinn, ásamt því að sækja skyldukúrsa.

Einingar

Námið er 120 ECTS og tekur almennt fjórar annir. Fullt nám telst 30 ECTS á önn. Flest námskeið eru 6-8 ECTS.

Lengd náms

Námið tekur yfirleitt fjórar annir.

Samþætt verkefni

Nemendur í meistaranámi í vélaverkfræði sækja þverfaglegt hönnunarnámskeið (14 ECTS) þar sem unnið er að hönnun og smíði flókinna kerfa. Einnig er lögð áhersla á nýsköpun, frumkvöðlafræði og þróun viðskiptaáætlana fyrir hugmynd og útfærslu afurðar verkefnisins.

Lokaverkefni

Nemendum stendur til boða að taka annað hvort 30 eða 60 ECTS meistaraverkefni.

Skiptinám og starfsnám

Skiptinám er valkostur á 1., 2. eða 3. önn. Nemendum stendur til boða að taka starfsnám (14 ECTS).

 

Haust 

Vor
Fyrra ár
 • T-865-MADE Hönnun vélbúnaðar
 • T-801-RESM Aðferðafræði rannsókna I
 • Skilyrt val
 • Val
 • T-807-QUAL Gæðastjórnun (3v)**
 • T-869-COMP Verkefni í tölvusjón (3v)**
 • T-606-HEAT Varmaflutningsfræði*
 • T-800-INT1 Samþætt verkefni I
 • Skilyrt val
 • Val
 • T-800-INT2 Samþætt verkefni II (3v)
Seinna ár
 • Val
 • Skilyrt val
 • Starfsnám (14 ECTS)
 • Skiptinám
 • Lokaverkefni (60 ECTS)
 • Lokaverkefni (30 ECTS / 60 ECTS)

* Ef nemandi lauk þessu námskeiði í BSc námi þá þarf að taka skilyrt valnámskeið í staðinn.
** Nemendur þurfa að ljúka að minnsta kosti öðru námskeiðinu.

Valnámskeið skulu verið úr listanum Skilyrt val, önnur ráðlögð valnámskeið, eða önnur námskeið í BSc- og MSc-námi í verkfræði, og tengdum greinum að uppfylltum reglum um meistaranám við deildina.

Nemandi skal ljúka amk. þremur af eftirtöldum skilyrtum valfögum í samráði við sviðsstjóra.

 Skilyrt val - haust Skilyrt val - vor 
 • T-868-LISY Línuleg kvik kerfi
 • T-809-DATA Gagnanám og vitvélar
 • T-863-EIIP Orka í iðnaðarferlum
 • T-864-NUFF Töluleg straum- og varmaflutningsfræði
 • T-844-FEMM Tölvustudd greining með einingaaðferð
 • T-535-MECH Mechatronics II
 • T-86-WIND Vindorka
  
 Önnur ráðlögð valnámskeið - haust Önnur ráðlögð valnámskeið - vor 
 • T-810-OPTI Bestunaraðferðir
 • T-411-MECH Mechatronics I
 • T-814-PROD Samhæfð vöruþróun; kerfi og ferlar
 • SE-805-EC1 Orkuhagfræði
 • T-811-PROB Hagnýt líkindafræði

 • SE-806-EI1 Mat á umhverfisáhrifum
 • T-807-QUAL Gæðastjórnun (3v)
 • T-869-COMP Verkefni í tölvusjón (3v)
 • T-423-ENOP Verkfræðilegar Bestunaraðferðir (3v)

 • T-845-UMHV Sjálfbær verkfræði og umhverfið

 • T-650-SUST Sjálfbærni

 • T-806-HAGN Hagnýtt verkefni í aðgerðarrannsóknum (3v)

Nánari upplýsingar: Kennsluskrá meistaranáms (pdf)

Inntökuskilyrði

BSc í vélaverkfræði

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. 

Nauðsynlegur undirbúningur

Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa meira um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Stærðfræði

21 eining (a.m.k. 503) eða 30 fein, þar af 15 fein á 3. hæfniþrepi.  Nemandi þarf að þekkja diffrun, heildun og helstu heildunaraðferðir (t.d. innsetningaraðferð og hlutheildun).

Eðlisfræði

6 einingar (a.m.k. 203 eða samsvarandi) eða 10 fein á 2. eða 3. hæfniþrepi.  Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.

Efnafræði

3 einingar (a.m.k. efn 103) eða 5 fein á 2. hæfniþrepi.

Vantar þig grunninn?

Eða meiri undirbúning í stærðfræði? Byrjaðu strax í HR

Frumgreinanám er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Lesa meira um frumgreinanám HR - undirbúningsnám fyrir háskóla

MSc í vélaverkfræði

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í vélaverkfræði. Hafi nemandi annan bakgrunn getur viðkomandi þurft að bæta við námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Umsóknarfrestur

BSc-nám

Frá 5. febrúar til 5. júní

MSc-nám

Frá 5. febrúar til 30. apríl

Getum við aðstoðað?

Súsanna María B. Helgadóttir

Verkefnastjóri BSc verkfræði

Hjördís Lára Hreinsdóttir

Verkefnastjóri - MSc verkfræði


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei