PDF bæklingur: Iðnfræði
Véliðnfræðingar fást meðal annars við vélahönnun og eftirlit með uppsetningu og framkvæmdum á vélbúnaði. Námið veitir góðan undirbúning með fjölbreyttum námskeiðum, raunhæfum verkefnum og hagnýtu lokaverkefni.
Í véliðnfræði er áhersla á véltæknilegar greinar, burðarþolsfræði, varma- og rennslisfræði, vélhlutahönnun, rekstur og stjórnun fyrirtækja ásamt hagnýtu lokaverkefni. Námið hentar vel fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Diplóma í véliðnfræði og sveinspróf í iðngreininni veitir rétt til meistarabréfs, ásamt lögverndaða starfsheitinu iðnfræðingur. Kennt er í fjarnámi og er námið sniðið fyrir þá sem eru á vinnumarkaði hvar sem er á landinu, eða jafnvel erlendis.
Véliðnfræði er 90 ECTS eininga nám og er eingöngu kennt í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Námið er skipulagt þannig að yfirleitt tekur þrjú ár að ljúka því samhliða vinnu.
Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi. Í véliðnfræði fara nemendur meðal annars í fyrirtækjaheimsókn í vélsmiðju og ljúka verklegum æfingum í iðntölvustýringum.
Náminu lýkur með 12 ECTS eininga lokaverkefni þar sem sýnt er fram á verkþekkingu og faglega hæfni. Verkefnin eru oftast unnin í samstarfi við fyrirtæki.
Að loknu diplómanámi í iðnfræði geta nemendur bætt við sig 45 ECTS eininga námi í rekstrarfræði og hlotið starfsheitið rekstrarfræðingur.
Mér finnst kostur að iðnfræðinámið er kennt í fjarnámi, maður er þá frjálsari en þarf að skipuleggja sig vel. Þetta er skemmtilegt og áhugavert nám, hef aldrei haft jafn mikinn áhuga og einmitt nú á því að læra og fræðast. Þar sem þetta er fjarnám átti ég ekki von á því að það væri eitthvað félagslíf, þess vegna kemur það mér mjög á óvart hvað maður kynnist mörgum og eignast góða félaga. Það líður varla sá dagur að ég heyri ekki í einhverjum sem er með mér í náminu. Ég mæli hiklaust með þessu námi.
Gísli Gunnar Pétursson, nemi í véliðnfræði
HR tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræðinni sem höfð er til hliðsjónar er verkfræðingum framtíðarinnar veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn. Samstarfsnetið heitir CDIO, sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Aðrir skólar í CDIO eru meðal annars:
DTU - Danmarks Tekniske Universitet • Chalmers University of Technology • Aalborg University • MIT - Massachusetts Institute of Technology • Delft University of Technology
Að loknu námi hlýtur nemandinn prófgráðuna diplóma í véliðnfræði og uppfyllir skilyrði til að hljóta lögverndað starfsheiti sem iðnfræðingur. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs.
Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf.
Í atvinnulífinu starfa véliðnfræðingar á verkfræðistofum, við vélahönnun hjá orku- og framleiðslufyrirtækjum og eftirlit með uppsetningu og framkvæmdum á ýmsum vélbúnaði.
Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Að loknu diplómanámi í véliðnfræði geta nemendur bætt við sig 45 ECTS eininga námi í rekstrarfræði og hlotið starfsheitið rekstrarfræðingur. Þar með auka nemendur færni sína í rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja.
Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Með þessu fæst góð samfella í námi við deildina ef nemendur kjósa að halda áfram í frekara háskólanám. Iðnfræðingar þurfa eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn fær hann að lágmarki 35 ECTS metnar inn í vél- og orkutæknifræði.
Þau sem lokið hafa iðnfræðinámi geta lokið lokaprófi í Háskólagrunni HR á einni önn (vorönn) og eiga þess þá kost að hefja nám í tæknifræði.
Í háskólabyggingu HR er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Nemendur í iðnfræði geta víða á landsbyggðinni fengið aðstöðu til náms og hópavinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í HR. Upplýsingar um slíka aðstöðu utan Reykjavíkur er að finna hjá sveitarfélögum.
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða.
Nemendur í iðnfræði njóta leiðsagnar öflugra kennara á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og fjölda stundakennara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Aðalkennslugreinar eru á sviði varmafræði, varmaflutnings, rennslis- og straumfræði sem tengjast m.a. hagnýtu hönnunarverkefni eða tilraunum á sviði varma og streymisfræði í námi vél- og orkutæknifræðinema. Einnig hefur Jens umsjón með iðnfræðinámi í HR og lokaverkefnum véliðnfræðinema. Menntun: Ingeniør højskolen Helsingør Teknikum 1986, véltæknifræðingur BSc Mech. Eng, með orkufræði sem sérsvið. Fyrri störf: Verkfræðistofa Stefáns A. Stefánssonar, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og rennslikerfa, þó einkum vinna tengd sjávarútvegi og þá sérstaklega varmagreining og varmendurvinnsla á orku fra útblæstri fiskimjölsverksmiðja víðs vegar um landið, Stálvík hf. og Skipahönnun ehf., við hönnun, breytingar og fyrirkomulag vélbúnaðar í fiskiskipum.
Kennir námskeið í jarðtækni og lagnahönnun í byggingariðnfræðinni. Einnig kennir hún jarðtækni, áfanga í vega- og gatnagerð, vatns- og fráveitugerð og haft umsjón með sérverkefnum og lokaverkefnum á því sviði í byggingartæknifræði við HR. Aldís hefur verið við HR síðan árið 2007, fyrst sem stundakennari og svo fastráðin frá hausti 2015. Aldís lauk MSc-prófi í byggingarverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU ) 1996. Eftir nám starfaði hún á verkfræðistofunni Fjölhönnun við gatna- og vegahönnun og ýmsa hönnun á sviði byggingarverkfræði. Hún var meðeigandi að Fjölhönnun 2000 til 2006 og tók þá þátt í stjórnun og rekstri fyrirtækisins. Aldís er umferðaröryggisrýnir sem er leyfi til að taka út vegamannvirki út frá umferðaröryggi, slíkt leyfi er gefið út af Samgöngustofu. Einnig er hún varaformaður jarðtæknifélags Íslands (JTFÍ) en félagið er í mikilli sókn að auka þekkingu og áhuga á jarðtækni.
Kennir námskeið um efnisfræði byggingarefna í iðnfræðinni og er leiðbeinandi með lokaverkefnum byggingaiðnfræðinga. Eyþór kennir jafnframt efnisfræði og hönnun steinsteyptra mannvirkja í byggingartæknifræðináminu og er leiðbeinandi með verkefnum í byggingafræði. Eyþór hefur kennt fjölda námskeiða á sviði hönnunar og burðarþols þá bæði í byggingartæknifræði og í meistaranámi byggingarverkfræði, jafnframt hefur hann verið leiðbeinandi við fjölda lokaverkefna á öllum brautum byggingasviðs, þ.e.a.s iðnfræði, byggingafræði, tæknifræði og meistaranáms í verkfræði. Eyþór hefur mikla reynslu af burðarþolshönnun og framkvæmdum á mannvirkjum þá meðal annars á sviði íbúðarbygginga, verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, iðnaðarhúsnæðis og hönnun á vatnsaflsvirkjunum. Undanfarin ár hefur Eyþór staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á notkun basalttrefjabendingar í mannvirkjum og birt fjölda vísindagreina, sjá nánar á sel.ru.is. Eyþór lauk prófi í byggingatæknifræði frá TÍ 1984, próf í iðnrekstrarfræði við TÍ 1985 og MSc-prófi í byggingaverkfræði frá Heriot Watt, Skotlandi 1988 með áherslu á burðarvirki.
Námið er 90 ECTS einingar. Hægt er að ljúka því á þremur árum (6 annir) samhliða vinnu.
Kennt er í fjarnámi með staðarlotum. Tvær verkefnalotur eru á önn þar sem nemendur koma saman í HR eina helgi í hvert skipti. Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi.
Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni.
12-18 ECTS einingar á önn
1. önn- haust 18 ECTS |
2. önn - vor 18 ECTS |
---|---|
AI BUÞ 1003 Burðarþolsfræði Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Burðarbitar: undirstöðugerðir, álagsdreifing og reiknilíkön. Ákvörðun undirstöðukrafta. Ytri og innri kraftar. Sniðkraftar og sniðkraftsferlar. Samhengi milli skerkrafts- og beygjuvægisferla. Grindarvirki: Stangir, stög og grindur. Ákvörðun stangakrafta í grindum með snið- og hnútpunktsaðferð. Lýsing: Í þessu námskeiði er farið í gegnum: Kraft, kraftvægi og kraftajafnvægi í plani. Kraftakerfi og einföldun þeirra (reikni- og teiknilausnir). Flatarmiðjur þversniða (þyngdarpunktar). Lesefni: Preben Madesen: Statik og styrkelære. Erhvervsskolernes forlag, 3..útg. 2016 Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Nemendur skila dæmum 7 sinnum á önninni og þreyta próf í lok annar. 4 klst. skriflegt gagnapróf gildir 80%, bestu 6 af 7 dæmasettum gilda 20%. Tungumál: Íslenska. VI HON 1003 Tölvustudd hönnun Einingar 6 ECTS Lærdómsviðmið: Lærdómsviðmið Inventor: Stefnt er að því að nemendur:
Lærdómsviðmið AutoCAD: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Á þessu námskeiði verður farið yfir notkun á hönnunarforritunum Autocad og Inventor frá Autodesk og gefa nemendum innsýn í það hvernig hægt er að nýta sér forritin í véla- og kerfishönnun. Lesefni: Námsgögn frá kennara. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum og umræðuþræðir. Námsmat: Sex verkefni verða lögð fyrir: Verkefni 1 gildir 15% og er skilað eftir fyrri staðarlotu. Verkefni 2 gildir 15% og er því skilað fyrir seinni staðarlotu. Verkefni 3, 4, 5 og 6 gilda samtals 70% og er þeim skilað frá seinni staðarlotu fram að lok námskeiðs. Einungis gilda 3 af þessum 4 verkefnum til lokaeinkunnar. Tungumál: Íslenska AI REH 1003 Bókfærsla og reikningshald Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið:
Leikni: Nemandi á að geta:
Hæfni: Nemandi á að geta:
Lýsing: Grunnþættir bókfærslu. Gjöld, tekjur, skuldir, og eignir. Samband höfuðbókar, dagbókar og efnahagsbókar. Undirbækur. Undirstöðuatriði tölvubókhalds. Virðisaukaskattsfærslur. Reikningsjöfnuður. Millifærslur. Uppgjör. Fjárhagsbókhald: Góð reikningsskilavenja. Bókhaldslög og bókhaldsgögn, tekju- og gjaldaskráning, reglur um bókun og skil á virðisaukaskatti. Launabókhald: launa útreikningur, lífeyrissjóður, félagsgjöld o.fl. Skilagreinar lífeyrissjóðs, opinberra gjalda, staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds. Skattskil, fyrningar, rekstur bifreiða. Lesefni: Sigurjón Valdimarsson, Bókfærsla og reikningshald, útg. 2016 (ekki er hægt að nota eldri útgáfur). Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 4 klst. skriflegt lokapróf gildir 52% og ná þarf einkunn 5,0. Skilaverkefni (5) gilda 24% og ná þarf meðaleinkunn 5,0. Netbókhaldsverkefni gilda 24%, þarf að vinna til fullnustu þ.e. nemandi þarf að leiðrétta villur þar til rétt niðurstaða fæst. Skilaskylda er á öllum verkefnum. Tungumál: Íslenska. |
VI VHF 1003 Vélhlutafræði Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur öðlist nægjanlega þekkingu og færni í vélhlutafræði til að geta:
Lýsing: Aðaláherslan er á helstu hugtök í burðarþolsfræði og útreikninga á bitum og öxlum, samsetningar með suðu ásamt útreikningum á drifbúnaði.Lögð er áhersla á greiningu á samverkandi spennum og spennuástand. Farið er yfir öryggisstuðla og leyfilegar áraunir. Þoleiginleikar ýmissa algengra málma, leyfilegar spennur við mismunandi álagstilfelli og efnisval. Skrúfur og bolta samsetning, suðusamsetning. Legur og aðrir hlutir sem tengjast drifbúnaði. Lesefni: Preben Madsen, Statik og styrkelære. Ólafur Eiríksson, Töfluhandbók. Efni frá kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 66% og skilaverkefni gilda 34%. Standast þarf lokapróf með lágmarkseinkunn 5 til að aðrir námþættir reiknist með í lokaeinkunn. Tungumál: Íslenska VI TEI 2013 Tölvustudd hönnun Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
Lýsing: Gera vandaðar vinnuteikningar af vélbúnaði samkvæmt stöðlum. Parta og Sheet metal teikning, teikning samsettra vélhluta. Parametrísk hönnun. Hönnun bita og ramma virkja með notkun á stöðluðum prófílgerðum. Þríviddar hönnun og burðarþolsreikningar gerðir með Autodesk Inventor. Gerð hreyfimynda sem sýna virkni vélbúnaðar. Hönnunarverkefni. Lesefni: Skv. ábendingum kennara. Kennsluaðferð: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Skypefundir, leitið að Indriði Sævar Ríkharðsson (indridi_s_r) Námsmat: Sex skilaverkefni gilda samtals 100% af einkunn, skilaskylda á öllum verkefnum. Nemandi þarf að fá lágmarkseinkunn 5 fyrir hvert verkefni. Tungumál: Íslenska AI STJ 1002 Stjórnun, rekstur og öryggi Einingar: 4 ECTS Lærdómsviðmið: Við lok námskeiðs mun nemandinn hafa grunnþekkingu á hagnýtri stjórnun og rekstri fyrirtækja. Sé meðvitaður um samfélagslegar kröfur til stjórnenda og umhverfi þeirra út frá ólíkum viðhorfum og gildismati. Skilji mikilvægi mannlegra samskipta á vinnustað og þekki vel til öryggismála og mikilvægis heilbrigðs vinnuumhverfis. Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á: · Mikilvægi nýsköpunar og umbóta í rekstri. · Hugtökum og aðferðum gæðastjórnunar. · Helstu kennitölum í rekstri og hafi skilning á mikilvægi þeirra. · Mikilvægi öryggismála og vinnuumhverfis. Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í: · Stjórnun, rekstri og öryggismálum til að geta staðið fyrir rekstri smærri atvinnufyrirtækja. · Að nýta fjárhagslegar upplýsingar til umbóta í rekstri. · Að gera framkvæmdaráætlanir fyrir smærri verkefni. Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni: · Í að stjórna starfsmönnum á vettvangi og teymum. · Í að meta öryggi í vinnuumhverfi og geta mótað umbætur á sviði öryggismála. · Í að geta hugað að breyttum viðskiptalíkönum til umbóta í rekstri. Lýsing: Stjórnun sem fræðigrein, undirstaða stjórnunarlegs skilnings. Rekstrarumhverfi, fyrirtækjabragur og viðskiptasiðferði. Farið er í forystuhlutverk stjórnandans, stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð, hagnýt atriði varðandi stjórnun teyma, stjórnun vinnufunda, ritun fundargerða og verkstjórn. Öryggismálum á vinnustöðum er gerð góð skil. Lesefni: Karl Friðriksson, Richard Keegan og Eddie O´Kelly, Fyrirmyndarstjórnun. Hagnýt viðmið og samkeppnisforskot, NMI 2014. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt próf. Tungumál: íslenska. AI KFR 1002 Kennslufræði Einingar: 4 ECTS Lærdómsviðmið: Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur hafi öðlast eftirfarandi
þekkingu, leikni og hæfni. Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á: · ákvæðum laga og reglugerða er varða iðnmenntun á Íslandi. · algengum aðferðum við fræðslu og þjálfun ólíkra einstaklinga. · helstu kenningum um nám, kennslu og félagsleg samskipti. · helstu aðferðum við mat á árangri þjálfunar og frammistöðu í starfi. · námskröfum og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni samkvæmt aðalnámskrá. · ákvæðum iðnnámssamninga um réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema. · kennslu, leiðsögn og námskröfum á fagsviði sínu. · helstu sí- og endurmenntunarstofnunum á Íslandi. Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í: · setja fram einföld markmið fyrir tiltekinn þjálfunarþátt í iðngrein sinni. · velja viðeigandi aðferðir við þjálfun og mat á frammistöðu. · skipuleggja afmarkað þjálfunarferli. · greina færnikröfur starfa og einstakra verkþátta í iðngrein sinni. · skipuleggja þjálfun í einstökum þáttum, velja viðeigandi aðferðir við leiðsögn og mat og beita þeim aðferðum. · skrá frammistöðu iðnnema á skipulegan hátt. · meta þekkingarþörf fyrirtækis og þekkingu starfsmanna. Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni: · hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér um kennslu og leiðsögn iðnnema og nýrra starfsmanna á vinnustað. · meta námsþarfir iðnnema með hliðsjón af aðalnámskrá og að gera heildstæða þjálfunaráætlun. · leiðbeina og meta frammistöðu og framfarir iðnnema og nýrra starfsmanna með ólíkum aðferðum. · útskýra og rökstyðja þjálfunaráætlanir og val aðferða við kennslu, leiðsögn og mat. · meta einstaklingsmun iðnnema og annarra samstarfsmanna og koma fram við þá af virðingu og nærgætni. · nota hvatningu, endurgjöf og hrós í leiðsögn og kennslu. · ígrunda og meta eigið framlag við skipulagningu, framkvæmd og mat á þjálfun annarra og endurskoða áætlanir og aðferðir ef þörf er á. · gera endurmenntunaráætlun sem byggir á þekkingargreiningu fyrirtækis og starfsmanna. Lýsing: Nemandi þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins. Þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema á náms- og starfsþjálfunarsamningi. Viti hvernig meistari geti búið iðnnema æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemans og námskröfur iðngreinarinnar. Þekki helstu aðferðir kennslufræði og námsmats og geti skipulagt endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækis. Lesefni: Fengið frá kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. Verkefnisbundið Tungumál: íslenska. |
3. önn- haust 18 ECTS
|
4. önn - vor 12 ECTS |
---|---|
RI STA 1003 Stafræn tækni Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Rökrásir, NAND og NOR, lausnir á raunhæfum verkefnum með rökrásum, Boolean algebra, Karnaugh lausnir, notkun rökrásahandbóka, samrökrásir, yfirlit yfir TTL og CMOS rásir, inn/út á TTL rásum, CMOS rásir, fjölinngangar (multiplex), gagnaval, fjölútgangar og gagnadreifing (decoder), samhengi milli rafrásateikninga og rökrásateikninga, dæmi um raunhæfar lausnir á rökstýringum, teljarar og minni. Lesefni: Tomas Floyd, Digital Fundamentals, 10. útgáfa (Pearson New International Edition). Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 80% og vikuleg skilaverkefni 20%. Nemendur þurfa að skila minnst 75% af verkefnunum til þess að öðlast próftökurétt. Nemendur þurfa að ná prófinu áður en að einkunn fyrir verkefnin fer að telja. Tungumál: Íslenska VI EFN 1003 Efnisfræði og framleiðslutækni Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að:
Lýsing: Í námskeiðinu er fjallað um: Bottom of Form. Innri uppbyggingu efna. Efnisprófanir. Helstu málma, stál, ryðfrítt stál, ál og eirmelmi. Hersla og vinnsla málma. Framleiðsla í tölvustýrðum vélum. Framleiðsluaðferðir málma. Tæring og tæringarvarnir. Staðlar. Plast. Keramik efni. Samsett efni. Lesefni: James Newell, Essentials of Modern Materials Science and Engineering, Wiley & Sons, 2009. Efni frá kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat 3 klst. skriflegt próf gildir 60%, þrjú verkefni gilda 30% (3x10%) og heimadæmi gilda 10% (6 af 7 gilda). Tungumál: Íslenska VI HUN 1003 Véltæknileg hönnun Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Í námskeiðinu eru leyst tvö verkefni sem felast í hönnun á vélbúnaði. Annarsvegar hönnun á drifbúnaði með hönnun á öxlum og val á drifhlutum, s.s. keðjudrifi, reimdrifi, legum og fleiru og hinsvegar hönnun á hlaupaketti með hönnun á bitum og færsluvagni og val á hífibúnaði. Í námskeiðinu þarf að sýna útreikninga á hönnuninni, útfæra smíðateikningar fyrir búnaðinn og skrifa skýrslu um verkefnið. Lögð er áhersla á að kunna skil á mismunandi smíðamálmum sem algengastir eru og helstu eiginleikum þeirra. Lesefni: Preben Madsen, Statik og styrkelære. Ólafur Eiríksson, Töflubókin, (Maskin Ståbi, Teknisk forlag), efni frá kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Mat á verkefnum gildir 100%. Tungumál: Íslenska |
VI VAR 1003 Varma- og rennslisfræði Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Grundvallaratriði varmafræðinnar. I. lögmálið. Massa og orkustreymi. Varmafræði gufunnar, fasaástand vatns, gufuhlutfall, gufutöflur. Rankine hringur. Varmaflutningur með leiðni, varmaburði og geislun. Varmaeiginleikar efna. Varmatöp í veggjum og pípum. Varmaskiptar. Rennslisfræði, Bernoullijafnan, þrýstingstöp í pípukerfum. Dælur raðtengdar og hliðtengdar, dælurit og lagnakerfisferlar, val á dælum. Blásarar og blásararit. Gerðir vatnshverfla. Lesefni: Skv. ábendingum kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: 3 klst. skriflegt próf gildir 70% og mat á 8 verkefnum 30%. Tungumál: Íslenska AI FRK 1003 Framkvæmdafræði og verkstjórn Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemandinn kunni skil á:
Lýsing: Eðli útboðsgagna og gerð tilboða í verklegar framkvæmdir. Útboðslýsing, verklýsing, tilboðsskrá, framkvæmdatrygging og verksamningar. Mismunandi útboðsform. Gerð verkáætlana fyrir verklegar framkvæmdir, MS Project forritið. Magntölur og magntaka. Afkastageta og verktími. Afköst, mannafla- og tækjaþörf. Afkastahvetjandi launakerfi. Skipulagning á vinnustað. Kostnaðarreikningur, gerð kostnaðaráætlana. Vísitölu- og verðbótaútreikningar. Eftirlit með byggingarframkvæmdum. Lesefni: Eðvald Möller, Verkefnastjórnun og verkfærið Project, 2014. ÍST30:2012 - Almennir útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir, Staðlaráð Íslands, 2012. Annað skv. ábendingum kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Leiðsögn gegnum tölvupóst og síma. Námsmat: 3 klst. skriflegt lokapróf gildir 40% og verkefni 60%. Tungumál: Íslenska.
|
5. önn - haust 12 ECTS |
6. önn - vor 12 ECTS |
---|---|
RI PLC 1003 Iðntölvustýringar Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að í lok námskeiðs hafi nemendur:
Lýsing: Iðntölvustýringar: Farið í uppbyggingu á PLC iðntölvum og tengdum jaðarbúnaði. Í þessum áfanga er notast við Zelio PLC vél og forritunarpakkan ZelioSoft, frá “Schneider Electric”. Farið verður í tengingu iðntölvunnar við annan búnað sem og helstu gerðir af inngöngum og útgöngum, bæði stafræna og hliðræna. Einnig er farið yfir nokkrar gerðir skynjara sem notaðir eru í iðnstýringum. Farið verður yfir þau hjálpartæki sem notast er við þegar hanna á forrit fyrir PLC vélar, svo sem: Flæðirit, Fasarit o.fl. Forritunarmálin “Ladder” og “FBD Function Block Diagram” verða kynnt í þessum áfanga og notuð við forritun. Kynning á Modicon M340 iðntölvum og Unity Pro forritunarhugbúnaðinum. Notast er við hljóðglærur og önnur gögn frá kennara ásamt því að nýta upplýsingar og leiðbeiningar framleiðanda Zelio, Schneider Electric. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu nemenda við lausn verkefna. Lesefni: Afhent af kennara Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Lokapróf gildir 60% og verkefni 40% af lokaeinkunn. Athugið að nemandi verður að ná prófinu áður en tekið verður tillit til verkefnanna. Tungumál: Íslenska AI LOG 1003 Lögfræði Einingar: 6 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur öðlist: Þekkingu á:
Leikni og hæfni í:
Lýsing: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni lögfræðinnar. Farið verður í réttarheimildir og grundvallarreglur í íslensku stjórnkerfi, réttarfar o.fl. Samningar og samningagerð á sviði fjármunaréttar. Lausafjárkaup. Fasteignakaup. Fjármögnunarleiga. Kröfuréttindi. Viðskiptabréf. Ábyrgðir. