Forskot til framtíðar
Kennsla sem byggist á rannsóknum
Skema í HR er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn á Íslandi. Kennsluaðferðir Skema hafa verið þróaðar út frá rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.
Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 4-16 ára
Sú færni sem nemendur styrkja sig í er meðal annars: Rökhugsun // sköpun // félagsfærni // teymisvinna // samskipti // betri sjálfsmynd // þrautalausnirFlestir grunnskólar meta nám hjá Skema til valeininga og hægt er að nota frístundastyrk sveitarfélaganna fyrir
námskeiðin.
Sía námskeið

Roblox - Forritun
Forritun tölvuleikja með Roblox
Hönnun og forritun tölvuleikja í Roblox umhverfinu.
Jákvæðni, athyglisstýring, skapandi hugsun og samvinna spila einnig stóran þátt í námskeiðinu.
Næstu námskeið
14.febrúar - 25.apríl (fimmtudagar) kl.17:45-19:00 (10-14 ára) í HR
Þróun færni
Roblox, Hönnun tölvuleikja, forritun, Lua, breytur, lykkjur, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, rökhugsun, útgáfa tölvuleikja.
Lesa meira
Vélmennasmiðja
Róbótar, rafrásir og forritun
Skapandi vélmennasmiðja þar sem nemendur læra að smíða og forrita sitt eigið sjálfkeyrandi vélmenni.
Næstu námskeið
17.febrúar - 28.apríl (sunnudagar) kl.15:00-16:15 (10 - 14 ára)
Þróun færni
Lóðningar, forritun, samsetning vélmenna, sköpunargleði, félagsfærni, samskipti, rökhugsun.
Lesa meira
Roblox - Grunnur
Hönnun tölvuleikja með Roblox
Hönnun og þróun tölvuleikja í Roblox umhverfinu.
Jákvæðni, athyglisstýring, skapandi hugsun og samvinna spila einnig stóran þátt í námskeiðinu.
Næstu námskeið
14.febrúar - 25.apríl (fimmtudagar) kl.16:15-17:30 (8-12 ára) í HR
Þróun færni
Roblox, Hönnun tölvuleikja, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, rökhugsun, útgáfa tölvuleikja.
Lesa meiraSkipulag
Stundaskrá vorannar
Stundaskrá vorannar fyrir 11 vikna námskeiðin er í vinnslu. Námskeiðin eru öll 1x í viku og hefjast um miðjan febrúar 2019.
Flestir grunnskólar meta nám hjá Skema til valeininga og hægt er að nota frístundastyrk sveitarfélaganna fyrir
námskeiðin.
Vetrarannir
Á haust- og vorönn eru haldin 10 vikna námskeið og er hver kennslustund 1 klst. og 15 mín. Námskeiðin eru haldin í Háskólanum í Reykjavík auk fjölda grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þau hefjast um miðjan september á haustönn og um miðjan febrúar á vorönn. Samhliða tíu vikna námskeiðunum eru haldin styttri námskeið í HR.
Sumarönn
Á sumarönn er hvert námskeið fimm dagar (frá mánudegi til föstudags) og er kennt í 3 klst. hvern dag. Sumarönnin hefst um miðjan júní og stendur fram í miðjan ágúst.
Mat á einingum
Flestir grunnskólar landsins meta nám hjá Skema til valeininga til jafns við íþróttir, tónlistarnám eða listnám.
Frístundastyrkur
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaga fyrir tíu vikna námskeiðin.Vel undirbúnir þjálfarar
Krakkar sem sækja námskeið hjá Skema njóta leiðsagnar þjálfara sem hafa farið í gegnum markvissan undirbúning og þjálfun þar sem farið er yfir tæknilegar hliðar kennslunnar og aðferðafræði Skema. Í þjálfuninni er farið ítarlega yfir mikilvæg atriði er varða viðbrögð við mismunandi þörfum og hegðun.
Næstu námskeið
Fréttir og blogg

HR tekur við verkefnum Skema
Háskólinn í Reykjavík stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og hefur tekið við verkefnum fyrirtækisins Skema, sem felast í skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga. Skema hefur staðið fyrir skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þá hefur Skema, í samstarfi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, rannsakað þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.

Google styrkir í tengslum við Evrópsku forritunarvikuna
Google ætlar að veita allt að 4000 EUR styrki til þeirra skóla og félagasamtaka sem vilja skipuleggja viðburði í tengslum við Evrópsku Forritunarvikuna 15.-23. október 2016.

Forritun í grunnskóla
Forritun undirbýr ekki bara börnin okkar undir störf framtíðarinnar heldur hafa rannsóknir sýnt að forritun getur haft jákvæð áhrif á hugrænan þroska og líðan barna.
Börn í dag eru talin vera með gott tölvulæsi, þau geta spilað leiki, vafrað um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá geta búið til sína eigin leiki eða eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað.