Byggingariðnfræði diplóma

Nemendur í byggingariðnfræði fá góða undirstöðu fyrir störf í byggingariðnaði með því að ljúka fjölbreyttum námskeiðum og hagnýtu lokaverkefni. Að diplómanámi loknu geta þeir haldið áfram námi í byggingafræði sem er BSc-nám og er iðnfræðin metin að fullu inn í það nám.   

Um námið 

Aukin tækifæri

Námið hentar vel fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Diplóma í byggingariðnfræði og sveinspróf í iðngreininni veitir rétt til meistarabréfs, ásamt lögverndaða starfsheitinu iðnfræðingur. Byggingariðnfræði er kennd í fjarnámi og er sniðin að þeim sem eru á vinnumarkaði hvar sem er á landinu eða jafnvel erlendis. Helstu námsgreinar eru byggingafræði, burðarþolsfræði, rekstur og stjórnun og hagnýtt lokaverkefni.

Fjarnám með tveimur staðarlotum

Byggingariðnfræði er 90 ECTS eininga nám. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Námið er skipulagt þannig að yfirleitt tekur þrjú ár að ljúka því samhliða vinnu. 

Raunhæf verkefni í staðarlotum

Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi. Í byggingariðnfræði gera nemendur meðal annars steypugreiningu á húsi og fara í vettvangsferð á verkfræðistofuna Eflu og gera steypustyrktaræfingar. 

Viðamikið lokaverkefni 

Náminu lýkur með 12 ECTS eininga lokaverkefni þar sem sýnt er fram á verkþekkingu og faglega hæfni. Verkefnin eru oftast unnin í samstarfi við fyrirtæki.

Viðbótarnám 

Að diplómanámi loknu geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er 210 ECTS eininga BSc-nám og er iðnfræðin (90 ECTS einingar) metin að fullu inn í það nám. Nemendur geta einnig, að loknu diplómanámi í byggingariðnfræði, bætt við sig 45 ECTS eininga námi í rekstrarfræði og hlotið starfsheitið rekstrarfræðingur

Í hópi framsækinna tækniháskóla

HR tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræðinni sem höfð er til hliðsjónar er verkfræðingum framtíðarinnar veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn. Samstarfsnetið heitir CDIO, sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Aðrir skólar í CDIO eru meðal annars: 

DTU - Danmarks Tekniske Universitet • Chalmers University of Technology • Aalborg University • MIT - Massachusetts Institute of Technology  • Delft University of Technology 

Að námi loknu

Lögverndað starfsheiti

Að loknu námi hlýtur nemandinn prófgráðuna diplóma í byggingariðnfræði og uppfyllir skilyrði til að hljóta lögverndað starfsheiti sem iðnfræðingur. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. 

Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf.  

Fjölbreytt starfssvið

Starfssvið byggingariðnfræðinga er fjölbreytt. Þeir starfa hjá verktakafyrirtækjum, á verkfræðistofum og við byggingaeftirlit eða sem stjórnendur á byggingastað. 

Þekking og færni

Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Viðbótarnám í byggingafræði

Að loknu námi í byggingariðnfræði geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er 210 eininga BSc-nám og er iðnfræðin (90 einingar) metin að fullu inn í það nám. 

Viðbótarnám í rekstrarfræði

Að loknu diplómanámi í byggingariðnfræði geta nemendur bætt við sig 45 eininga námi í rekstrargreinum og hlotið starfsheitið rekstrarfræðingur. Þar með auka nemendur færni sína í rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja.

Halda áfram í tæknifræði við HR

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Með þessu fæst góð samfella í námi við deildina ef nemendur kjósa að halda áfram í frekara háskólanám. Iðnfræðingar þurfa eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn fær hann að lágmarki 41 ECTS metnar inn í byggingartæknifræði

Lokapróf í Háskólagrunni

Þau sem lokið hafa iðnfræðinámi geta lokið lokaprófi í Háskólagrunni HR á einni önn (vorönn) og eiga þess þá kost að hefja nám í tæknifræði.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Nemandi lærir í Sólinni

Kennsla í fjarnámi

Nemendur í iðnfræði geta víða á landsbyggðinni fengið aðstöðu til náms og hópavinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í HR. Upplýsingar um slíka aðstöðu utan Reykjavíkur er að finna hjá sveitarfélögum. 

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. 

Kennarar

Reynsla og sérfræðiþekking 

Nemendur í iðnfræði njóta leiðsagnar öflugra kennara á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og fjölda stundakennara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Fastráðnir kennarar í iðnfræði

Jens Arnljótsson

BSc
Námsbrautarstjóri í iðnfræði

Aðal kennslugreinar eru á sviði varmafræði, varmaflutnings, rennslis-  og straumfræði sem tengjast m.a. hagnýtu hönnunarverkefni eða tilraunum á sviði varma og streymisfræði í námi vél- og orkutæknifræðinema. Einnig hefur Jens umsjón með iðnfræðinámi í HR og lokaverkefnum véliðnfræðinema.

Menntun: Ingeniør højskolen Helsingør Teknikum 1986, véltæknifræðingur BSc Mech. Eng, með orkufræði sem sérsvið. Fyrri störf: Verkfræðistofa Stefáns A. Stefánssonar, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og rennslikerfa, þó einkum vinna tengd sjávarútvegi og þá sérstaklega varmagreining og varmendurvinnsla á orku frá útblæstri fiskimjölsverksmiðja víðs vegar um landið, Stálvík hf. og Skipahönnun ehf., við hönnun, breytingar og fyrirkomulag vélbúnaðar í fiskiskipum.


Aldís Ingimarsdóttir

MSc

Kennir námskeið í jarðtækni og lagnahönnun í byggingariðnfræðinni. Einnig kennir hún jarðtækni, áfanga í vega- og gatnagerð, vatns og fráveitugerð og hefur haft umsjón með sérverkefnum og lokaverkefnum á því sviði í byggingartæknifræði við HR. Aldís hefur verið við HR síðan árið 2007, fyrst sem stundakennari og svo fastráðin frá  hausti 2015.

Aldís lauk MSc-prófi í byggingarverkfræði  frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU ) 1996. Eftir nám starfaði hún á verkfræðistofunni Fjölhönnun við gatna- og vegahönnun og ýmsa hönnun á sviði byggingarverkfræði. Hún var meðeigandi að Fjölhönnun 2000 til 2006 og tók þá þátt í stjórnun og rekstri fyrirtækisins. Aldís er umferðaröryggisrýnir sem er leyfi til að taka út vegamannvirki út frá umferðaröryggi, slíkt leyfi er gefið út af Samgöngustofu.  Einnig er hún varaformaður jarðtæknifélags Íslands (JTFÍ) en félagið er á mikilli sókn að auka þekkingu og áhuga á jarðtækni.
Einar Jón

Einar Jón Ásbjörnsson

PhD

Kennir einkum námskeið á sviði efnisfræði og orkutækni með megináherslu á jarðhita. Einar leggur mikla áherslu á að tengja saman hagnýt verkefni við sterkan fræðagrunn í kennslu. Einar hefur starfað við efnisfræðirannsóknir hjá Iðntæknistofnun Íslands, innleiðingu og suðuprófanir á hástyrksstáli hjá Volvo í Svíþjóð og var tæknistjóri gufuveitu hjá OR áður en hann kom til starfa hjá HR.

Einar lauk CSc- og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1996 og PhD frá háskólanum í Nottingham 2001, þar sem hann rannsakaði hegðun kornasmækkunarefnis í áli.

Eyþór Rafn Þórhallsson

MSc

Kennir námskeið um efnisfræði byggingarefna í iðnfræðinni og er leiðbeinandi með lokaverkefnum byggingaiðnfræðinga. Eyþór kennir jafnframt efnisfræði og hönnun steinsteyptra mannvirkja í byggingatæknifræðináminu og er leiðbeinandi með verkefnum í byggingafræði.

Eyþór hefur kennt fjölda námskeiða á sviði hönnunar og burðarþols þá bæði í byggingatæknifræði og  í meistaranámi byggingaverkfræði, jafnframt hefur hann verið leiðbeinandi við fjölda lokaverkefna  á öllum brautum byggingasviðs, þ.e.a.s. iðnfræði, byggingafræði, tæknifræði og meistaranáms í verkfræði. Eyþór hefur mikla reynslu af burðarþolshönnun og framkvæmdum á mannvirkjum þá meðal annars á sviði íbúðarbygginga, verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, iðnaðarhúsnæðis og hönnun á vatnsaflsvirkjunum. Undanfarin ár hefur Eyþór staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á notkun basalttrefjabendingar í mannvirkjum og birt fjölda vísindagreina, sjá nánar á sel.ru.is.

Eyþór lauk prófi í byggingatæknifræði frá TÍ 1984, próf í iðnrekstrarfræði við TÍ 1985 og MSc-prófi í byggingaverkfræði frá Heriot Watt, Skotlandi 1988 með áherslu á burðarvirki. 

Indriði Sævar

Indriði Sævar Ríkharðsson

MSc

Kennir námskeið á sviði vélahönnunar og tölvustuddrar hönnunar, s.s. vélhlutafræði, FEM greiningu og þrívíddarhönnun. Einnig námskeið á sviði stýringa s.s. reglunarfræði, stýritækni (loft og vökvastýringar), PLC stýringar og forritun iðnaðarþjarka. Indriði leggur mikla áherslu á hagnýt og krefjandi verkefni í kennslu í anda CDIO. Hann hefur einnig verið leiðbeinandi í meistaraverkefnum í vélaverkfræði og byggingaverkfræði og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á sviði ómannaðra farartækja og jarðskjálftahönnunar.

Indriði er einnig umsjónarmaður lokaverkefna í vél- og orkutæknifræði og leiðbeinandi í mörgum þeirra. Indriði lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ 1987 og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1990 með áherslu á annars vegar sjálfvirk stýrikerfi og hinsvegar ólínulega tímaháða FEM greiningu.

Stundakennarar í iðnfræði

  • Ásgeir Mattíasson, verkfræðingur hjá RÖST tækniþjónustu
  • Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur
  • Bolli Héðinsson, hagfræðingur, sjálfstætt starfandi
  • Davíð Freyr Jónsson, rafmagnstæknifræðingur hjá Össuri
  • Guðni Jónsson, verkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu
  • Hannes Frímann Sigurðsson, byggingartæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins
  • Heiðar Jónsson, tæknifræðingur hjá Mannvit
  • Hektor Már Jóhannsson, verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf
  • Helgi Guðjón Bragason, byggingafræðingur hjá Ístak
  • Helgi Hauksson, verkfræðingur hjá Félagsbústöðum
  • Jóhann Albert Harðarson, verkfræðingur hjá Ferli verkfræðistofu
  • Jón Bjarnason, verkfræðingur hjá Extreme Iceland
  • Jón Brandsson, tæknifræðingur hjá Elkem
  • Jón Gautason, vél- og orkutæknifræðingur hjá Set ehf
  • Karl G. Friðriksson, hagfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Kristinn Alexandersson, tæknifræðingur hjá VSÓ ráðgjöf
  • Ólafur Hermannsson, tæknifræðingur hjá VSÓ ráðgjöf
  • Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður hjá Verkhönnun
  • Rúnar Gísli Valdimarsson, verkfræðingur hjá Mannvit
  • Sigurjón Valdimarsson, viðskiptafræðingur, sjálfstætt starfandi
  • Svanbjörn Einarsson, tæknifræðingur hjá Verkís
  • Þormóður Sveinsson, arkitekt og skipulagsfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ
  • Þóra Karen Ágústsdóttir, tækniteiknari hjá Eflu

Skipulag náms

Námstími

Námið er 90 ECTS einingar. Hægt er að ljúka því á þremur árum (6 annir) samhliða vinnu. 

Fjarnám með staðarlotum 

Kennt í fjarnámi með staðarlotum. Tvær verkefnalotur eru á önn þar sem nemendur koma saman í HR eina helgi í hvert skipti. Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi.

Staðarlotur

Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni. 

Skipulag náms

Nám með vinnu

12-18 ECTS á önn

1. önn - haust   18 ECTS 2. önn - vor   18 ECTS

AI BUÞ 1003  Burðarþolsfræði

Einingar  6 ECTS

Ár: 1. ár
Önn: Haustönn
Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið
Undanfarar: Engir
Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari: Aldís Ingimarsdóttir
Kennari: Jóhann Albert Harðarson

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:

  • Fái fræðilega undirstöðuþekkingu um krafta og stöðufræði.
  • Geti þáttað krafta og fundið lokakrafta.
  • Átti sig á undirstöðum bita og kraftajafnvægi.
  • Geti reiknað sniðkrafta (vægi-, sker- og normalkrafta) út frá ytri kröftum.
  • Geti reiknað stangarkrafta.
  • Geti reiknað þyngdarpunkta þversniða.
  • Hljóti nauðsynlegan undirbúning undir nám í þolhönnun burðarvirkja og vélhluta.

Burðarrammar: Ákvörðun sniðkrafta í stöðufræðilega ákveðnum einföldum römmum og liðavirkjum.

Burðarbitar: undirstöðugerðir, álagsdreifing og reiknilíkön. Ákvörðun undirstöðukrafta. Ytri og innri kraftar. Sniðkraftar og sniðkraftsferlar. Samhengi milli skerkrafts- og beygjuvægisferla. Grindarvirki: Stangir, stög og grindur. Ákvörðun stangakrafta í grindum með snið- og hnútpunktsaðferð.

