PDF bæklingur: Iðnfræði
Nemendur í byggingariðnfræði fá góða undirstöðu fyrir störf í byggingariðnaði með því að ljúka fjölbreyttum námskeiðum og hagnýtu lokaverkefni. Að diplómanámi loknu geta þeir haldið áfram námi í byggingafræði sem er BSc-nám og er iðnfræðin metin að fullu inn í það nám.
Námið hentar vel fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Diplóma í byggingariðnfræði og sveinspróf í iðngreininni veitir rétt til meistarabréfs, ásamt lögverndaða starfsheitinu iðnfræðingur. Byggingariðnfræði er kennd í fjarnámi og er sniðin að þeim sem eru á vinnumarkaði hvar sem er á landinu eða jafnvel erlendis. Helstu námsgreinar eru byggingafræði, burðarþolsfræði, rekstur og stjórnun og hagnýtt lokaverkefni.
Byggingariðnfræði er 90 ECTS eininga nám. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Námið er skipulagt þannig að yfirleitt tekur þrjú ár að ljúka því samhliða vinnu.
Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi. Í byggingariðnfræði gera nemendur meðal annars steypugreiningu á húsi og fara í vettvangsferð á verkfræðistofuna Eflu og gera steypustyrktaræfingar.
Náminu lýkur með 12 ECTS eininga lokaverkefni þar sem sýnt er fram á verkþekkingu og faglega hæfni. Verkefnin eru oftast unnin í samstarfi við fyrirtæki.
Að diplómanámi loknu geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er 210 ECTS eininga BSc-nám og er iðnfræðin (90 ECTS einingar) metin að fullu inn í það nám. Nemendur geta einnig, að loknu diplómanámi í byggingariðnfræði, bætt við sig 45 ECTS eininga námi í rekstrarfræði og hlotið starfsheitið rekstrarfræðingur.
HR tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræðinni sem höfð er til hliðsjónar er verkfræðingum framtíðarinnar veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn. Samstarfsnetið heitir CDIO, sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Aðrir skólar í CDIO eru meðal annars:
DTU - Danmarks Tekniske Universitet • Chalmers University of Technology • Aalborg University • MIT - Massachusetts Institute of Technology • Delft University of Technology
Að loknu námi hlýtur nemandinn prófgráðuna diplóma í byggingariðnfræði og uppfyllir skilyrði til að hljóta lögverndað starfsheiti sem iðnfræðingur. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs.
Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf.
Starfssvið byggingariðnfræðinga er fjölbreytt. Þeir starfa hjá verktakafyrirtækjum, á verkfræðistofum og við byggingaeftirlit eða sem stjórnendur á byggingastað.
Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Að loknu námi í byggingariðnfræði geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er 210 eininga BSc-nám og er iðnfræðin (90 einingar) metin að fullu inn í það nám.
Að loknu diplómanámi í byggingariðnfræði geta nemendur bætt við sig 45 eininga námi í rekstrargreinum og hlotið starfsheitið rekstrarfræðingur. Þar með auka nemendur færni sína í rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja.
Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Með þessu fæst góð samfella í námi við deildina ef nemendur kjósa að halda áfram í frekara háskólanám. Iðnfræðingar þurfa eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn fær hann að lágmarki 41 ECTS metnar inn í byggingartæknifræði.
Þau sem lokið hafa iðnfræðinámi geta lokið lokaprófi í Háskólagrunni HR á einni önn (vorönn) og eiga þess þá kost að hefja nám í tæknifræði.
Í háskólabyggingu HR er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Nemendur í iðnfræði geta víða á landsbyggðinni fengið aðstöðu til náms og hópavinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í HR. Upplýsingar um slíka aðstöðu utan Reykjavíkur er að finna hjá sveitarfélögum.
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða.
Nemendur í iðnfræði njóta leiðsagnar öflugra kennara á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og fjölda stundakennara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Jens Arnljótsson
Aðal kennslugreinar eru á sviði varmafræði, varmaflutnings, rennslis- og straumfræði sem tengjast m.a. hagnýtu hönnunarverkefni eða tilraunum á sviði varma og streymisfræði í námi vél- og orkutæknifræðinema. Einnig hefur Jens umsjón með iðnfræðinámi í HR og lokaverkefnum véliðnfræðinema.
Menntun: Ingeniør højskolen Helsingør Teknikum 1986, véltæknifræðingur BSc Mech. Eng, með orkufræði sem sérsvið. Fyrri störf: Verkfræðistofa Stefáns A. Stefánssonar, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og rennslikerfa, þó einkum vinna tengd sjávarútvegi og þá sérstaklega varmagreining og varmendurvinnsla á orku frá útblæstri fiskimjölsverksmiðja víðs vegar um landið, Stálvík hf. og Skipahönnun ehf., við hönnun, breytingar og fyrirkomulag vélbúnaðar í fiskiskipum.
Kennir námskeið um efnisfræði byggingarefna í iðnfræðinni og er leiðbeinandi með lokaverkefnum byggingaiðnfræðinga. Eyþór kennir jafnframt efnisfræði og hönnun steinsteyptra mannvirkja í byggingatæknifræðináminu og er leiðbeinandi með verkefnum í byggingafræði.
Eyþór hefur kennt fjölda námskeiða á sviði hönnunar og burðarþols þá bæði í byggingatæknifræði og í meistaranámi byggingaverkfræði, jafnframt hefur hann verið leiðbeinandi við fjölda lokaverkefna á öllum brautum byggingasviðs, þ.e.a.s. iðnfræði, byggingafræði, tæknifræði og meistaranáms í verkfræði. Eyþór hefur mikla reynslu af burðarþolshönnun og framkvæmdum á mannvirkjum þá meðal annars á sviði íbúðarbygginga, verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, iðnaðarhúsnæðis og hönnun á vatnsaflsvirkjunum. Undanfarin ár hefur Eyþór staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á notkun basalttrefjabendingar í mannvirkjum og birt fjölda vísindagreina, sjá nánar á sel.ru.is.
Eyþór lauk prófi í byggingatæknifræði frá TÍ 1984, próf í iðnrekstrarfræði við TÍ 1985 og MSc-prófi í byggingaverkfræði frá Heriot Watt, Skotlandi 1988 með áherslu á burðarvirki.
Kennir námskeið á sviði vélahönnunar og tölvustuddrar hönnunar, s.s. vélhlutafræði, FEM greiningu og þrívíddarhönnun. Einnig námskeið á sviði stýringa s.s. reglunarfræði, stýritækni (loft og vökvastýringar), PLC stýringar og forritun iðnaðarþjarka. Indriði leggur mikla áherslu á hagnýt og krefjandi verkefni í kennslu í anda CDIO. Hann hefur einnig verið leiðbeinandi í meistaraverkefnum í vélaverkfræði og byggingaverkfræði og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á sviði ómannaðra farartækja og jarðskjálftahönnunar.
Indriði er einnig umsjónarmaður lokaverkefna í vél- og orkutæknifræði og leiðbeinandi í mörgum þeirra. Indriði lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ 1987 og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1990 með áherslu á annars vegar sjálfvirk stýrikerfi og hinsvegar ólínulega tímaháða FEM greiningu.
Námið er 90 ECTS einingar. Hægt er að ljúka því á þremur árum (6 annir) samhliða vinnu.
Kennt í fjarnámi með staðarlotum. Tvær verkefnalotur eru á önn þar sem nemendur koma saman í HR eina helgi í hvert skipti. Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi.
Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni.
