Frumgreinar

Undirbúningur fyrir háskólanám

Frumgreinanám er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það nám sem stefnt er að í framhaldinu. Frumgreinanámið er eingöngu kennt í staðarnámi og tekur eitt ár í fullu námi.

Verið velkomin á kynningarfund um frumgreinanám 24. maí kl. 17:30

Um námið

Nemendur segja frá frumgreinanáminu í HR

Hvaða grunn á ég að velja?

Tækni- og verkfræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í tæknifræði, verkfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. 

Tölvunarfræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í tölvunarfræði.

Viðskiptafræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í viðskiptafræði, hagfræði, sálfræði og íþróttafræði.

Lögfræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í lögfræði.

Upplýsingar um námskeið

Sjá upplýsingar um námskeið í hverjum háskólagrunni fyrir sig undir Skipulag náms

Bekkjarkerfi og þétt stundaskrá

Í náminu er bekkjarkerfi sem þýðir að hver nemandi er í sama bekknum frá því að hann byrjar í náminu. Umsjónarmaður er valinn úr hópi nemenda í hverjum bekk. Kennsla hefst kl. 8:30 og stundataflan er þétt. Kennslu er yfirleitt lokið fyrir kl. 16. 

Viðbót í stærðfræði og eðlisfræði við stúdentspróf

Nemendur með stúdentspróf geta bætt við sig stærðfræði og raungreinum (eðlisfræði og efnafræði) ef frekari undirbúning þarf í þessum greinum fyrir háskólanám. „Viðbótarnám við stúdentspróf“ er braut sem sótt er um sérstaklega á umsóknarvef. Sjá upplýsingar um viðbótarnám við stúdentspróf í stærðfræði og raungreinum.  

Lánshæft nám

Frumgreinanám er lánshæft hjá LÍN samkvæmt úthlutunarreglum LÍN, kafla 1.2.2. um sérnám á Íslandi. Skólagjöld eru innheimt fyrir hverja önn. 

Innritun einu sinni á ári

Eingöngu er tekið inn í frumgreinanám á haustönn. 

Að námi loknu 

Góður undirbúningur

Með frumgreinaprófi öðlast nemendur nauðsynlegan undirbúning fyrir nám við akademískar deildir Háskólans í Reykjavík. Frumgreinapróf getur nýst sem undirbúningur fyrir nám í öðrum háskólum en nemendur verða að kynna sér inntökuskilyrði þess háskólanáms sem þeir stefna í.

Mynd af hópi frumgreinanema við útskrift

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. Nemendur frumgreinadeildar eru að öllu jöfnu í sömu kennslustofunni með bekkjarfélögum sínum.

Nemi að læra í Sólinni

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, Bóksala Stúdenta, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Reynsla og sérfræðiþekking

Nemendur í frumgreinadeild njóta leiðsagnar öflugra kennara á sínum fagsviðum. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Anna Sigríður

Anna Sigríður Bragadóttir

Íslenska og málnotkun

Björg

Björg Hilmarsdóttir

Danska og íslenska

Daníel

Daníel Viðarsson

Stærðfræði

Guðmundur

Guðmundur Edgarsson

Enska og stærðfræði

Karl HInrik

Karl Hinrik Jósafatsson

Eðlisfræði og stærðfræði

Kristín

Kristín Hildur Sætran

Hugmyndasaga

Kristján

Kristján Karlsson

Eðlisfræði og stærðfræði

Snjólaug

Snjólaug Steinarsdóttir

Stærðfræði, bókhald og reikningshald

Vigdís

Vigdís Hjaltadóttir

Efnafræði og stærðfræði

Þorgerður

Þorgerður Jónsdóttir

Stærðfræði

 

Auk þess sinnir fjöldi stundakennara kennslu í frumgreinanámi. 

Skipulag náms

Í frumgreinanáminu taka nemendur 100 framhaldsskólaeiningar (fein) til viðbótar við þær einingar sem þeir hafa áður lokið. Það tekur að öllu jöfnu eitt ár að ljúka frumgreinanámi og nemendur útskrifast með frumgreinapróf. 

Tækni- og verkfræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í tæknifræði, verkfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. Lota 4 er breytileg eftir því hvaða nám á í hlut.

1. lota

2. lota

3. lota

4. lota

STÆ2A05 

ÍSL2A10 ÍSL3A10 STÆ4B04 
  STÆ3A07

STÆ3B05

EÐL3B04 / EFN3A04 / ENS3B04*
 

STÆ2B05

STÆ4A10

EÐL3B05 
 

ENS3A10

ENS3B05

 
  EXC2A02

DAN2A05

 
  EÐL2A05

EÐL3A05

 

  FOR3A03

EFN2A05

 

* val á milli EÐL, EFN og ENS 

Tölvunarfræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í tölvunarfræði.

1. lota 

2. lota

3. lota

4. lota

STÆ2A05 ÍSL2A10 ÍSL3A10 ÍSL3B04EXC3A04 *
  STÆ3A07

STÆ3C05

ENS3C04
  ENS3A10

ENS3B05

 
  STÆ2B05 NAT2A10  
  EXC2A02

DAN2A05

 
  BÓK2A03 MAL3A05  
  FOR3A05

FOR3B05

 

* val á milli ÍSL og EXC

Viðskiptafræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í viðskiptafræði, sálfræði og íþróttafræði.

1. lota

2. lota

3. lota

4. lota

STÆ2A05 ÍSL2A10 ÍSL3A10 ÍSL3B04 / EXC3A04 *
  STÆ3A07

STÆ3C05

ENS3C04 / FOR3A04 *
  ENS3A10

ENS3B05

 
  BÓK2A03 NAT2A10  
  DAN2A05

DAN3A05

 

  TÖL2A05

MAL3A05

 
  EXC2A02 REI3A05     

* val á milli ÍSL og EXC

* val á milli ENS og FOR

Lögfræðigrunnur

Fyrir nemendur sem stefna í lögfræði.

1. lota

2. lota

3. lota

4. lota

STÆ2A05 ÍSL2A10 ÍSL3A10 ÍSL3B04 / EXC3A04 *
  STÆ3A07 STÆ3C05 ENS3C04 / FOR3A04
  ENS3A10

ENS3B05

 
  BÓK2A03 NAT2A10  
  DAN2A05

DAN3A05

 
  TÖL2A05

MAL3A05

 
  EXC2A02 REI3A05     

* val á milli ÍSL og EXC

* val á milli ENS og FOR

Stundatöflur

Stundatöflur fyrir bekkina eru aðgengilegar á ytri vef. 

Kennsla fer fram alla daga frá kl. 8:30 – 15:40 nema föstudaga, en þá lýkur kennslu kl. 14:00.

Bókalistar

Inntökuskilyrði

Innritun einu sinni á ári

Eingöngu er tekið inn í frumgreinanám á haustönn. Þeir umsækjendur sem sækja snemma um og skila inn umbeðnum fylgigögnum geta vænst þess að fá svar fljótlega.

Eftirtaldir geta sótt um frumgreinanám

  1. Þeir sem lokið hafa skilgreindu starfsnámi, þ.e. burtfararprófi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.
  2. Nemendur sem hafa lokið Menntastoðum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnumarkaði.
  3. Nemendur sem hafa stundað nám við framhaldsskóla en ekki lokið námi. Til að þeir umsækjendur geti hafið nám við frumgreinadeild er gerð krafa um talsverða starfsreynslu og bóklegan undirbúning. Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti einum áfanga í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku (eða öðru Norðurlandamáli) og upplýsingatækni.
  4. Nemendur sem þegar hafa lokið stúdentsprófi en hafa ekki nægjanlegan fjölda eininga í stærðfræði og raungreinunm. Þessir nemendur geta bætt við sig þeim einingum sem upp á vantar í frumgreinanámi og er lengd námsins og samsetning háð fyrra námi viðkomandi.

Fylgigögn með umsókn

  • Staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla.
  • Starfsvottorð frá vinnuveitanda, umsögn um hvaða starfi viðkomandi gegndi, hversu lengi og starfshlutfall.
  • Umsækjendur sem eru með burtfararpróf eða sveinspróf þurfa ekki að skila inn starfsvottorði.
  • Sýnishorn af starfsvottorði.

Fylgigögnum skal skila inn rafrænt og hengja við umsókn. Á námsferlum þarf að koma fram stimpill viðkomandi skóla. 

Getum við aðstoðað?

Málfrídur-Thórarinnsdóttir

Málfríður Þórarinsdóttir

Forstöðumaður frumgreinadeildar

Viðtalstímar: miðvikudagar kl. 13 - 15
Gunnhildur Grétarsdóttir

Gunnhildur Grétarsdóttir

Verkefnastjóri

Viðtalstímar: mánudagar og miðvikudagar kl. 13 - 15

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei