Reikningshald og endurskoðun

Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun lýtur að gerð ársreikninga, skattaskilum, notkun staðla og reglum um reikningagerð sem og endurskoðun ársreikninga. Þetta er starfssvið löggildra endurskoðenda, aðalbókara og þeirra sem starfa á endurskoðunarstofum.

Um námið

Á myndinni er sýnt frá göngum HRStarfsumhverfi í hraðri þróun

Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun er í takt við spennandi starfsumhverfi endurskoðenda og fjármálastjóra. Í dag er fjármálastjórnun og endurskoðun í hraðri þróun þegar kemur að til dæmis tölvutækni, aðferðafræði og stjórnarháttum fyrirtækja. Endurskoðendur og fjármálastjórar þurfa að vera tilbúnir til að takast á við æ fjölbreyttari verkefni sem tengjast t.d. stefnumótun, ákvarðanatöku, skipulagsbreytingum, notkun gagna og innleiðingu á góðum stjórnarháttum.

Námið hentar þeim sem stefna að löggildingu sem endurskoðendur og þeim sem vilja starfa við reikningshald og reikningsskil í fyrirtækjum.

MAcc: viðbótargráða á meistarastigi

Nemendur þurfa að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms til að fá viðbótargráðu á meistarastigi, MAcc.

Námstími

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám.

 • Haustönn: ágúst - desember.
 • Vorönn: janúar - maí.
 • Sumarönn: maí - september.

Námskeið eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.

Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár).

Tungumál í kennslu

Kennt á íslensku og ensku.

Skólagjöld

Nemendur greiða skólagjöld fyrir hverja önn í senn.

Styrkir 

Nemendur í meistaranámi við viðskiptadeild hafa möguleika á að hljóta forsetastyrk. Styrkurinn felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms.

Meistaranám við viðskiptadeild 

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við fyrirtæki. Kennarar leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku, rannsóknir og nýsköpun. Námskeiðin eru kennd af íslenskum eða erlendum kennurum, sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námið. 

Samfélagsábyrgð í brennidepli

Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri og samfélagsábyrgð. Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra stjórnenda og hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Að námi loknu

Geta þreytt löggildingapróf

Nemendur útskrifast með MAcc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun sem veitir réttindi til að þreyta löggildingarpróf að lokinni starfsþjálfun í endurskoðun á endurskoðunarstofu.

Gráðan er ekki síður góður undirbúningur fyrir margvísleg önnur störf í viðskiptalífinu. Má þar nefna stöður sérfræðinga í reikningshaldi hjá fyrirtækjum og aðra þá er þurfa að kunna skil á uppbyggingu, innihaldi og gerð ársreikninga og má þar nefna stjórnarmenn í fyrirtækjum, verðmatssérfræðinga og innri endurskoðendur.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi fyrir meistaranema

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Meistaranemar í viðskiptadeild hafa til umráða sér aðstöðu til lesturs.

Sjá fleiri myndir af aðstöðunni

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Kennarar

Kennarar við viðskiptadeild

Nemendur njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu og erlenda kennara sem veita nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur og leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku.

Skipulag náms

Nemendur þurfa að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms til að fá viðbótargráðu á meistarastigi, MAcc.

Uppbygging náms

Fullt nám er 30 ECTS einingar á önn.

 • Haustönn: ágúst - desember.
 • Vorönn: janúar - maí.
 • Sumarönn: júní - september.

Námstími

Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi. Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár). Hluti námskeiða eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.

Skipulag náms

Þetta skipulag gildir fyrir nemendur sem innritast haustið 2018 og síðar.

 MAcc  
HaustVor Sumar 

 • V-705-FIR1 Financial Reporting and Accounting Standards I (7,5 ECTS)
 • V-706-AUD1 Auditing, Auditing Standards & Ethics in Accounting & Auditing (7,5 ECTS)
 • V-772-TAX1 Corporate Taxation (7,5 ECTS)
 • V-765-CORP Corporate Finance (7,5 ECTS) 

 • V-765-FIR2 Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil II (7,5 ECTS)
 • V-767-SARE Samstæðureikningsskil fyrirtækja (7,5 ECTS)
 • V-871-AFLE Reikningshald, afleiður og aðrir fjármálagerningar (7,5 ECTS)
 • V-802-BULA Félaga- og fjármunaréttur (7,5 ECTS)

 • V-726-AUD2 Applied Auditing and Auditing Analytics (7,5 ECTS)
 • V-722-AFOR Accounting Fraud and Forensics (7,5 ECTS)
 • V-804-INTA Information Technology in Accounting and Auditing (7,5 ECTS)
 • V-793-MAAC Management Accounting (7,5 ECTS) 

Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá. 

Upplýsingar fyrir nemendur

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir frá 5. febrúar til 30. apríl.

Nauðsynlegur undirbúningur

 • BSc-gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum greinum.
 • Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25) en þó er tekið mið af einkunnadreifingu í því námi sem að umsækjandi hefur lokið.
 • Mjög góð færni í ensku.
 • Frekari menntun og starfsreynsla er talin umsækjanda til tekna við mat á umsóknum.
 • Þeir sem hafa háskólagráðu úr öðrum greinum geta sótt um námið en gerð er krafa um að þeir hafi lokið eftirfarandi námskeiðum í BSc-námi í viðskiptafræði:

 - Hagnýt stærðfræði 
 - Hagnýt tölfræði 
 - Reikningshald 
 - Gerð og greining ársreikninga (undanfari er Reikningshald) 
 - Fjármál fyrirtækja (undanfarar eru Hagnýt stærðfræði og Hagnýt tölfræði) 

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið á vefnum. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn. Gögnin skulu vera á ensku og vera rafræn: 

 • Staðfest afrit prófskírteina / námsferilsyfirlit.
 • Greinagerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð á ensku). 
 • Ferilskrá.
 • Nafn, símanúmer og netfang einstaklings sem getur metið hæfni umsækjanda til að takast á við námið. Haft verður samband við viðkomandi ef þörf krefur.

 • Fylgigögn verða að berast áður en umsóknarfresturinn rennur út. Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Hafðu samband

Laufey-Bjarnadottir-S_W-2-

Laufey Bjarnadóttir

Verkefnastjóri

Sigrun-a-Heygum-Olafsdottir

Sigrún Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

Hallur-Thor-Sigurdarson_sh

Hallur Þór Sigurðarson

ForstöðumaðurVar efnið hjálplegt? Nei