Lýsing: Í þessu námskeiði er farið í gegnum: Kraft, kraftvægi og kraftajafnvægi í plani. Kraftakerfi og einföldun þeirra (reikni- og teiknilausnir). Flatarmiðjur þversniða (þyngdarpunktar).

Lesefni: Preben Madesen: Statik og styrkelære. Erhvervsskolernes forlag, 3.útg. 2016

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: Nemendur skila dæmum 7 sinnum á önninni og þreyta próf í lok annar. 4 klst. skriflegt gagnapróf gildir 80%, bestu 6 af 7 dæmasettum gilda 20%.

Tungumál: Íslenska.

BI HON 1003 Tölvustudd hönnun í Revit og Autocad

Einingar:   6 ECTS 
Ár:             
1. ár
Önn:          Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:    Engir
Skipulag:         Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir og Jens Arnljótsson
Kennari:        Helgi Guðjón Bjarnason

Lærdómsviðmið:

Lærdómsviðmið Revit:  Stefnt er að því að nemendur:

 

  • Læri hlutbundna hönnun með notkun Autodesk Revit hönnunarforritinu. 
  • Kunni helstu skipanir í Autodesk Revit og geti nýtt það til að hanna flestar hefðbundnar tegundir mannvirkja. 
  • Öðlist grunnþekkingu á BIM aðferðafræðinni. 
  • Geti tekið út og nýtt upplýsingar úr módelum s.s. teikningar og magntölur og stærðir. 
  • Hafi grunnfærni í gerð fjölskylda og geti nýtt þær í hönnun.
  • Geti komið upplýsingum til annarra s.s meðhönnuða og verktaka.

 

Lærdómsviðmið Autocad:  Stefnt er að því að nemendur:

 

  • Kunni helstu skipanir.Geti teiknað einfaldar teikningar.
  • Geti sett teikningar á blað. 
  • Hafi kunnáttu til að undirbúa grunna til notkunar í Revit.

 

 

Lýsing:

Í þessu námskeiði er farið yfir notkun Revit Architecture til að gefa nemendum innsýn í hlutbundna hönnun.  Til að nemendur hafi þekkingu á notkun AutoCad verður farið yfir grunnatriði þess.

 

Lesefni:  Námsgögn frá kennara.

Kennsluaðferðir:

Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. 

 

Námsmat:

 Lögð verða fyrir átta verkefni.  Sjö verkefni gilda 5% hvert og lokaverkefnið gildir 65% af lokaeinkunn.

  

Tungumál: Íslenska.

AI REH 1103  Reikningshald 

Einingar:                     6 ECTS
Ár:                               1. ár
Önn:                            Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Jens Arnljótsson.
Kennari:                      Sigurjón Valdimarsson. 

Lærdómsviðmið:
Þekking:  Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að búa yfir þekkingu á:

  • helstu grunnatriðum í lögum um bókhald og ársreikninga.
  • helstu gjalda-, tekju-, eigna- og skuldareikningum í bókhaldi og ársreikningi.
  • helstu bókhaldsfærslum í fjárhagsbókhaldi og sundurliðun viðskiptamanna.
  • helstu reglum  um bókhald og skil á virðisaukaskatti.
  • vöxtum og verðtryggingu í lánaviðskiptum og færslu þeirra í bókhaldi.
  • helstu reglum um fyrningu eigna.
  • bókun skammtíma og langtíma eigna í hluta- og skuldabréfa.
  • helstu færslum í launabókhaldi.
  • tölvufærðu bókhaldi, þ.e. fjárhagsbókhaldi, sölukerfi og launakerfi.
  • uppgjöri rekstrar- og efnahagsreiknings og sjóðstreymi.
  • sjóðstreymi og helstu kennitölur ársreikninga.

Leikni: Nemandi á að geta

  • fært helstu viðskiptafærslur í fjárhagsbókhaldi.
  • reiknað virðisaukaskatts. reglur um bókun og skil á virðisaukaskatti.
  • reiknað vexti og verðtryggingu lána og bókað í fjárhagsbókhaldi.
  • reiknað og bókað fyrningu eða afskrift fasteigna, véla og tækja skv. reglum ríkisskattstjóra.
  • reiknað hækkun eða lækkun á verðmæti hlutabréfa og bókað endurmat í ársreikning.
  • reiknað og bókað helstu færslur í launabókhaldi, m.a. lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjald, staðgreiðslu skatta, mótframlag í lífeyrissjóð og tryggingagjald.
  • gert upp bókhaldið og stillt upp ársreikningi, þ.e. rekstrar- og efnahagsreikningi og sett upp sjóðstreymi í handfærðu bókhaldi.
  • bókað færslur fjárhagsbókhalds, launabókhald og sölukerfi í viðurkenndu tölvubókhaldskerfi.
  • tekið út uppgjör helstu atriða bókhaldsins í viðurkenndu tölvubókhaldskerfi gert upp virðisaukaskatt, sýnt sundurliðun viðskiptamanna og uppgjör rekstrar- og efnhagsreiknings.
  • reiknað helstu kennitölur ársreikninga.

Hæfni: Nemandi á að geta

  • staðið fjárhagslega fyrir rekstri smærri fyrirtækja. 
  • handfært eða notað viðurkennd tölvubókhaldskerfi til að færa bókhald fyrir smærri fyrirtæki og sett upp ársreikning.
  • metið ársreikninga fyrirtækja og túlkað þær upplýsingar sem þar koma fram.

Lýsing: Grunnþættir bókfærslu. Gjöld, tekjur, skuldir, og eignir. Samband höfuðbókar, dagbókar og efnahagsbókar. Undirbækur. Undirstöðuatriði tölvubókhalds. Virðisaukaskattsfærslur. Reikningsjöfnuður. Millifærslur. Uppgjör. Fjárhagsbókhald: Góð reikningsskilavenja. Bókhaldslög og bókhaldsgögn, tekju- og gjaldaskráning, reglur um bókun og skil á virðisaukaskatti. Launabókhald: launa útreikningur, lífeyrissjóður, félagsgjöld o.fl. Skilagreinar lífeyrissjóðs, opinberra gjalda, staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds. Skattskil, fyrningar, rekstur bifreiða.

Lesefni: Sigurjón Valdimarsson, Bókfærsla og reikningshald, útg. 2016 (ekki er hægt að nota eldri útgáfur).

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: 4 klst. skriflegt lokapróf gildir 52% og ná þarf einkunn 5,0.  Skilaverkefni (5) gilda 24% og ná þarf meðaleinkunn 5,0.  Netbókhaldsverkefni gilda 24%, þarf að vinna til fullnustu þ.e. nemandi þarf að leiðrétta villur þar til rétt niðurstaða fæst.  Skilaskylda er á öllum verkefnum.

Tungumál: Íslenska.

BI BUÞ 2013 Burðarþol byggingarvirkja

Einingar:                     6 ECTS
Ár:                               1. ár
Önn:                            Vorönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Burðarþolsfræði (AI BUÞ 1003)
Skipulag:.                    Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennari:                      Jóhann Albert Harðarson

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:

  • Geti reiknað tregðu- og mótstöðuvægi þversniða.
  • Fái fræðilega undirstöðuþekkingu í þolfræði.
  • Fái kynningu á álagi og öryggi burðarvirkja.
  • Geti leyst algeng og hefðbundin burðarþolsverkefni.
  • Geti hannað einfalda byggingarhluta úr stáli, timbri og steypu.
  • Geti greint vandamál á sviði burðarvirkja.
  • Geti metið þörf fyrir aðstoð og leitað sérfræðiaðstoðar. 
  • Kynnist hönnun á stáli, timbri og steypu.
  • Geti hannað einfaldar suðu- og boltatengingar í stálvirkjum.

Lýsing: Þversniðsstærðir (flatarvægi, tregðuvægi og mótstöðuvægi). Normalspenna, skerspenna, beygjuspenna. Spennudreifing, formbreytingar, tognun og niðurbeygja. Öryggisflokkar, kennigildi álags og reikningslegt álag. Hlutstuðlar og álagstilfelli. Álagsferli í burðarvirkjum, stöðugt álag, breytilegt álag, notálag, snjóálag, vindálag. Sniðkraftar í einföldum römmum. Stálvirki og timburvirki. Reikningslegt þol, styrkleikaflokkar í stáli og timbri. Togstangir, stoðir með áslægum krafti, þversnið í beygjuáraun. Leyfileg svignun í bitum. Lengdarbreytingar í togstöngum. Tengingar með suðu og boltum. Steinsteypa: Skilgreiningar á helstu kennistærðum. Reiknilíkan í beygðu þversniði á brotstigi. Vægiþol. Hönnunarreglur. Framsetning á járnateikningum.

Lesefni: Preben Madsen: Statik og styrkelære, Erhvervsskolernes forlag, 3. útgáfa 2016. 

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: 4 klst. skriflegt gagnapróf gildir 80% og skiladæmi 20%.

Tungumál: Íslenska.

BI BFR 1013 Byggingarfræði -Byggingartækni

Einingar:                      6 ECTS
Ár:                                1. ár
Önn:                             Vorönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                 BI HON 1003 Tölvustudd hönnun í Revit og Autocad
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur

Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennari:                      Þormóður Sveinsson 

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:  

  • Þjálfist í samsetningu byggingahluta út frá megin burðarkerfi mannvirkis.
  • Öðlist grunnþekkingu á mismunandi byggingarefnum við gerð deiliteikninga.
  • Teikni einfalda byggingarhluti (deili/sérteikningar).
  • Hljóti með því grunnþjálfun í gerð sérteikninga.
  • Fái skilning á þörf fyrir sérfræðiaðstoð við úrlausn á byggingarfræðilegum vandamálum.
  • Kynnist byggingafræðilegum  lausnum í manngerðu umhverfi nútímans, sem og í ljósi sögunar.
  • Fái innsýn í það  laga- og reglugerðarumhverfi er snýr að sérteikningum.
  • Þekki það samskiptaferli sem eiga þarf við opinbera aðila vegna verklegra framkvæmda.
  • Geti unnið sjálfstætt  út frá frumgögnum ( t.d. aðaluppdráttum).
  • Geti sjálfstætt unnið að byggingarfræðilegum úrlausnum.
  • Geti lagt fram valkosti á tæknilegum frágangi.   

Lýsing:  Markmið þessa áfanga er að nemandi kynnist og geti útfært byggingartæknilegar  frágangslausnir við mannvirkjagerð. Á grundvelli eðlis- og efnafræði mannvirkis skal nemandi geta leyst verkefni sem lúta að fjölmörgum frágangsatriðum þess. Nemandi skal á grundvelli  frumgagna geta  nálgast lausnir á byggingartæknilegum atriðum er varða eðlisfæði og ekki síður fagurfræði mannvirkis. Farið verður yfir byggingartæknilegar lausnir í sögulegu samhengi og á grundvelli nútíma tækni. Kynnt verða klassísk form í  arkitektúr og kröfur þeirra til tæknilegs frágangs.

Lesefni: Gögn sem kennari gerir aðgengileg á kennsluvef.  Birtur verður bókalisti yfir æskilegar handbækur.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Vikulegir viðtalstímar.

Námsmat: Nemandi skilar alls fimm verkefnum. Öll verkefni sem lögð eru fyrir koma til mats. Til að standast námskeiðið þarf að ná lágmarkseinkunn 5,0 skv. meðaltali allra námsþátta og  hafa skilað öllum verkefnum (100% verkefnaskil). Hvert verkefni hefur 20% vægi.

Tungumál: Íslenska.

AI STJ 1002  Stjórnun, rekstur og öryggi

Einingar:                     4 ECTS
Ár:                               1. ár
Önn:                            Vorönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Jens Arnljótsson
Kennari:                      Karl Guðmundur Friðriksson 

Lærdómsviðmið: Lærdómsviðmið: Við lok námskeiðs mun nemandinn hafa grunnþekkingu á hagnýtri stjórnun og rekstri fyrirtækja. Sé meðvitaður um samfélagslegar kröfur til stjórnenda og umhverfi þeirra út frá ólíkum viðhorfum og gildismati. Skilji mikilvægi mannlegra samskipta á vinnustað og þekki vel til öryggismála og mikilvægis heilbrigðs vinnuumhverfis.

Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:

· Mikilvægi nýsköpunar og umbóta í rekstri.

· Hugtökum og aðferðum gæðastjórnunar.

· Helstu kennitölum í rekstri og hafi skilning á mikilvægi þeirra.

· Mikilvægi öryggismála og vinnuumhverfis.

Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:

· Stjórnun, rekstri og öryggismálum til að geta staðið fyrir rekstri smærri atvinnufyrirtækja.

· Að nýta fjárhagslegar upplýsingar til umbóta í rekstri.

· Að gera framkvæmdaráætlanir fyrir smærri verkefni.

Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:

· Í að stjórna starfsmönnum á vettvangi og teymum.

· Í að meta öryggi í vinnuumhverfi og geta mótað umbætur á sviði öryggismála.

· Í að geta hugað að breyttum viðskiptalíkönum til umbóta í rekstri.

Lýsing: Stjórnun sem fræðigrein, undirstaða stjórnunarlegs skilnings. Rekstrarumhverfi, fyrirtækjabragur og viðskiptasiðferði. Farið er í forystuhlutverk stjórnandans, stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð, hagnýt atriði varðandi stjórnun teyma, stjórnun vinnufunda, ritun fundargerða og verkstjórn. Öryggismálum á vinnustöðum er gerð góð skil.

Lesefni: Karl Friðriksson, Richard Keegan og Eddie O´Kelly, Fyrirmyndarstjórnun. Hagnýt viðmið og samkeppnisforskot, NMI 2014.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: 3 klst. skriflegt próf.

Tungumál: íslenska.

AI KFR 1002 Kennslufræði

Einingar: 4 ECTS
Ár: 1. ár
Önn: Vorönn
Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið
Undanfarar: Engir
Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari: Jens Arnljótsson
Kennari:  Guðmundur Hreinsson

Lærdómsviðmið: Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni.

Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:

· ákvæðum laga og reglugerða er varða iðnmenntun á Íslandi.

· algengum aðferðum við fræðslu og þjálfun ólíkra einstaklinga.

· helstu kenningum um nám, kennslu og félagsleg samskipti.

· helstu aðferðum við mat á árangri þjálfunar og frammistöðu í starfi.

· námskröfum og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni samkvæmt aðalnámskrá.

· ákvæðum iðnnámssamninga um réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema.

· kennslu, leiðsögn og námskröfum á fagsviði sínu.

· helstu sí- og endurmenntunarstofnunum á Íslandi.

Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:

· setja fram einföld markmið fyrir tiltekinn þjálfunarþátt í iðngrein sinni.

· velja viðeigandi aðferðir við þjálfun og mat á frammistöðu.

· skipuleggja afmarkað þjálfunarferli.

· greina færnikröfur starfa og einstakra verkþátta í iðngrein sinni.

· skipuleggja þjálfun í einstökum þáttum, velja viðeigandi aðferðir við leiðsögn og mat og beita þeim aðferðum.

· skrá frammistöðu iðnnema á skipulegan hátt.

· meta þekkingarþörf fyrirtækis og þekkingu starfsmanna.

Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:

· hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér um kennslu og leiðsögn iðnnema og nýrra starfsmanna á vinnustað.

· meta námsþarfir iðnnema með hliðsjón af aðalnámskrá og að gera heildstæða þjálfunaráætlun.

· leiðbeina og meta frammistöðu og framfarir iðnnema og nýrra starfsmanna með ólíkum aðferðum.

· útskýra og rökstyðja þjálfunaráætlanir og val aðferða við kennslu, leiðsögn og mat.

· meta einstaklingsmun iðnnema og annarra samstarfsmanna og koma fram við þá af virðingu og nærgætni.

· nota hvatningu, endurgjöf og hrós í leiðsögn og kennslu.

· ígrunda og meta eigið framlag við skipulagningu, framkvæmd og mat á þjálfun annarra og endurskoða áætlanir og aðferðir ef þörf er á.

· gera endurmenntunaráætlun sem byggir á þekkingargreiningu fyrirtækis og starfsmanna.

Lýsing: Nemandi þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins. Þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema á náms- og starfsþjálfunarsamningi. Viti hvernig meistari geti búið iðnnema æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemans og námskröfur iðngreinarinnar. Þekki helstu aðferðir kennslufræði og námsmats og geti skipulagt endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækis.

Lesefni: Fengið frá kennara.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: 3 klst. Verkefnisbundið

Tungumál: íslenska.

3. önn - haust   14 ECTS  4. önn - vor   12 ECTS

BI HVL 1003  Hitunarfræði og lagnir

Einingar:                     6 ECTS
Ár:                               2. ár
Önn:                            Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennarar:                      Aldís Ingimarsdóttir og Heiðar Jónsson

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemandi:

  • Þekki grunnatriði í varmafræði byggingarhluta.
  • Þekki uppbyggingu og eiginleika einangrunar íbúðarhúsa og kröfur byggingarreglugerðar.
  • Þekki forsendur lagnahönnunar fyrir íbúðarhús.
  • Þekki algenga orkugjafa til húshitunar, eins og hitaveitu, rafhitun og varmadælur.
  • Þekki helstu gerðir lagnakerfa fyrir íbúðarhús.
  • Geti reiknað út varmaþörf bygginga.
  • Geti skyndimetið pípustærðir hita- og neysluvatnskerfa.
  • Þekki gerðir og val á ofnlokum og ofnum.
  • Geti notað einfaldan hugbúnað til að meta afköst lagnakerfa.
  • Þekki helstu gerðir lagnaefna.
  • Þekki uppbyggingu og frágang lagnateikninga.
  • Geti útbúið frumdrög að lagnakerfi fyrir íbúðarhús.

Lýsing: Námskeiðið er í hitunarfræði og lögnum með áherslu á tækni sem tengist íbúðarhúsum. Markmið námskeiðs er að gera nemendum kleift að þekkja algeng lagnakerfi bygginga, hlutverk þeirra og grundvallar eiginleika. Nemendur fá innsýn í hönnun á hita, neysluvatns og frárennslislögnum ásamt grunnþáttum í eðlisfræði hita.  Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemandi geti þekkt og skilið uppbyggingu lagnakerfa íbúðarhúss og viti af grundvallarkröfum byggingarreglugerðar. Gerðir og frágangur lagnateikninga verður kynntur. Nemendur gera heildstæða skýrslu um ofna- og gólfhitakerfi íbúðarhúss.  Efnistök námskeiðs:  Hitunarfræði 70%:  Fjallað verður um hitaeinangrun húsa og varma- og orkuþörf. Mismunandi gerðum hitakerfa verða gerð skil og helstu eiginleikum þeirra eins og ofnakerfum, og gólfhitakerfum.  Lagnir 30%: Fjallað verður um uppbyggingu neysluvatns-, frárennslis-, snjóbræðslulagnakerfa fyrir íbúðarhús. Lestur lagnateikninga og reglur og staðlar um lagnir skoðaðar.

Lesefni:   Sigurður Grétar Guðmundsson, Hita- og neysluvatnskerfi, Iðnú. Sveinn Áki Sverrisson, Teikningar og verklýsingar, Iðnú. Sveinn Áki Sverrisson, Fráveitukerfi og hreinlætistæki, Iðnú. Ljósrit frá kennara (6. Kafli úr Varmaeinangrun húsa rit 30). Handbækur um lagnir á vef Lagnafélag Íslands www.lafi.is 

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: Námsmat skiptist í 60% heimaverkefni sem er dreift yfir önnina og 40 % skriflegt 2 tíma próf í lok annar.

Tungumál: Íslenska

BI EFN 1013  Steinsteypa - efnisfræði og viðhald

Einingar:                     6 ECTS

Ár:                               2. ár
Önn:                            Haustönn
Stig námskeiðs:         Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:   Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennarar:                    Guðni Jónsson og Helgi Hauksson. 

Lærdómsviðmið: Stefnt er að:

Þekking. Nemandi hafi grunnþekkingu á:

 

  • eiginleikum ferskrar steinsteypu.
  • eiginleikum harðnaðrar steinsteypu.
  • öllum helstu hlutefnum steinsteypu.

 

Leikni.  Nemandinn geti skrifað skýrslur um eiginleika steinsteypu og viðgerðir og viðhald steinsteyptra mannvirkja.

Hæfni.  Nemandinn:

  • geti leyst algeng verkefni og vandamál sem upp kunna að koma varðandi steinsteypu.
  • hafi hæfni til að inna af hendi verkefni við efirlit með uppsteypu mannvirkja.
  • hafi hæfni til að inna af hendi verkefni við umsjón og viðhald steyptra mannvirkja.
  • geti metið þörf fyrir aðstoð og leitað sérfræðiaðstoðar 

 

Lýsing: Steinsteypa sem eitt aðalbyggingarefnið hér á landi. Í þessu námskeiði er farið yfir eftirtalin atriði; Hráefni og framleiðsla. Eðliseiginleikar ferskrar og harðnaðrar steinsteypu. Steypuvinna og eftirlit með steypuvinnu. Viðgerðir og endurnýjun steinsteyptra bygginga. Almennt viðhald, viðhaldsáætlanir. Skipulögð leit skemmda. Gátlistar, mat og matsskýrslur. Helstu prófanir á steypu. Nemendur gera verklegar æfingar á rannsóknarstofu EFLU.

Full þátttaka í verklegum æfingum og skil á skýrslum veitir rétt til próftöku. Nemendur skila verkefni um viðhald og viðgerðir bygginga. Þeir nemendur munu greina og meta steypuskemmdir í mannvirki, skila skýrslu þar sem fram koma niðurstöður þeirra athugana og gera tillögur að viðgerðum.

Lesefni: Neville og Brooks, Concrete Technology.  Helgi Hauksson, Steinsteypa – viðhald og viðgerðir – Rb rit nr. 83.  Samantekt kennara.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 65%, verklegar æfingar (steypa og fylliefni) 10%, verkefni um viðhald og viðgerðir 10%, verkefni á verkefnavef gilda 15% (spurningar úr köflum Concrete Technology). Lágmarkseinkunn á lokaprófi er 5. 

Tungumál:  Íslenska

 

BI BIM 1001 Upplýsingalíkön í mannvirkjagerð

Einingar: 2 ECTS
Ár: 2.ár.
Önn: Vorönn 2022, en mun flytjast yfir á haust frá og með haustönn 2022, (2. ár).
Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið.
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið.
Undanfarar: BI HON 1003 Tölvustudd hönnun í Revit og Autocad er nauðsynlegur undanfari. Einnig er æskilegt að hafa lokið BI BFR 1013 Byggingafræði og byggingartækni.
Skipulag: Kennt í fjarnámi í 7,5 vikur seinni hluta annar, ein staðarlota.
Umsjónarkennari: Aldís Ingimarsdóttir.
Kennari: Ingibjörg Birna Kjartansdóttir.
Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:

Þekking:

  • Þekki til BIM aðferðafræðarinnar og hvernig hún nýtist í mannvirkjagerð
  • Þekki til BIM skoðara (e. BIM viewers)
  • Þekki hugtakið 4D verkáætlun (e. 4D Scheculing)
  • Þekki hugtakið BIM studd árekstrargreining (e. 3D Coordination) og BIM studd magntaka (e. BIM Quantity Take-off)
  • Kunni skil á IFC og BCF skráarsniði

Leikni:

  • Kunni að opna BIM líkön í skoðurum (e. Viewers) t.d. Navisworks og Solibri Model Viewer
  • Kunni að bæta við líkönum og skoða þau sama í skoðurum (e. Viewers)
  • Kunni að ná í hluti, t.d. krana, á netinu og setja inn í líkönin


Hæfni:

  • Geti rýnt BIM líkön m.t.t. gæða líkansins
  • Geti framkvæmt árekstrargreiningu og BIM studda magntöku
  • Geti notað BIM studdan hugbúnað sem samskiptaform
  • Geti útbúið einfalda 4D hermun og verkáætlun af framkvæmd / verkþætti


Lýsing: Í BIM (Building Information Modelling) felst að mannvirki eru líkön á stafrænu formi. Með slíkum upplýsingalíkönum má auka gæði hönnunar, auka nákvæmni upplýsinga um mannvirkið og ná fram lægri byggingar- og rekstrarkostnaði. Þetta námskeið kynnir og kennir BIM aðferðafræði og BIM aðgerðir: Árekstrargreiningar, BIM-studdar magntökur, 4D verkáætlanir. BIM skoðarar (e. Viewers).


Lesefni: Leiðbeiningar frá kennara, aðgengilegar á vefnum.

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verkleg kennsla.

Námsmat: Skriflegt próf 30%; Skilaverkefni 70%. Nemandi þarf að ná að lágmarkseinkunn 5,0 í skriflegu prófi.

Tungumál: Íslenska.

BI EBE 1003  Efnisfræði byggingarefna

Einingar:           6 ECTS
Ár:                     2. ár
Önn:                  Vorönn
Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið
Undanfarar:       Engir
Skipulag:           Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari: Aldís Ingimarsdóttir
Kennari:            Eyþór Rafn Þórhallsson. 

Lærdómsviðmið:  Að loknu námskeiðinu er ætlast til að nemendur:

  • Geti skilið grundvallaratriði efnisfræðinnar.
  • Þekki fjaðureiginleika í stáli, áli timbri og trefjaefnum.
  • Þekki framleiðsluferil og val byggingarefna.
  • Geti gert prófanir á byggingarefnum til að sannreyna efniseiginleika.
  • Geti framkvæmt málmsuðu og hafi þekkingu á eiginleikum hennar.

Lýsing: Farið verður í efniseiginleika eftirfarandi efna.  Málmar: Stál, járnsteypa, ál og ryðfrítt stál, uppbygging, framleiðsla og eiginleikar. Timbur: Uppbygging timburs, eiginleikar þess sem byggingaefnis, timburafurðir. Trefjaefni: helstu gerðir trefja, styrkur og stífleiki, notkunarmöguleikar.  Nemendur gera verklegar æfingar. Full þátttaka í verklegum æfingum og skil á skýrslum veitir rétt til próftöku.

Lesefni: Mamlouk og Zaniewski, Materials for Civil and Construction Engineers, International 3rd edition, 2011.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat:  3 klst. skriflegt (gagnalaust) próf gildir 60%.  Verkefni gilda 30% af lokaeinkunn. Verklegar æfingar gilda 10%.  Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn 5,0 í prófi. Full þáttaka í verklegum æfingum og skil á skýrslum og verkefnum veitir rétt til próftöku.

Tungumál: Íslenska.

AI FRK 1003  Framkvæmdafræði og verkstjórn 

Einingar:                      6 ECTS 
Ár:                               2. ár
Önn:                            Vorönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennarar:                      Kristinn Alexandersson,  Ólafur Hermannsson, Guðbjartur Magnússon 

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemandinn kunni skil á:

  • Útboðsgögnum og mun á mismunandi útboðsformum
  • Gerð tilboða í verkframkvæmdir.
  • Gerð verkáætlana
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Notkun vísitalna
  • Magntöku og afkastaútreikningum
    • Tímalega
    • Kostnaðarlega
    • Gæðalega
  • Eftirlitsferli með minni framkvæmdum
  • Stjórnun minni framkvæmda

Lýsing:  Eðli útboðsgagna og gerð tilboða í verklegar framkvæmdir. Útboðslýsing, verklýsing, tilboðsskrá, framkvæmdatrygging og verksamningar. Mismunandi útboðsform. Gerð verkáætlana fyrir verklegar framkvæmdir, MS Project forritið. Magntölur og magntaka. Afkastageta og verktími. Afköst, mannafla- og tækjaþörf. Afkastahvetjandi launakerfi. Skipulagning á vinnustað. Kostnaðarreikningur, gerð kostnaðaráætlana. Vísitölu- og verðbótaútreikningar. Eftirlit með byggingarframkvæmdum.

Lesefni: Eðvald Möller, Verkefnastjórnun og verkfærið Project, 2014.  ÍST30:2012 - Almennir útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir, Staðlaráð Íslands, 2012. Annað skv. ábendingum kennara.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Leiðsögn gegnum tölvupóst og síma.

Námsmat: 3 klst. skriflegt lokapróf gildir 40% og verkefni 60%.

Tungumál: Íslenska.

 

 

 

 

5. önn - haust    16 ECTS   6. önn - vor    12 ECTS

BI LAM1002    Landmælingar

Einingar:                     4 ECTS
Ár:                               3. ár
Önn:                            Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám – grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennari:                      Rúnar Gísli Valdimarsson. 

Lærdómsviðmið:

Þekking.  Nemandinn:

  • þekki helstu tæki sem notuð eru til landmælinga.
  • þekki helstu hnitakerfi og hæðarkerfi sem notuð eru á Íslandi.
  • þekki helstu skekkjuvalda í mælingum.

Leikni.  Nemandinn:

  • geti reiknað út úr hæðarmælingu.
  • geti reiknað út hnit punkta úr mælingum.
  • geti reiknað út lengdir og stefnur á milli punkta.

Hæfni.  Nemandinn:

  • geti túlkað niðurstöður mælinga.
  • geti framkvæmt hæðarmælingar með hallamálstæki og laser.
  • geti sannprófað og leiðrétt hallamálstæki ef á þarf að halda.
  • geti greint vandamál á sviði landmælinga og kortlagningar, metið þörf fyrir aðstoð og leitað sérfræðiaðstoðar.

Lýsing: Mælingar: Hæðir og hnit. Hæðarmæling (nivellering) æfð, prófun tækja, leiðrétting, skráning gagna og hæðarkótareikningur. Halli. Útreikningur lengda og stefnuhorn. Þríhyrningareikningur. Kynning á ýmsum mælitækjum og mæliaðferðum.  Verklegar æfingar í mælitækni.

Lesefni: Magne Brandshaug, Landmåling VK1. 1. útgáfa. 

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat:  Skriflegt lokapróf (2 klst)  50%; Heimadæmi 30%; Hópverkefni og þátttaka í seinni staðarlotu  20%.  Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki 5,0 á skriflega lokaprófinu.

Tungumál: Íslenska.

BI GÆÐ1001 Gæðastjórnun í mannvirkjagerð 

Einingar:                     2 ECTS
Ár:                               3. ár
Önn:                            Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám – grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Aldís Ingimarsdóttir
Kennari:                      Ferdinand Hansen 

Lærdómsviðmið: 

Þekking

  • á kröfum til hönnuða, hönnunarstjóra, iðnmeistara, og byggingarstjóra samkvæmt byggingarreglugerð.
  • á helstu hugtökum gæðastjórnunar við mannvirkjagerð og skilning á notagildi gæðastjórnunar við mannvirkjagerð.
  • á aðferðum til rýni krafna í hönnunargögnum, lögum og reglum.

Leikni

  • í uppsetningu gæðahandbókar og skráarvistunar.
  • í rýni gagna og uppsetningu gæðastýringaráætlunar.

Hæfni

  • til uppsetningar og notkunar  gæðastjórnunarkerfa iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnuða samkvæmt Lögum um mannvirki
  • til að beita aðferðafræði gæðastjórnunar við framleiðslu- og verkefnastjórnun við mannvirkjagerð. 

Lýsing: Í upphafi námskeiðsins er fjallað um:

  • hugtök og markmið gæðastjórnunar út frá mannvirkjagerð með áherslu á kröfur í Lögum um mannvirki.
  • hlutverk, ábyrgð og skyldur iðnmeistara, byggingarstjóra og eiganda mannvirkis.
  • tilgang og mikilvægi  CE merkinga á byggingarvörum.
  • mikilvægi skjala- og skráarvistunar ásamt þörf fyrir tryggingu á rekjanleika.
  • kröfur opinberra verkkaupa um gæðatryggingu

Nemendur vinna verkefni um rýni hönnunargagna, leita uppi kröfur og setja upp eigið innra eftirlit til að fylgja kröfunum eftir. Lögð er áhersla á gerð og notkun áætlana til að mæla árangur sem hluta af eigin innra eftirliti.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að eiga drög að gæðastjórnunarkerfi sem fullnægir kröfum í Lögum um mannvirki.

Lesefni:  Efni sem kennari vísar á.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Tvisvar sinnum fjögurra klukkustunda staðarlota í upphafi. Viðtalstímar. 

Námsmat: Mat á verkefnavinnu gildir 100%.

Tungumál: Íslenska

AI LOG 1003  Lögfræði

Einingar:                     6 ECTS
Ár:                               3. ár
Önn:                            Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám -grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                Engir
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari:      Jens Arnljótsson
Kennari:                      Bjarki Þór Sveinsson og Áslaug Benediktsdóttir. 

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur öðlist:

Þekkingu á: 

  • undirstöðum íslensks stjórnkerfis og fái innsýn í lög og reglur sem viðskiptalífið grundvallast á.
  • réttindi og skyldur þeirra sem standa að atvinnurekstri.
  • helstu reglum verktaka- og útboðsréttar, vinnuréttar sem og almenns kauparéttar.
  • fasteignakaupum.

Leikni og hæfni í:

  • að leysa úr einfaldari ágreiningsefnum.
  • að koma auga á mögulegan ágreining.
  • gerð og uppsetningu kröfugerðar.
  • bréfaskriftum.

Lýsing: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni lögfræðinnar. Farið verður í réttarheimildir og grundvallarreglur í íslensku stjórnkerfi, réttarfar o.fl. Samningar og samningagerð á sviði fjármunaréttar. Lausafjárkaup. Fasteignakaup. Fjármögnunarleiga. Kröfuréttindi. Viðskiptabréf. Ábyrgðir. Veð. Stofnun og rekstrarform fyrirtækja. Verksamningar. Vinnusamningar. Samkeppnisréttur. Helstu alþjóðasamningar.

Lesefni: Sigríður Logadóttir, Lög á bók – Yfirlitsrit um lögfræði.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.

Námsmat: Lokapróf gildir 70% og 3 verkefni gilda 10% hvert.

Tungumál: Íslenska


BI JTÆ 1002 Jarðtækni

Einingar: 4 ECTS
Ár: 3. ár
Önn: Haustönn
Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið
Undanfarar: Engir
Skipulag: Kennt í fjarnámi í 10 vikur fyrri hluta annar, tvær staðarlotur
Umsjónarkennari: Aldís Ingimarsdóttir
Kennari: Aldís Ingimarsdóttir

Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:

  • þekki eiginleika íslensks bergs og algengra jarðefna og geti metið notagildi þeirra við mannvirkjagerð.
  • kynnist aðferðum við rannsóknir og prófanir á jarðefnum og bergi og geti metið þörf á rannsóknum.
  • hafi nægilega þekkingu á jarðtækni til að geta leyst algeng og hefðbundin verkefni við meðferð byggingarefna, hönnun einfaldra byggingarhluta, verkstjórn á byggingarstað og byggingareftirlit.
  • hafi nægilega þekkingu á jarðtækni, grundun og vegagerð til að geta greint algeng vandamál á þeim sviðum, metið þörf fyrir aðstoð og leitað sérfræðiaðstoðar.

Lýsing: Farið er í eftirfarandi atriði; Flokkun og eiginleikar lausra jarðefna. Notagildi mismunandi jarðefna. Jarðvatn, lekt og frostnæmi. Spennur í jarðvegi. Skerstyrkur og burðargeta jarðvegsfyllinga. Þjöppun og sig. Grundun og undirstöður húsbygginga. Jarðþrýstingur á kjallara veggi og stoðveggi. Mannvirki úr jarðefnum s.s vegir, jarðstíflur og hafnargarðar. Verklýsingar fyrir jarðvinnu. Jarðvinnuvélar. Sprengitækni. Jarðkönnun og jarðboranir.

Lesefni: Samantekt kennara.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi fyrstu 10 vikurnar á önninni sem nær yfir 15 vikur. Tvær staðarlotur eru og í seinni verður upprifjun á efninu og svo heimapróf eftir staðarlotuna. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Leiðsögn gegnum tölvupóst.

Námsmat: Heimapróf gildir 40% af lokaeinkunn og verkefni 60%. Próftökuréttur er háður því að nemendur skili a.m.k. 75% heimaverkefna,

Tungumál: Íslenska

BI LOK 1006  Lokaverkefni*

Einingar:                    12 ECTS
Ár:                               3. ár
Önn:                            Vorönn / Haustönn
Stig námskeiðs:          Grunnnám - framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðs:    Skyldunámskeið
Undanfarar:                66 ECTS einingar í byggingariðnfræði, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS einingum) samhliða lokaverkefni.  Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn
Skipulag:                     Kennt í fjarnámi í 15 vikur. Fundir með leiðbeinendum eða umsjónarkennara, sjá Reglur um lokaverkefni í iðnfræði
Umsjónarkennari: Aldís Ingimarsdóttir
Kennarar: Ágúst Þór Gunnarsson, Eyþór Rafn Þórhallsson og Helgi Guðjón Bjarnason.

 Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur: 

  • tileinki sér sjálfstæð og markviss vinnubrögð við úrlausn raunhæfra verkefna í byggingariðnaðinum. 
  • fái heildaryfirsýn yfir fagið með samþættingu námsgreina þar sem þeir beita þekkingu úr öllum námsgreinum byggingariðnfræðinnar.

Lýsing: Í upphafi er unnið einstaklingsverkefni og síðan er unnið í 3-4 manna hópum.  Hópverkefni er valið í samráði við umsjónarkennara þar sem fengist er við hönnun, útboðs- og áætlanagerð. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í byggingariðnfræði til að geta skráð sig í lokaverkefni, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS) samhliða lokaverkefni.  Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn.

Lesefni: Í samráði við kennara.

Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur. Einstaklingsverkefni og hópverkefni unnið í samráði við umsjónarkennara. Nemendur vinna sjálfstætt undir leiðsögn kennara. Reglulegir fundir með umsjónarkennara og leiðbeinendum, sjá Reglur um lokaverkefni í iðnfræði.

Námsmat: Einkunn gefin fyrir úrlausn verkefnis og munnleg vörn. Einstaklingsverkefni gildir 10%, vinna og úrlausn í hópverkefni gildir 50% og munnleg vörn gildir 40%.

Tungumál: Íslenska

*Hægt að vinna lokaverkefni á vorönn eða á haustönn 

Viðmið

Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Inntökuskilyrði

Lágmarkskrafa til að hefja nám í iðnfræði er að hafa lokið bóklegu námi til sveinsprófs af skilgreindum bygginga- eða mannvirkjagreinum. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf að hafa lokið sveinsprófi.

Bóklegur undirbúningur  

Þeir sem lokið hafa bóklegu námi til sveinsprófs geta þurft að taka allt að fjögur undirbúningsnámskeið í fjarnámi, samhliða iðnfræðináminu.  Í boði eru grunnar í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku og eru umsækjendum tilkynnt í svarbréfi hvort og þá hvaða grunna þeir þurfa að taka. Nauðsynlegt er að hafa lokið þeim grunnum sem hver og einn þarf að taka áður en farið er á 5. önn í náminu. Greitt er sérstaklega fyrir hvert og eitt námskeið, þau eru ekki innifalinn í skólagjöldum. 

Meistarar og stúdentar 

Þeir sem lokið hafa meistaranámi í iðngrein, eða stúdentsprófi, uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings. 

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert.

Fylgiskjöl með umsókn

  • Námsferill
  • Sveinsbréf eða meistarabréf
  • Starfsferill, e.t.v. meðmæli

 

Getum við aðstoðað?

Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna.

Hjördís Lára Hreinsdóttir

Verkefnastjóri

Netfang: hjordislh(hja)ru.is
Sími: 599 6480

Jens Arnljótsson

Lektor og fagstjóri iðnfræðináms

Netfang: jensarn(hja)ru.is
Sími: 599 6442

 

 


Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica