Markaðsfræði

Marketing

Meistaranám í markaðsfræði undirbýr nemendur fyrir stjórnenda- og sérfræðistörf sem markaðsstjórar og sérfræðingar í markaðsdeildum. 

Um námið

_29Y2514

Sérfræðiþekking í markaðsmálum

Í meistaranámi í markaðsfræði öðlast nemendur góðan skilning á markaðsmálum og efla greiningarhæfni, samskiptafærni og getu til þróunar og nýtingar viðskiptatækifæra. Í náminu er hvatt til greinandi og gagnrýninnar hugsunar og nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum og vísindalegum vinnubrögðum. Námsefni byggist á alþjóðlegum fræðakröfum og samráði við framsækin, íslensk fyrirtæki. 

MSc-gráða eða viðbótargráða á meistarastigi

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi (MM).

MSc - Master of Science in Marketing

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

MM - Master of Marketing

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms.

Námstími

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám.

 • Haustönn: ágúst - desember.
 • Vorönn: janúar - maí.
 • Sumarönn: maí - september.

Námskeið eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.
Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár).

Tungumál í kennslu

Kennt er á ensku.

Skiptinám

Nemendur sem eru skráðir í meistaranám án ritgerðar geta tekið hluta námsins í skiptinámi. Samkvæmt námsskipulagi hentar önnur eða þriðja önnin best til þess að fara í skiptinám. Nemendur sem vilja nýta þennan möguleika er ráðlagt að huga að skiptinámi um leið og þeir hefja nám. 

Skólagjöld

Nemendur greiða skólagjöld fyrir hverja önn í senn.

Lesa meira um skólagjöld við HR

Styrkir

Nemendur í meistaranámi við viðskiptadeild hafa möguleika á að hljóta forsetastyrk. Styrkurinn felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms.

Meistaranám við viðskiptadeild 

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við fyrirtæki. Kennarar leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku, rannsóknir og nýsköpun. Námskeiðin eru kennd af íslenskum eða erlendum kennurum, sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námið. Tækifæri til starfsnáms eru mismunandi eftir námsbrautum.

Samfélagsábyrgð í brennidepli

PRME

Stjórnendur í dag þurfa að leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri og samfélagsábyrgð. Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra stjórnenda og hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Að námi loknu

Meistaranám í markaðsfræði undirbýr nemendur fyrir stjórnenda- og sérfræðistörf sem markaðsstjórar og sérfræðingar í markaðsdeildum. Þar fást útskrifaðir nemendur meðal annars við viðskiptatengsl, markaðsrannsóknir, vörumerkjastjórnun, störf hjá auglýsingastofum, birtingahúsum, almannatengslaskrifstofum og stafrænum markaðsstofum. Einnig við nýsköpun, alþjóðatengsl í ferðaþjónustu og við almenn sölustörf.

Frekari rannsóknir

Útskrifaðir nemendur með MSc-gráðu hafa jafnframt góðan grunn fyrir áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Meistaranemar í viðskiptadeild hafa til umráða sér aðstöðu til lesturs. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.  

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Kennarar

Kennarar við viðskiptadeild

Nemendur  njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu og erlenda kennara sem veita nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Skipulag náms

Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi (MM). Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.

MSc-gráða

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

Viðbótargráða á meistarastigi (MM)

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms. Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS.

Uppbygging náms

Fullt nám er 30 ECTS einingar á önn.

 • Haustönn: ágúst - desember.

 • Vorönn: janúar - maí.

 • Sumarönn: júní - september.

Námstími

Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi. Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár). Hluti námskeiða eru kennd seinni part dags, í lotu og/eða um helgar.

Skipulag náms

Þetta skipulag gildir fyrir nemendur sem innritast haustið 2018 og síðar.

 MSc  
HaustVor Sumar 

 • V-712-STJO Strategic Management (7,5 ECTS)
 • V-736-INMA International Marketing (7,5 ECTS)
 • V-738-ADDM Advanced and Digital Marketing (7,5 ECTS)
 • Val / V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance* (7,5 ECTS) 

 • V-741-BRAN Branding and Strategic Marketing (7,5 ECTS)
 • V-840-TOMA Tourism Marketing (7,5 ECTS)
 • V-712-COBE Consumer Behavior (3,75 ECTS)
 • V-714-BETH Business Ethics (3,75 ECTS)
 • V-746-REME Business Research Methodology (7, ECTS)
 • V-898-REPR Research Proposal (0 ECTS)


 • V-898-THES Thesis (30 ECTS)

 
*Skylda fyrir nemendur sem hafa BSc-gráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði   
 MM  
HaustVor Sumar 

 • V-712-STJO Strategic Management (7,5 ECTS)
 • V-736-INMA International Marketing (7,5 ECTS)
 • V-738-ADDM Advanced and Digital Marketing (7,5 ECTS)
 • Val / V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance* (7,5 ECTS) 

 • V-741-BRAN Branding and Strategic Marketing (7,5 ECTS)
 • V-840-TOMA Tourism Marketing (7,5 ECTS)
 • V-712-COBE Consumer Behavior (3,75 ECTS)
 • V-714-BETH Business Ethics (3,75 ECTS)
 • V-746-REME Business Research Methodology (7,5 ECTS) 

 • Val/Starfsnám** (7,5 ECTS)
 • Val/Starfsnám** (7,5 ECTS)
 • Val (7,5 ECTS)
 • Val (7,5 ECTS)
*Skylda fyrir nemendur sem hafa BSc-gráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði  ** Hægt er að fara í að hámarki 15 ECTS eininga starfsnám.

Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá. Skoða kennsluskrá.

Upplýsingar fyrir nemendur

Starfsnám

Möguleikar í starfsnámi

Mögulegt er að taka starfsnám í stað eins eða tveggja valnámskeiða (7,5 - 15 ECTS). Starfsnámið er skipulagt á vegum HR og nemendur starfa undir handleiðslu tengiliðs hjá fyrirtæki.

Starfsnám er mikilvægur þáttur fyrir þá sem hafa almennt litla starfsreynslu eða þá sem vilja nýta námið til að skapa sér tækifæri á nýjum vettvangi.

Hægt að stunda starfsnám erlendis

Óski nemandi hinsvegar eftir því að stunda starfsnám erlendis (30 ECTS) þá er það á ábyrgð nemanda að koma á sambandi við fyrirtæki þar sem hann getur starfað undir handleiðslu tengils.

Reglur um starfsnám

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Icelandair Group • Össur • KPMG • Deloitte • PwC • E&Y • Landspítalinn • Síminn • Orkuveita Reykjavíkur • NOVA • Vodafone • Vífilfell • Ölgerðin • Virðing • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • Pipar TBWA  • Icelandair  • Landsvirkjun • Advania • Alvogen • Landsbankinn • Mannvit • Nýherji • Reiknistofa bankanna • Eik fasteignafélag.

Hvað segja nemendur um starfsnámið?

Eftirfarandi nemendur koma af mismunandi brautum í meistaranámi við viðskiptadeild en eiga allir það sameiginlegt að hafa nýtt sér möguleika á starfsnámi. 

Kristófer Kristófersson: Flugfélag Íslands

„Kostir þess að geta farið í starfsnám eru ómetanlegir. Ég lauk starfsnámi hjá Flugfélagi Íslands þar sem mér var vel tekið af góðu fólki. Strax frá upphafi var mér treyst fyrir alls kyns verkefnum og var þetta frábær reynsla í alla staði. Ég var sjálfur nýútskrifaður viðskiptafræðingur þegar ég hóf meistaranám í markaðsfræði og ég veit núna hversu mikilvægt það er að geta sýnt fram á að maður hafi reynslu á atvinnumarkaði í því fagi sem maður hefur menntað sig í. Mig langar líka að hafa orð á því hversu vel er haldið utan um skipulagið í kringum ferlið, maður fann greinilega fyrir þeim metnaði sem lagt er í þetta hjá Háskólanum í Reykjavík.“

Karen Gréta Minney Pétursdóttir: Pipar/TBWA

„Eftir þessa reynslu mæli ég eindregið með því að nemendur fari í starfsnám ef þeir hafa kost á því. Það er mikilvægt að prófa að vinna í þeim geira sem maður er að mennta sig í, þá hefur maður einhverja hugmynd um hvernig hlutirnir virka þegar maður fer sjálfur út í atvinnulífið. Ég hafði mestan áhuga á auglýsingageiranum og var svo heppin að komast inn á Pipar, en ég hef aldrei áður starfað við það sem ég er að læra. Það er ekki auðvelt að fá vinnu við það sem mann langar og hefur mestan áhuga á og þess vegna er starfsnám svo gott tækifæri sem allir nemendur ættu að nýta sér.“

Laura Nesaule: Landsvirkjun

„Ég lauk starfsnámi hjá Landsvirkjun á mannauðssviði þar sem ég kom að mörgum verkefnum. Ég lærði um ráðningaferlið, til dæmis með því að fylgjast með viðtölum, og ég greindi tölulegar upplýsingar um mannauð fyrirtækisins. Það sem mér fannst standa upp úr var að taka þátt í vikulegum deildarfundum þar sem ég sá heildarmyndina og stefnumótun á mannauðssviði stórs fyrirtækis í eigu hins opinbera. Eftir að starfsnáminu lauk var mér boðið að halda áfram vinnu við ákveðin verkefni.“

Kristjana Arnarsdóttir: Icelandair

„Helsti kosturinn við HR er hversu vel skólinn er tengdur vinnumarkaðnum. Ég hef meðal annars unnið verkefni fyrir Domino's, Golfsamband Íslands, Valdísi ísbúð og Örnu - laktósafríar mjólkurvörur og þessi verkefni voru mjög skemmtileg og krefjandi. Það er líka frábært að eiga möguleika á því að fara í starfsnám. Ég fór í starfsnám hjá markaðsdeild Icelandair og fékk þar dýrmæta reynslu. Ég var sett inn í ákveðin verkefni sem endurspegluðust algjörlega í markaðsfræðináminu. Þar vorum við að nota hugtök og greiningar líkt og þær sem kenndar eru, til að mynda í stafrænni markaðssetningu og markaðsrannsóknum. Mér fannst ég því allan tímann geta tengt saman námið og starfsnámið. Sá grunnur sem kenndur er í HR verður því að teljast góður undirbúningur fyrir vinnumarkaðinn.“

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir frá 5. febrúar til 30. apríl.

Nauðsynlegur undirbúningur

 • BSc-gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum greinum.

 • Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25) en þó er tekið mið af einkunnadreifingu í því námi sem að umsækjandi hefur lokið.

 • Mjög góð færni í ensku.

 • Frekari menntun og starfsreynsla er talin umsækjanda til tekna við mat á umsóknum.

Ef undirbúning vantar

Umsækjendur sem hafa lokið grunngráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði þurfa að taka undirbúningsnámskeið í viðskiptafræði áður en meistaranámið hefst. Þetta námskeið er á vegum viðskiptadeildar HR í ágúst.

Jafnframt þarf að ljúka námskeiðinu Fundamentals in Accounting and Finance á fyrstu önn sem hluta af skipulagi náms.

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið á vefnum. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn. Gögnin skulu vera rafræn og á ensku:

 • Staðfest afrit prófskírteina / námsferilsyfirlit.
 • Greinagerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð á ensku).
 • Ferilskrá.
 • Nafn, símanúmer og netfang einstaklings sem getur metið hæfni umsækjanda til að takast á við námið. Haft verður samband við viðkomandi ef þörf krefur.
 • Fylgigögn verða að berast áður en umsóknarfresturinn rennur út. Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi. Reglur og eyðublað vegna mats á fyrra námi.

Hafðu samband

Laufey-Bjarnadottir-S_W-2-

Laufey Bjarnadóttir

Verkefnastjóri

Sigrun-a-Heygum-Olafsdottir

Sigrún Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

Hallur-Thor-Sigurdarson_sh

Hallur Þór Sigurðarson

Forstöðumaður


Var efnið hjálplegt? Nei