RI RAF 1003 Rafmagnsfræði
Einingar: 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Haustönn Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnsnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Engir Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur Umsjónarkennari: Guðmundur Kristjánsson Kennari: Jón Bjarnason.
Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
öðlist þekkingu á þessum grundvallaratriðum rafmagnsfræðinnar
- greiningu einfaldra rása
- lögmálum Ohms og Kirchoffs
- rásargreiningaraðferðum Thevenins og Nortons sem og samlagningaraðferðinni
- orkuvarðveislu í rafsegulsviði
- eiginleikum orkugegnandi (e: passive) íhluta í rafrásum
- jafnstraumsrásum
- riðstraumsrásum
- tvinntölureikningum í riðstraumsrásum
nái leikni í
- að leysa dæmi og verkefni úr ofantöldu námsefni sem nær meðal annars yfir
- jafngildisreikninga fyrir orkugegnandi (e: passive) íhluti í rað- og hliðtengingum
- reikninga fyrir staum, spennu, viðnám, orku og afl í jafnstraumsrásum
- reikninga fyrir staum, spennu, tvinnviðnám og fasvik í riðstraumsrásum
auki hæfni sína í
- að skilja rafmagnsfræðileg viðfangsefni og úrlausnir þeim tengdum.
- að setja fram rafmagnsfræðileg viðfangsefni og leysa
- að ræða og útskýra rafmagnsfræðileg viðfangsefni
Lýsing: Rafmagnsfræði:
- Straumur, spenna og viðnám.
- Jafnstraumsrásir (DC rásir)
- Spennu- og straumdeilar, lekaviðnám.
- Spennu-, straum og viðnámsmælar, AVO mælar.
- Straum- og spennulögmál Kirchhoffs.
- Hnútpunkta- og möskvaútreikingar.
- Superpositionregla, lögmál Thevenins og Northons.
- Leiðarar og einangrarar.
- Rafhlöður
- Riðspenna og riðstraumur, riðstraums rásir (AC rásir).
- Seguleiningar, spólur, span, spanviðnám, spólurásir
- Þéttar, rýmd, rýmdarviðnám, rýmdarrásir
- RC og L/R tímafastar.
Til að ná valdi á ofangreindu námsefni í rafmagnsfræði verður einnig farið undirstöðuatriði í stærðfræði eftir þörfum t.d.:
- Tvinntölur og tvinntölureikninga sem notaðar eru mikið í tengslum við AC reikninga.
- Hornafræði til undirbúnings tvinntölureikninganna.
- Fyrstastigs- (línulegar-), annarsstigs og hornafallajöfnur til undirbúnings almennra reikninga í rafmagnsfræði.
- Jöfnuhneppi, 2 jöfnur með 2 óþekktum í tengslum við beitingu beggja Kirchhoffslögmála á rafrásir.
- Náttúrleg veldisföll og logra til undirbúnings reikninga fyrir RC, RL og RLC rásir.
- Undirstöðuatriði diffrunar og heildunar í tengslum við ýmis viðfangsefni í AC rásum. Hámörk og lágmörk.
- Myndræn framsetning ferla.
Lesefni: Schultz, Grob´s Basic Electronics, 11. útgáfa.
Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.
Námsmat: 3 klst skriflegt lokapróf gildir 80%. Prófið er gagnapróf, sem þýðir að öll gögn á pappír eru leyfileg (í hóflegu magni þó). Skilaverkefni / heimadæmi (6 - 12 stk) gilda 20%.
Tungumál: Íslenska
RI HON 1003 Tölvustudd hönnun í Revit og Autocad
Einingar: 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Haustönn Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Engir Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur.
Umsjónarkennari: Jens Arnljótsson Kennari: Þóra Karen Ágústsdóttir
Lærdómsviðmið: Lærdómsviðmið Revit:
Stefnt er að því að nemendur:
- Kunni helstu skipanir.
- Læri að taka inn
þrívíddarmódel frá meðhönnuði og í framhaldi af því sett upp verkefnin í
Revit.
- Læri að teikna upp
raflagnahönnun í hefðbundnar tegundir mannvirkja.
- Hafi grunnfærni í gerð
fjölskyldna og geti nýtt þær í hönnun.
- Öðlist grunnþekkingu á BIM
aðferðafræðinni.
- Læri að nýta sér
upplýsingar úr raflagnamódelinu, s.s teikningar og magntölur.
- Geti miðlað upplýsingum til
meðhönnuða og verktaka.
Lærdómsviðmið AutoCAD:
Stefnt er að því að nemendur: - Kunni helstu skipanir.
- Geti búið til raflagnatákn og sett inn á grunna.
- Hafi kunnáttu til að undirbúa grunna til
notkunar í Revit og kunni að færa inn grunna úr Revit yfir í AutoCAD.
- Geti sett teikningar upp á blað.
Lýsing: Á þessu námskeiði
verður farið yfir notkun á hönnunarforritnu Revit frá Autodesk og nemendum gefin innsýn í það hvernig hægt er að nýta sér forritið í raflagnahönnun. Einnig
verður farið í grunnkennslu á forritinu AutoCAD til að nemendur öðlist grunnþekkingu
á notkun þess.
Lesefni: Námsgögn frá kennara.
Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar,
sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi.
Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir
önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum og
umræðuþræðir.
Námsmat: Þrjú verkefni verða lögð fyrir: Verkefni 1 gildir 45% og skiptist niður í þrjú
15% verkefni fram að seinni staðarlotu. Verkefni 2 gildir 20% og er því skilað eftir
seinni staðarlotu. Verkefni 3 gildir 35% og skil á því eru í lok
námskeiðs.
Tungumál: Íslenska.
AI REH 1103 Reikningshald
Einingar: 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Haustönn Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Engir Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur Umsjónarkennari: Jens Arnljótsson. Kennari: Sigurjón Valdimarsson.
Lærdómsviðmið: Þekking: Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að búa yfir þekkingu á:
- helstu grunnatriðum í lögum um bókhald og ársreikninga.
- helstu gjalda-, tekju-, eigna- og skuldareikningum í bókhaldi og ársreikningi.
- helstu bókhaldsfærslum í fjárhagsbókhaldi og sundurliðun viðskiptamanna.
- helstu reglum um bókhald og skil á virðisaukaskatti.
- vöxtum og verðtryggingu í lánaviðskiptum og færslu þeirra í bókhaldi.
- helstu reglum um fyrningu eigna.
- bókun skammtíma og langtíma eigna í hluta- og skuldabréfa.
- helstu færslum í launabókhaldi.
- tölvufærðu bókhaldi, þ.e. fjárhagsbókhaldi, sölukerfi og launakerfi.
- uppgjöri rekstrar- og efnahagsreikings og sjóðstreymi.
- sjóðstreymi og helstu kennitölur ársreikninga.
Leikni: Nemandi á að geta:
- fært helstu viðskiptafærslur í fjárhagsbókhaldi.
- reiknað virðisaukaskatts. reglur um bókun og skil á virðisaukaskatti.
- reiknað vexti og verðtryggingu lána og bókað í fjárhagsbókhaldi.
- reiknað og bókað fyrningu eða afskrift fasteigna, véla og tækja skv. reglum ríkisskattstjóra.
- reiknað hækkun eða lækkun á verðmæti hlutabréfa og bókað endurmat í ársreining.
- reiknað og bókað helstu færslur í launabókhaldi, m.a. lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjald, staðgreiðslu skatta, mótframlag í lífeyrissjóð og tryggingagjald.
- gert upp bókhaldið og stillt upp ársreikningi, þ.e. rekstrar- og efnahagsreikningi og sett upp sjóðstreymi í handfærðu bókhaldi.
- bókað færslur fjárhagsbókhalds, launabókhald og sölukerfi í viðurkenndu tölvubókhaldskerfi.
- tekið út uppgjör helstu atriða bókhaldsins í viðurkenndu tölvubókhaldskerfi, gert upp virðisaukaskatt, sýnt sundurliðun viðskiptamanna og uppgjör rekstrar- og efnhagsreiknings.
- reiknað helstu kennitölur ársreikninga.
Hæfni: Nemandi á að geta:
- staðið fjárhagslega fyrir rekstri smærri fyrirtækja.
- handfært eða notað viðurkennd tölvubókhaldskerfi til að færa bókhald fyrir smærri fyrirtæki og sett upp ársreikning.
- metið ársreikninga fyrirtækja og túlkað þær upplýsingar sem þar koma fram.
Lýsing: Grunnþættir bókfærslu. Gjöld, tekjur, skuldir, og eignir. Samband höfuðbókar, dagbókar og efnahagsbókar. Undirbækur. Undirstöðuatriði tölvubókhalds. Virðisaukaskattsfærslur. Reikningsjöfnuður. Millifærslur. Uppgjör. Fjárhagsbókhald: Góð reikningsskilavenja. Bókhaldslög og bókhaldsgögn, tekju- og gjaldaskráning, reglur um bókun og skil á virðisaukaskatti. Launabókhald: launa útreikningur, lífeyrissjóður, félagsgjöld o.fl. Skilagreinar lífeyrissjóðs, opinberra gjalda, staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds. Skattskil, fyrningar, rekstur bifreiða.
Lesefni: Sigurjón Valdimarsson, Bókfærsla og reikningshald, útg. 2016 (ekki er hægt að nota eldri útgáfur).
Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.
Námsmat: 4 klst. skriflegt lokapróf gildir 52% og ná þarf einkunn 5,0. Skilaverkefni (5) gilda 24% og ná þarf meðaleinkunn 5,0. Netbókhaldsverkefni gilda 24%, þarf að vinna til fullnustu þ.e. nemandi þarf að leiðrétta villur þar til rétt niðurstaða fæst. Skilaskylda er á öllum verkefnum.
Tungumál: Íslenska
|
RI REI 1003 Rafeindatækni
Einingar: 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Vorönn Stig námskeiðs: Grunnnám – grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Rafmagnsfræði (RI RAF 1003) Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur Umsjónarkennari: Guðmundur Kristjánsson Kennari: Davíð Freyr Jónsson
Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
- Hafi staðgóða þekkingu í undirstöðuatriðum rafeindatækninnar.
- Geti sótt og tileinkað sér nýjustu tækni yfir internetið.
- Geti sett upp og viðhaldið rafeindabúnaði.
- Geti séð um smíði einfaldra rafeindarása, sinnt verkstjórn og eftirliti.
- Geti greint bilanir, metið þörf fyrir aðstoð og leitað sérfræðiaðstoðar.
Lýsing: Hálfleiðaraeðlisfræði, díóðusamskeyti, díóðujafnan, zenerdíóða, jafngildisrásir díóða, afriðun, bipolar transistorar, Darlington-tenging, mismunamagnari, mögnunarsuð og tíðnisvörun, FET transistorrásir, aflgjafarásir, vinnupunktur og álagslína, jafngildisrásir transistora,neikvæð afturverkun, magnarastig, samtengd magnarastig, aðgerðarmagnarar, instrumentmagnarar, suð bjögun og tíðnisvörun, mælinemar, söfnun mæligilda, alias skekkjur, thyristorinn, diac og triac.
Lesefni: Floyd, Electronic Devices, 9. útgáfa (conventional current version).
Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Samtals 45 fyrirlestrar og vikuleg heimaverkefni. Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir.
Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 80%, 6 verkefni gilda 20%. Nemendur þurfa að skila minnst 75% af verkefnunum til þess að öðlast próftökurétt. Nemendur þurfa að ná prófinu áður en einkunn fyrir verkefnin fer að telja.
Tungumál: Íslenska
RI RFR 1003 Raforkukerfisfræði og rafvélar
Einingar: 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Vorönn Stig námskeiðs: Grunnnám - framhaldsnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Rafmagnsfræði (RI RAF 1003) Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur Umsjónarkennari: Guðmundur Kristjánsson Kennari: Guðmundur Kristjánsson
Lærdómsviðmið: Að loknu námi geti nemandi:
- Skilið hvernig straumur og leiðarar í segulsviði mynda spennur og krafta.
- Notað tvinntölur til að reikna út impedansa í raforkukerfum.
- Notað tvinntölur og fasagröf til að reikna fasabreytingar hjá straum og spennu í raforkukerfum.
- Gert skil á raun-, laun- og sýndarafli í raforkukerum.
- Reiknað út afltöp í flutningskerfum og spennum.
- Reiknað út straum- og mismunandi aflþörf mótora eftir álagi.
- Gert sér grein fyrir hvernig stjórna á segulmögnunarstraum til að stjórna mismunandi aflframleiðslu rafala.
Lýsing: Framleiðsla jafnstraums og riðstraumsrafmagns. Undirstöðuhugtök raforkukerfisfræði, raunafl, launafl og sýndarafl, 3-fasa kerfi, 1-fasa jafngildi, spennar og rafalar, raun- og samviðnám. Jafnframt verður fjallað um einlínumyndir, aflflæðijöfnur og aflflæðigreiningu kerfa. Farið er í fasagröf spennu og strauma. Grundvallaratriði jafnstraums- og riðstraumsmótora. Farið er í grundvallaratriði spenna, töp og viðnámsspeglun þeirra. Farið er í grundavallargerð straum- , spennu- , auto- og tappaspenna. Tenging samfasa rafals við sterkt net, flæði afls á milli rafals og nets, og skammhlaupsútreikninga.
Lesefni: Wilde, Theodore, Electrical Machines, Drives, and Power Systems.
Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar í pdf skrám, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, umræðuþræðir og skype-fundir.
Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 100%. Í seinni staðarlotu er skyndipróf og framistaða í því gildir 20% í lokaeinkunn ef hún verður nemenda til hækkunar og hann hafi staðist lokaprófið. Öll próf eru gagnalaus.
Tungumál: Íslenska
AI STJ 1002 Stjórnun, rekstur og öryggi
Einingar: 4 ECTS Ár: 1. ár Önn: Vorönn Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Engir Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur Umsjónarkennari: Jens Arnljótsson Kennari: Karl Guðmundur Friðriksson
Lærdómsviðmið: Lærdómsviðmið: Við lok námskeiðs mun nemandinn hafa grunnþekkingu á
hagnýtri stjórnun og rekstri fyrirtækja. Sé meðvitaður um
samfélagslegar kröfur til stjórnenda og umhverfi þeirra út frá ólíkum viðhorfum
og gildismati. Skilji mikilvægi mannlegra samskipta á vinnustað og þekki vel
til öryggismála og mikilvægis heilbrigðs vinnuumhverfis. Þekking: Við lok námskeiðs
mun nemandi hafa þekkingu á: ·
Mikilvægi nýsköpunar og umbóta í rekstri. ·
Hugtökum og aðferðum gæðastjórnunar. ·
Helstu kennitölum í rekstri og hafi skilning
á mikilvægi þeirra. ·
Mikilvægi öryggismála og vinnuumhverfis. Leikni: Við lok
námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í: ·
Stjórnun, rekstri og öryggismálum til að geta
staðið fyrir rekstri smærri atvinnufyrirtækja. ·
Að nýta fjárhagslegar upplýsingar til umbóta
í rekstri. ·
Að gera framkvæmdaráætlanir fyrir smærri
verkefni. Hæfni: Við lok
námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni: ·
Í að stjórna starfsmönnum á vettvangi og
teymum. ·
Í að meta öryggi í vinnuumhverfi og geta mótað
umbætur á sviði öryggismála. ·
Í að geta hugað að breyttum viðskiptalíkönum
til umbóta í rekstri. Lýsing: Stjórnun sem fræðigrein, undirstaða stjórnunarlegs
skilnings. Rekstrarumhverfi, fyrirtækjabragur og viðskiptasiðferði. Farið er í
forystuhlutverk stjórnandans, stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð,
hagnýt atriði varðandi stjórnun teyma, stjórnun vinnufunda, ritun fundargerða
og verkstjórn. Öryggismálum á vinnustöðum er gerð góð skil. Lesefni: Karl Friðriksson, Richard Keegan og Eddie O´Kelly,
Fyrirmyndarstjórnun. Hagnýt viðmið og samkeppnisforskot, NMI 2014. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur,
tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum
og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með
reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef,
námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt próf. Tungumál: íslenska. AI KFR 1002 Kennslufræði Einingar: 4 ECTS Ár: 1. ár Önn: Vorönn Stig námskeiðs: Grunnnám - grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið Undanfarar: Engir Skipulag: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur Umsjónarkennari: Jens Arnljótsson Kennari: Guðmundur Hreinsson Lærdómsviðmið:
Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur hafi öðlast eftirfarandi
þekkingu, leikni og hæfni. Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu
á: ·
ákvæðum laga og
reglugerða er varða iðnmenntun á Íslandi. ·
algengum
aðferðum við fræðslu og þjálfun ólíkra einstaklinga. ·
helstu
kenningum um nám, kennslu og félagsleg samskipti. ·
helstu
aðferðum við mat á árangri þjálfunar og frammistöðu í starfi. ·
námskröfum og
uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni samkvæmt aðalnámskrá. ·
ákvæðum
iðnnámssamninga um réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema. ·
kennslu,
leiðsögn og námskröfum á fagsviði sínu. ·
helstu sí- og
endurmenntunarstofnunum á Íslandi. Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa
leikni í: ·
setja fram
einföld markmið fyrir tiltekinn þjálfunarþátt í iðngrein sinni. ·
velja
viðeigandi aðferðir við þjálfun og mat á frammistöðu. ·
skipuleggja
afmarkað þjálfunarferli. ·
greina
færnikröfur starfa og einstakra verkþátta í iðngrein sinni. ·
skipuleggja
þjálfun í einstökum þáttum, velja viðeigandi aðferðir við leiðsögn og mat og
beita þeim aðferðum. ·
skrá
frammistöðu iðnnema á skipulegan hátt. ·
meta
þekkingarþörf fyrirtækis og þekkingu starfsmanna. Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa
hæfni: ·
hagnýta þá
þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér um kennslu og leiðsögn iðnnema og
nýrra starfsmanna á vinnustað. ·
meta
námsþarfir iðnnema með hliðsjón af aðalnámskrá og að gera heildstæða
þjálfunaráætlun. ·
leiðbeina og
meta frammistöðu og framfarir iðnnema og nýrra starfsmanna með ólíkum aðferðum. ·
útskýra og
rökstyðja þjálfunaráætlanir og val aðferða við kennslu, leiðsögn og mat. ·
meta
einstaklingsmun iðnnema og annarra samstarfsmanna og koma fram við þá af virðingu
og nærgætni. ·
nota
hvatningu, endurgjöf og hrós í leiðsögn og kennslu. ·
ígrunda og
meta eigið framlag við skipulagningu, framkvæmd og mat á þjálfun annarra og
endurskoða áætlanir og aðferðir ef þörf er á. ·
gera
endurmenntunaráætlun sem byggir á þekkingargreiningu fyrirtækis og starfsmanna. Lýsing: Nemandi þekki námskröfur og uppbyggingu náms til
sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna
saman að menntun einstaklingsins. Þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema
á náms- og starfsþjálfunarsamningi. Viti hvernig meistari geti búið iðnnema
æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að
miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemans og
námskröfur iðngreinarinnar. Þekki helstu aðferðir kennslufræði og námsmats og
geti skipulagt endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækis. Lesefni: Fengið frá kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15
vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í
staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt
er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á
kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. Verkefnisbundið Tungumál: íslenska.
|