Námið
Rannsóknir
HR
Tæknifræðideild

Véliðnfræði

Námstími
3 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
Diplóma
Lögverndað starfsheiti
Véliðnfræðingur
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt

Hvað læri ég?

Námið hentar vel fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Véliðnfræðingar fást meðal annars við vélahönnun og eftirlit með uppsetningu og framkvæmdum á vélbúnaði. Í véliðnfræði er áhersla á véltæknilegar greinar, burðarþolsfræði, varma- og rennslisfræði, vélhlutahönnun, rekstur og stjórnun fyrirtækja ásamt hagnýtu lokaverkefni.

Námið veitir góðan undirbúning með fjölbreyttum námskeiðum, raunhæfum verkefnum og hagnýtu lokaverkefni.

Aukin tækifæri

Nemendur í iðnfræði fá fjölbreytta og hagnýta þekkingu á sínu sviði, styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og verða hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Með því að ljúka náminu getur nemandi öðlast meistararéttindi og lögverndað starfsheiti sem iðnfræðingur.

Starfsvið véliðnfræðinga er fjölbreytt. Í atvinnulífinu starfa véliðnfræðingar á verkfræðistofum, við vélahönnun hjá orku- og framleiðslufyrirtækjum og við eftirlit með uppsetningu og framkvæmdum á ýmsum vélbúnaði.

Þekking og færni

Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Mér finnst kostur að iðnfræðinámið er kennt í fjarnámi, maður er þá frjálsari en þarf að skipuleggja sig vel. Þetta er skemmtilegt og áhugavert nám, hef aldrei haft jafn mikinn áhuga og einmitt nú á því að læra og fræðast. Þar sem þetta er fjarnám átti ég ekki von á því að það væri eitthvað félagslíf, þess vegna kemur það mér mjög á óvart hvað maður kynnist mörgum og eignast góða félaga. Það líður varla sá dagur að ég heyri ekki í einhverjum sem er með mér í náminu.  Ég mæli hiklaust með þessu námi.

Gísli Gunnar Pétursson
Véliðnfræði

Hvernig læri ég?

Véliðnfræði er kennd í fjarnámi og er sniðin að þeim sem eru á vinnumarkaði hvar sem er á landinu eða jafnvel erlendis.

Véliðnfræði er 90 ECTS eininga nám. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Námið er skipulagt þannig að yfirleitt tekur þrjú ár að ljúka því samhliða vinnu.

Nemendur í iðnfræði geta víða á landsbyggðinni fengið aðstöðu til náms og hópavinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í HR. Upplýsingar um slíka aðstöðu utan Reykjavíkur er að finna hjá sveitarfélögum.

Raunhæf verkefni í staðarlotum

Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og verkefni unnin í raunumhverfi. Í véliðnfræði setja nemendur meðal annars upp iðntölvustýringar í verklegum stofum, hanna stafræn ökutæki og ljúka verklegu námskeiði í kælitækni á vélaverkstæði.

Viðamikið lokaverkefni

Náminu lýkur með 10 ECTS eininga lokaverkefni þar sem sýnt er fram á verkþekkingu og faglega hæfni. Verkefnin eru oftast unnin í samstarfi við fyrirtæki eða stofnanir.

CDIO-samstarfsnetið

Tæknifræðideild er aðili að samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræðinni sem höfð er til hliðsjónar er tæknifólki framtíðarinnar veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn.

Samstarfsnetið heitir CDIO, sem stendur fyrir „Conceive – Design – Implement – Operate“.

Aðrir skólar í CDIO eru meðal annars:

  • DTU - Danmarks Tekniske Universitet
  • Chalmers University of Technology
  • Aalborg University
  • MIT - Massachusetts Institute of Technology 
  • Delft University of Technology

Að námi loknu

Í atvinnulífinu starfa véliðnfræðingar á verkfræðistofum, við vélahönnun hjá orku- og framleiðslufyrirtækjum og í eftirliti með uppsetningu og framkvæmdum á ýmsum vélbúnaði.

Lögverndað starfsheiti

Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. Að loknu námi hlýtur nemandinn prófgráðuna diplóma í iðnfræði og uppfyllir skilyrði til að hljóta lögverndað starfsheiti sem iðnfræðingur.

Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf.

Rekstrarfræði

Nemendur geta einnig, að loknu diplómanámi í véliðnfræði, bætt við sig 45 ECTS eininga námi í rekstrarfræði. Þar auka nemendur færni sína í rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja.

Tæknifræði

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám tæknifræðideildar. Með þessu fæst góð samfella í námi við deildina ef nemendur kjósa að halda áfram í frekara háskólanám. Iðnfræðingar þurfa eftir atvikum að bæta við sig einni vorönn í Háskólagrunni. Véliðnfræðingar fá 29 ECTS einingar metnar inn í orku- og véltæknifræði og 29 ECTS einingar metnar inn í iðnaðar- og orkutæknifræði.  

Iðnfræði metin

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám tæknifræðideildar. Til að hefja nám tæknifræði þarf  iðnfræðingur eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn fæst eftirfarandi metið:

  • Byggingariðnfræðingar fá 38 ECTS einingar metnar inn í byggingartæknifræði
  • Rafmagnsiðnfræðingar fá 30 ECTS einingar metnar inn í rafmagnstæknifræði og 24 ECTS einingar metnar inn í iðnaðar- og orkutæknifræði
  • Véliðnfræðingar fá 29 ECTS einingar metnar inn í orku- og véltæknifræði og 29 ECTS einingar metnar inn í iðnaðar- og orkutæknifræði

Verkefnin eru hagnýt og praktísk og þau hafa verið mér gott veganesti t.a.m. hefur verið skemmtilegt að kynnast þrívíddar hönnun

Eðvald Ragnarsson - nemi í iðnfræði

Skipulag náms

Námstími

Námið er 90 ECTS einingar. Hægt er að ljúka því á þremur árum (sex önnum) samhliða vinnu. Möguleiki er á að ljúka náminu á skemmri tíma, en þá er að tekið sem fullt nám í 3-4 annir og ljúka nemendur þá um 30 ECTS á önn. Nemendur sem kjósa að taka fullt nám lenda í árekstri í staðarlotum og geta því ekki setið þær allar. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri námsins.

Fjarnám með staðarlotum

Kennt í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn þar sem nemendur koma saman í HR eina helgi í hvert skipti. Í sumum námskeiðum eru staðarloturnar nýttar til verklegra æfinga og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi. Fyrri staðarlotan er í upphafi annar, og sú síðari þegar um sjö vikur eru liðnar af önninni.

Haust
Burðarþolsfræði
AI BUÞ1003 / 6 ECTS
Tölvustudd hönnun í Inventor og Autocad
VI HON1003 / 6 ECTS
Reikningshald
AI REH1103 / 6 ECTS
Vor
Vélhlutafræði
VI VHF1003 / 6 ECTS
Tölvustudd hönnun II
VI TEI2013 / 6 ECTS
Stjórnun, rekstur og öryggi
AI STJ1002 / 4 ECTS

Ertu með spurningar um námið?

Inntökuskilyrði

Lágmarkskrafa til að hefja nám í iðnfræði er að hafa lokið bóklegu námi til sveinsprófs frá skilgreindri rafiðngrein. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf að hafa lokið sveinsprófi.

Bóklegur undirbúningur  

Þau sem lokið hafa bóklegu námi til sveinsprófs geta þurft að taka allt að fjögur undirbúningsnámskeið í fjarnámi, samhliða iðnfræðináminu. Í boði eru grunnar í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku og eru umsækjendum tilkynnt í svarbréfi hvort og þá hvaða grunna þeir þurfa að taka. Nauðsynlegt er að hafa lokið þeim grunnum sem hver og einn þarf að taka áður en farið er á 5. önn í náminu. Greitt er sérstaklega fyrir hvert og eitt námskeið, þau eru ekki innifalin í skólagjöldum.

Meistarar og stúdentar 

Þau sem lokið hafa meistaranámi í iðngrein, eða stúdentsprófi, uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings. 

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert.

Fylgiskjöl með umsókn
  • Námsferill
  • Sveinsbréf eða meistarabréf
  • Starfsferill, etv. meðmæli
Námstími
3 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
Diplóma
Lögverndað starfsheiti
Véliðnfræðingur
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Guðrún Lilja Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri byggingafræði, iðnfræði og rekstrarfræði

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Kennsla í staðarlotum fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar.

Vélsmiðja

Vel búin vélsmiðja er til staðar í HR, en þar er bilið brúað milli þess fræðilega og þess hagnýta. Flestir nemendur sem útskrifast úr tækninámi frá HR hafa kynnst vélsmíði að einhverju marki, til að mynda unnið í rennibekk og fræsivél við að útfæra hugmyndir og hönnun sína. Fyrir nemendur í tæknifræði eru í boði inngangsnámskeið í vélsmíði, þar sem farið er yfir öryggismál og nemendum kennd viðeigandi handtök. Nemendur búa að þessari reynslu á seinni stigum náms og hafa aðgang að vélsmiðjunni til að leysa skemmtileg og raunveruleg verkfræðileg viðfangsefni.

Í vélsmiðjunni eru þrír rennibekkir, tvær fræsivélar, CNC rennibekkur og fræsivél, suðutæki, laser-skurðarvél, ásamt öðrum hefðbundnum verkfærum. Ábyrgðarmenn vélsmiðju eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

Orkutæknistofa

Í orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. RU Racing lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn orkutæknistofu eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

Rafeindatæknistofa

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Stofan býður upp á nútímalega aðstöðu fyrir nemendur sem vinna allt frá verklegum tilraunum í einstaka námskeiðum yfir í lokaverkefni í grunn- og meistaranámi. Tækjabúnaður er reglulega endurnýjaður til að mæta þróun náms og því sem atvinnulífið kallar á og hafa nemendur einnig aðgang að þrívíddarprenturum og fjölbreyttum íhlutalager. Ábyrgðarmaður rafeindatæknistofu er Hannes Páll Þórðarson.

Kennslustofur og lesaðstaða

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.

Nemendur í iðnfræði geta víða á landsbyggðinni fengið aðstöðu til náms og hópavinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í HR. Upplýsingar um slíka aðstöðu utan Reykjavíkur er að finna hjá sveitarfélögum.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Krambúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

 

Kennarar

Sérfræðiþekking og reynsla

Nemendur í iðnfræði njóta leiðsagnar öflugra kennara á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og fjölda stundakennara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Af hverju iðnfræði við HR?

  • Löggilt starfsheiti sem iðnfræðingur
  • Nemendur sem eru með sveinspróf geta sótt um meistarabréf í tilsvarandi iðngrein
  • Góð aðstaða til bóklegs og verklegs náms
  • Traust undirstaða
  • Hagnýt og raunhæf verkefni
Fara efst