Íþróttavísindi og þjálfun + íþróttastjórnun MSc

Tvíþætt gráða í samstarfi við Háskólann í Molde

Með tvíþættri meistaragráðu í íþróttavísindum og stjórnun frá HR og Molde fá nemendur nauðsynlegan undirbúning til að sinna stjórnunarstöðum hjá íþróttahreyfingum og á öðrum sviðum atvinnulífs sem tengjast íþróttum.

Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn

Sjá myndband um nám í stjórnun í íþróttum við Háskólann í Molde (á norsku)

Um námið

Áheyrendur á málþingi íþróttafrðisviðs hlusta á erindi af áhugaÍþróttavísindi og stjórnun er tveggja ára, 120 eininga nám til MSc-gráðu. Nemendur ljúka 60 ECTS í stjórnun íþrótta frá Háskólanum í Molde og 30 ECTS í íþróttavísindum og 30 ECTS rannsóknarverkefni við Háskólann í Reykjavík. Nemendur dvelja í eitt námsár við Molde og eitt ár við HR.

Heildstæð sýn á stjórnun í íþróttum

Í námi í íþróttavísindum og stjórnun hljóta nemendur góðan skilning á stjórnun í íþróttum í evrópsku samhengi. Þeir læra um stjórnun út frá lagalegum, siðferðislegum, fjárhagslegum, skipulagslegum, sögulegum, pólitískum og sálfræðilegum hliðum. Það er nauðsynlegt að hafa þessa heildstæðu sýn þar sem atvinnugreinin er ört vaxandi og gerðar eru sífellt strangari kröfur um fagmennsku til þeirra sem eru í forsvari í heimi íþróttanna.

Fjölbreytt námskeið

Námskeiðin fjalla um stjórnun skipulagsheilda, fjármál og skipulagningu viðburða, markaðssetningu viðburða og íþrótta, rannsóknir í íþróttafræði og aðferðafræði, íþróttasálfræði, frammistöðumat og fleira.

Starfsnám

Nemendur eiga þess kost að fara í verklegt nám. Því er lokið hér á landi hjá íþróttafélögum, íþróttasamböndum eða sérsamböndum.

Tungumál í kennslu

Námið er kennt á ensku.

Samstarf HR og Molde

Háskólinn í Molde í Noregi og Háskólinn í Reykjavík eru í samstarfi á sviði íþróttafræði. Háskólinn í Molde stendur framarlega í rannsóknum og kennslu í stjórnun í íþróttum. Íslenskir nemendur í íþróttafræði hafa farið sem skiptinemar til Molde og látið vel af dvölinni og náminu.

Um nám í íþróttastjórnun á vef Háskólans í Molde

Háskólinn í Molde

Í Háskólanum í Molde eru um 2500 nemendur. Háskólinn býður upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám. Hann sérhæfir sig í námi í áætlanagerð og flutningum, stjórnun í íþróttum og viðskiptafræði.

Um Molde

Molde er lítil og falleg borg á vesturströnd Noregs. Íbúar eru tæplega 30.000 talsins og borgin er umkringd fjöllum og fjörðum og fögru landslagi. Þar er hægt að stunda margs konar útivist og íþróttir, bæði að sumri og að vetri til. 

Markvert í Molde

Að námi loknu

Sérhæfing í stjórnun og þjálfun

Tvíþætt gráða í íþróttafræði og stjórnun frá HR og Molde er ætluð þeim sem hafa áhuga á að sérhæfa sig í stjórnun íþrótta og þjálfun afreksíþróttamanna, sem og rannsóknum á vettvangi íþróttavísinda og stjórnunar.

Að námi loknu geta útskrifaðir nemendur sinnt stjórnunarstörfum í íþróttum, til dæmis sem framkvæmdastjórar íþróttafélaga eða sérsambanda, sérfræðingar hjá íþróttasamböndum, bandalögum eða ungmennafélögum og íþróttafulltrúar.

Knattspyrnukonur fagna marki

Aðstaða

Góður aðbúnaður í HR

Kennsla í námskeiðum sem nemendur ljúka við Háskólann í Reykjavík fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Nemendur í íþróttavísindum og stjórnun hafa aðgang að lesaðstöðu meistaranema auk þess sem þeir hafa aðgang að fullbúinni rannsóknastofu.

Kennari sýnir heilarit á stórum skjá

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Fyrirtaks aðstaða í Háskólanum í Molde

Kennsla og þjónusta

Í Háskólanum í Molde býðst nemendum góð aðstaða til náms og rannsókna. Þar er nauðsynleg þjónusta, svo sem náms- og starfsráðgjöf, bókabúð, kaffihús og fleira.

Húsnæði

Við háskólann eru stúdentagarðar auk þess sem algengt er að nemendur leigi húsnæði á almennum leikumarkaði. Nemendur sjá sjálfir um að útvega sér húsnæði.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í meistaranámi í íþróttavísindum og stjórnun njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna HR og Háskólans í Molde. Einnig koma að kennslu gestafyrirlesarar með sérfræðiþekkingu úr íþróttaheiminum.

Kennarar í meistaranámi íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík

Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. Námið heyrir undir íþróttafræðideild.

Hafrún

Hafrún Kristjánsdóttir

Dósent
Deildarforseti íþróttafræðideildar

Ásrún

Ásrún Matthíasdóttir

Lektor

Hjalti-Runar-Oddsson_SH

Hjalti Rúnar Oddsson

Aðjúnkt

Ingi Þór

Ingi Þór Einarsson

Lektor

Jose Miguel

Jose Miguel Saavedra Garcia

Prófessor

Kristján

Kristján Halldórsson

Aðjúnkt

Margrét Lilja

Margrét Lilja Guðmundsdóttir

Aðjúnkt

Sveinn

Sveinn Þorgeirsson

Aðjúnkt

Skipulag náms

Fyrra ár

Fyrra ári er lokið við Háskólann í Molde. Námsefnið miðar að því að kynna fyrir nemendum grunnhugtök og hagnýtar hliðar stjórnunar í íþróttum. Fjallað er um samskipti íþróttastjórnenda í víðu samhengi við efnahagslegt, stjórnmálalegt, og félagslegt umhverfi sem hefur áhrif á ýmsar ákvarðanir.

Seinna ár

Á öðru ári, við Háskólann í Reykjavík, sérhæfa nemendur sig í þjálfun á afreksíþróttamönnum og rannsóknum í íþróttavísindum. Þeir ljúka jafnframt rannsóknarverkefni.

Uppbygging námsins

 

Námskeið við Molde

 1. ÖNN  2. ÖNN
ADM715 Essentials in Organization & Management
7,5 ECTS  
ADM825 Special Issues in Organization and Management
 7,5 ECTS  
IDR806 Contemporary Issues in Sport Managemen
 7,5 ECTS  
IDR705 Sport History
 7,5 ECTS
IDR720 Introduction to Sport & Event Economics (7,5 ECTS)
  7,5 ECTS
IDR805 Sport & Event Marketing (7,5 ECTS)
  7,5 ECTS
IDR807 Seminars in Sport Leadership and Innovation
  7,5 ECTS
IDR810 Event Organization (7,5 ECTS)    7,5 ECTS
 Námskeið við HR  3. ÖNN  4. ÖNN
Sport Science Seminars:
  • E-715-PTTR Philosophy and theory of training (2 seminars)
  • E-719-PERF Performance analysis
  • E-706-SATH Sport Psychology
  • E-711 TPME Measurements in sports
1x3 ECTS  4x3 ECTS
E-721-INTE Internship 15 ECTS  
E-899-THES Master thesis
   30 ECTS

Inntökuskilyrði

Til að geta sótt um meistaranámið þurfa umsækjendur að hafa lokið BSc-gráðu í íþróttafræði eða annarri grunngráðu sem á við. Það eru fáir sem komast að í náminu og nemendur þurfa að hafa lokið grunngráðu með ágætiseinkunn eða 1. einkunn.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 20 maí. Athugið að einnig þarf að sækja um hjá Molde. 

Skólagjöld

Nemendur greiða skólagjöld við HR. Mælt er með því að áhugasamir um námið ræði við verkefnastjóra námsins varðandi skólagjöld og fyrirkomulag náms.

Getum við aðstoðað?

Asa-Gudny-Asgeirsdottir_1521730425630

Ása Guðný Ásgeirsdóttir

Verkefnastjóri

Netfang: asagudny@ru.is
Sími: 599 6471

 


Var efnið hjálplegt? Nei