Forskot til framtíðar
Kennsla sem byggist á rannsóknum
Skema í HR er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn á Íslandi. Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.
Sú færni sem nemendur styrkja sig í er meðal annars: Rökhugsun// sköpun // félagsfærni // teymisvinna // samskipti // betri sjálfsmynd // þrautalausnir
Mat á einingum
Flestir grunnskólar landsins meta nám hjá Skema til valeininga til jafns við íþróttir, tónlistarnám eða listnám.
Frístundastyrkur
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaga fyrir 11 vikna námskeiðin.
Vel undirbúnir þjálfarar
Krakkar sem sækja námskeið hjá Skema njóta leiðsagnar þjálfara sem hafa farið í gegnum markvissan undirbúning og þjálfun þar sem farið er yfir tæknilegar hliðar kennslunnar og aðferðafræði Skema. Í þjálfuninni er farið ítarlega yfir mikilvæg atriði er varða viðbrögð við mismunandi þörfum og hegðun.

Gjafabréf á skapandi tækninámskeið!
Við bjóðum upp á gjafabréf á vikulöng sumarnámskeið í skapandi tækni eða 11 vikna skapandi tækninámskeið hjá Skema í HR.
Sumarnámskeiðin eru kennd á tímabilinu júní til ágúst en 11 vikna námskeiðin eru kennd í upphafi árs og að hausti í Háskólanum í Reykjavik. Verð fyrir hvort gjafakort er 19.500 kr.
Öll námskeið Skema miða að því að efla börn og unglinga, veita þeim forskot til framtíðar og auðvelda þeim að stíga sín fyrstu skref inn í heim tækninnar.

Tæknistelpur
Forritun og sjálfsmynd
Á námskeiðinu er farið yfir forritun og tæknin er samþætt sjálfsmyndarvinnu. Einkunnarorð námskeiðanna eru skemmtun, samstaða og styrkur.
Næstu námskeið
- 13. febrúar - 24. apríl (laugardagar) frá 14:00 til 15:15
Þróun færni
Forritun, java, föll, breytur, þrautalausnir, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, ábyrg tölvunotkun, rökhugsun, sjálfsmynd.
Lesa meira
Minecraft: Vísindi & herkænska
Efna- og eðlisfræði og bardagaleyndarmál í Minecraft!
Á námskeiðinu kynnast nemendur nýjum heim bardagalistar á sérhönnuðum Skema server (vefþjóni).
Næstu námskeið
- 3. apríl - 4. apríl frá 09:00 til 12:00
Þróun færni
Minecraft, efnafræði, seiði, herkænska, þrautalausnir, télagsfærni, teymisvinna, rökhugsun.
Lesa meiraSkipulag
Vetrarannir
Á haust- og vorönn eru haldin 11 vikna námskeið og er hver kennslustund 1 klst. og 15 mín. Námskeiðin eru haldin í Háskólanum í Reykjavík auk fjölda grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þau hefjast um miðjan september á haustönn og um miðjan febrúar á vorönn. Samhliða tíu vikna námskeiðunum eru haldin styttri námskeið í HR.
Sumarönn
Á sumarönn er hvert námskeið fimm dagar (frá mánudegi til föstudags) og er kennt í 3 klst. hvern dag. Sumarönnin hefst um miðjan júní og stendur fram í miðjan ágúst.