Námið
Rannsóknir
HR

Í rannsóknum innan HR er lögð áhersla á hagnýtingu rannsókna og þekkingar. Vinna starfsfólks skiptir því miklu máli og hefur áhrif í samfélaginu.  Rannsóknirnar snúa að öllum helstu áskorunum og viðfangsefnum nútíma samfélags.

Loftslagsaðgerðir: Við lagadeild er starfrækt rannsóknarsetrið Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnun HR CLoCCS

Geðheilbrigði: Við sálfræðideild er starfrækt Þekkingarsetur áfalla Icelandic Center for Trauma Research (ICE-TRE)

Lýðheilsa og íþróttir: Rannsóknarsetrið PAPESH við íþróttafræðideild

Byggingariðnaður: Rannsóknarsetrið SEL (Structural Engineering and Composite Laboratory ) við iðn- og tæknifræðideild

Atvinnulíf og viðskipti: Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum (RUCRIE) við viðskiptadeild.

Máltækni og samskipti manns og tölvu: Mál- og raddtæknistofa Gervigreindarseturs HR við tölvunarfræði- og verkfræðideild.

Hátækniþróun og hátækniiðnaður: Rannsóknarsetrið ICAAM við verkfræðideild.  

Lögð er áhersla á að rannsóknaniðurstöður og verkefni öðlist sjálfstætt líf utan HR. Þar er náið rannsóknasamstarf háskólans og atvinnulífs lykilatriði. Þannig er tryggt að þekkingin komist í framkvæmd og nýtist til góðs fyrir atvinnulífið og samfélagið allt. Háskólinn styður við miðlun þekkingar jafnt innanlands sem erlendis.

Háskólinn í Reykjavík er öflugur nýsköpunarháskóli sem stendur sterkum fótum í samfélaginu og tekur virkan þátt í framþróun þess. Rannsóknarstarf og kennsla innan HR er uppspretta og driffjöður nýsköpunar og er lögð  áhersla á að efla frumkvöðlafærni nemenda.

Sprotafyrirtæki við HR

Árið 2022 var hönnuð Sprotasól þar sem kortlögð voru sprotafyrirtæki með tengsl við HR. Verkefninu var ætlað að ná yfir þau fyrirtæki sem stofnuð voru af nemendum eða kennurum á meðan á námi þeirra eða störfum við HR stóð frá stofnun skólans árið 1998. Í verkefninu voru dregin fram yfir sextíu nýsköpunarfyrirtæki með bein tengsl við skólann. Flest þessara fyrirtækja spretta upp úr lokaverkefnum nemenda og/eða rannsóknum starfsfólks og er það í takti við þá stefnu skólans að vera leiðandi í rannsóknum samhliða því að vera öflugur nýsköpunarháskóli.

Sprotasólin er hlaðvarpssyrpa þar sem rætt er við fulltrúa sprotafyrirtækjanna.

Sprotasól HR
Sprotasól HR
Fara efst