12-18 ECTS á önn
3. önn - haust 14 ECTS | 4. önn - vor 12 ECTS |
---|---|
BI HVL 1003 Hitunarfræði og lagnir Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemandi:
Lýsing: Námskeiðið er í hitunarfræði og lögnum með áherslu á tækni sem tengist íbúðarhúsum. Markmið námskeiðs er að gera nemendum kleift að þekkja algeng lagnakerfi bygginga, hlutverk þeirra og grundvallar eiginleika. Nemendur fá innsýn í hönnun á hita, neysluvatns og frárennslislögnum ásamt grunnþáttum í eðlisfræði hita. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemandi geti þekkt og skilið uppbyggingu lagnakerfa íbúðarhúss og viti af grundvallarkröfum byggingarreglugerðar. Gerðir og frágangur lagnateikninga verður kynntur. Nemendur gera heildstæða skýrslu um ofna- og gólfhitakerfi íbúðarhúss. Efnistök námskeiðs: Hitunarfræði 70%: Fjallað verður um hitaeinangrun húsa og varma- og orkuþörf. Mismunandi gerðum hitakerfa verða gerð skil og helstu eiginleikum þeirra eins og ofnakerfum, og gólfhitakerfum. Lagnir 30%: Fjallað verður um uppbyggingu neysluvatns-, frárennslis-, snjóbræðslulagnakerfa fyrir íbúðarhús. Lestur lagnateikninga og reglur og staðlar um lagnir skoðaðar. Lesefni: Sigurður Grétar Guðmundsson, Hita- og neysluvatnskerfi, Iðnú. Sveinn Áki Sverrisson, Teikningar og verklýsingar, Iðnú. Sveinn Áki Sverrisson, Fráveitukerfi og hreinlætistæki, Iðnú. Ljósrit frá kennara (6. Kafli úr Varmaeinangrun húsa rit 30). Handbækur um lagnir á vef Lagnafélag Íslands www.lafi.is Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Námsmat skiptist í 60% heimaverkefni sem er dreift yfir önnina og 40 % skriflegt 2 tíma próf í lok annar. Tungumál: Íslenska BI EFN 1013 Steinsteypa - efnisfræði og viðhald Einingar: 6 ECTS Ár: 2. ár Lærdómsviðmið: Stefnt er að: Þekking. Nemandi hafi grunnþekkingu á:
Leikni. Nemandinn geti skrifað skýrslur um eiginleika steinsteypu og viðgerðir og viðhald steinsteyptra mannvirkja. Hæfni. Nemandinn:
Lýsing: Steinsteypa sem eitt aðalbyggingarefnið hér á landi. Í þessu námskeiði er farið yfir eftirtalin atriði; Hráefni og framleiðsla. Eðliseiginleikar ferskrar og harðnaðrar steinsteypu. Steypuvinna og eftirlit með steypuvinnu. Viðgerðir og endurnýjun steinsteyptra bygginga. Almennt viðhald, viðhaldsáætlanir. Skipulögð leit skemmda. Gátlistar, mat og matsskýrslur. Helstu prófanir á steypu. Nemendur gera verklegar æfingar á rannsóknarstofu EFLU. Full þátttaka í verklegum æfingum og skil á skýrslum veitir rétt til próftöku. Nemendur skila verkefni um viðhald og viðgerðir bygginga. Þeir nemendur munu greina og meta steypuskemmdir í mannvirki, skila skýrslu þar sem fram koma niðurstöður þeirra athugana og gera tillögur að viðgerðum. Lesefni: Neville og Brooks, Concrete Technology. Helgi Hauksson, Steinsteypa – viðhald og viðgerðir – Rb rit nr. 83. Samantekt kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 65%, verklegar æfingar (steypa og fylliefni) 10%, verkefni um viðhald og viðgerðir 10%, verkefni á verkefnavef gilda 15% (spurningar úr köflum Concrete Technology). Lágmarkseinkunn á lokaprófi er 5. Tungumál: Íslenska
BI BIM 1001 Upplýsingalíkön í mannvirkjagerð Einingar: 2 ECTS Þekking:
Leikni:
Hæfni:
Lýsing: Í BIM (Building Information Modelling) felst að mannvirki eru líkön á stafrænu formi. Með slíkum upplýsingalíkönum má auka gæði hönnunar, auka nákvæmni upplýsinga um mannvirkið og ná fram lægri byggingar- og rekstrarkostnaði. Þetta námskeið kynnir og kennir BIM aðferðafræði og BIM aðgerðir: Árekstrargreiningar, BIM-studdar magntökur, 4D verkáætlanir. BIM skoðarar (e. Viewers). Lesefni: Leiðbeiningar frá kennara, aðgengilegar á vefnum. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verkleg kennsla. Námsmat: Skriflegt próf 30%; Skilaverkefni 70%. Nemandi þarf að ná að lágmarkseinkunn 5,0 í skriflegu prófi. Tungumál: Íslenska. |
BI EBE 1003 Efnisfræði byggingarefna Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Að loknu námskeiðinu er ætlast til að nemendur:
Lýsing: Farið verður í efniseiginleika eftirfarandi efna. Málmar: Stál, járnsteypa, ál og ryðfrítt stál, uppbygging, framleiðsla og eiginleikar. Timbur: Uppbygging timburs, eiginleikar þess sem byggingaefnis, timburafurðir. Trefjaefni: helstu gerðir trefja, styrkur og stífleiki, notkunarmöguleikar. Nemendur gera verklegar æfingar. Full þátttaka í verklegum æfingum og skil á skýrslum veitir rétt til próftöku. Lesefni: Mamlouk og Zaniewski, Materials for Civil and Construction Engineers, International 3rd edition, 2011. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt (gagnalaust) próf gildir 60%. Verkefni gilda 30% af lokaeinkunn. Verklegar æfingar gilda 10%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn 5,0 í prófi. Full þáttaka í verklegum æfingum og skil á skýrslum og verkefnum veitir rétt til próftöku. Tungumál: Íslenska. AI FRK 1003 Framkvæmdafræði og verkstjórn Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemandinn kunni skil á:
Lýsing: Eðli útboðsgagna og gerð tilboða í verklegar framkvæmdir. Útboðslýsing, verklýsing, tilboðsskrá, framkvæmdatrygging og verksamningar. Mismunandi útboðsform. Gerð verkáætlana fyrir verklegar framkvæmdir, MS Project forritið. Magntölur og magntaka. Afkastageta og verktími. Afköst, mannafla- og tækjaþörf. Afkastahvetjandi launakerfi. Skipulagning á vinnustað. Kostnaðarreikningur, gerð kostnaðaráætlana. Vísitölu- og verðbótaútreikningar. Eftirlit með byggingarframkvæmdum. Lesefni: Eðvald Möller, Verkefnastjórnun og verkfærið Project, 2014. ÍST30:2012 - Almennir útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir, Staðlaráð Íslands, 2012. Annað skv. ábendingum kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Leiðsögn gegnum tölvupóst og síma. Námsmat: 3 klst. skriflegt lokapróf gildir 40% og verkefni 60%. Tungumál: Íslenska.
|
5. önn - haust 16 ECTS | 6. önn - vor 12 ECTS |
---|---|
BI LAM1002 Landmælingar Einingar: 4 ECTS Lærdómsviðmið: Þekking. Nemandinn:
Leikni. Nemandinn:
Hæfni. Nemandinn:
Lýsing: Mælingar: Hæðir og hnit. Hæðarmæling (nivellering) æfð, prófun tækja, leiðrétting, skráning gagna og hæðarkótareikningur. Halli. Útreikningur lengda og stefnuhorn. Þríhyrningareikningur. Kynning á ýmsum mælitækjum og mæliaðferðum. Verklegar æfingar í mælitækni. Lesefni: Magne Brandshaug, Landmåling VK1. 1. útgáfa. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Skriflegt lokapróf (2 klst) 50%; Heimadæmi 30%; Hópverkefni og þátttaka í seinni staðarlotu 20%. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki 5,0 á skriflega lokaprófinu. Tungumál: Íslenska. BI GÆÐ1001 Gæðastjórnun í mannvirkjagerð Einingar: 2 ECTS Lærdómsviðmið: Þekking
Leikni
Hæfni
Lýsing: Í upphafi námskeiðsins er fjallað um:
Nemendur vinna verkefni um rýni hönnunargagna, leita uppi kröfur og setja upp eigið innra eftirlit til að fylgja kröfunum eftir. Lögð er áhersla á gerð og notkun áætlana til að mæla árangur sem hluta af eigin innra eftirliti. Að námskeiði loknu eiga nemendur að eiga drög að gæðastjórnunarkerfi sem fullnægir kröfum í Lögum um mannvirki. Lesefni: Efni sem kennari vísar á. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Tvisvar sinnum fjögurra klukkustunda staðarlota í upphafi. Viðtalstímar. Námsmat: Mat á verkefnavinnu gildir 100%. Tungumál: Íslenska AI LOG 1003 Lögfræði Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur öðlist: Þekkingu á:
Leikni og hæfni í:
Lýsing: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni lögfræðinnar. Farið verður í réttarheimildir og grundvallarreglur í íslensku stjórnkerfi, réttarfar o.fl. Samningar og samningagerð á sviði fjármunaréttar. Lausafjárkaup. Fasteignakaup. Fjármögnunarleiga. Kröfuréttindi. Viðskiptabréf. Ábyrgðir. Veð. Stofnun og rekstrarform fyrirtækja. Verksamningar. Vinnusamningar. Samkeppnisréttur. Helstu alþjóðasamningar. Lesefni: Sigríður Logadóttir, Lög á bók – Yfirlitsrit um lögfræði. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Lokapróf gildir 70% og 3 verkefni gilda 10% hvert. Tungumál: Íslenska BI JTÆ 1002 Jarðtækni Einingar: 4 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Farið er í eftirfarandi atriði; Flokkun og eiginleikar lausra jarðefna. Notagildi mismunandi jarðefna. Jarðvatn, lekt og frostnæmi. Spennur í jarðvegi. Skerstyrkur og burðargeta jarðvegsfyllinga. Þjöppun og sig. Grundun og undirstöður húsbygginga. Jarðþrýstingur á kjallara veggi og stoðveggi. Mannvirki úr jarðefnum s.s vegir, jarðstíflur og hafnargarðar. Verklýsingar fyrir jarðvinnu. Jarðvinnuvélar. Sprengitækni. Jarðkönnun og jarðboranir. Lesefni: Samantekt kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi fyrstu 10 vikurnar á önninni sem nær yfir 15 vikur. Tvær staðarlotur eru og í seinni verður upprifjun á efninu og svo heimapróf eftir staðarlotuna. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Leiðsögn gegnum tölvupóst. Námsmat: Heimapróf gildir 40% af lokaeinkunn og verkefni 60%. Próftökuréttur er háður því að nemendur skili a.m.k. 75% heimaverkefna, Tungumál: Íslenska |
BI LOK 1006 Lokaverkefni* Einingar: 12 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Í upphafi er unnið einstaklingsverkefni og síðan er unnið í 3-4 manna hópum. Hópverkefni er valið í samráði við umsjónarkennara þar sem fengist er við hönnun, útboðs- og áætlanagerð. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í byggingariðnfræði til að geta skráð sig í lokaverkefni, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS) samhliða lokaverkefni. Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn. Lesefni: Í samráði við kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur. Einstaklingsverkefni og hópverkefni unnið í samráði við umsjónarkennara. Nemendur vinna sjálfstætt undir leiðsögn kennara. Reglulegir fundir með umsjónarkennara og leiðbeinendum, sjá Reglur um lokaverkefni í iðnfræði. Námsmat: Einkunn gefin fyrir úrlausn verkefnis og munnleg vörn. Einstaklingsverkefni gildir 10%, vinna og úrlausn í hópverkefni gildir 50% og munnleg vörn gildir 40%. Tungumál: Íslenska |
*Hægt að vinna lokaverkefni á vorönn eða á haustönn
Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Lágmarkskrafa til að hefja nám í iðnfræði er að hafa lokið bóklegu námi til sveinsprófs af skilgreindum bygginga- eða mannvirkjagreinum. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf að hafa lokið sveinsprófi.
Þeir sem lokið hafa bóklegu námi til sveinsprófs geta þurft að taka allt að fjögur undirbúningsnámskeið í fjarnámi, samhliða iðnfræðináminu. Í boði eru grunnar í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku og eru umsækjendum tilkynnt í svarbréfi hvort og þá hvaða grunna þeir þurfa að taka. Nauðsynlegt er að hafa lokið þeim grunnum sem hver og einn þarf að taka áður en farið er á 5. önn í náminu. Greitt er sérstaklega fyrir hvert og eitt námskeið, þau eru ekki innifalinn í skólagjöldum.
Þeir sem lokið hafa meistaranámi í iðngrein, eða stúdentsprófi, uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings.
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert.
Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna.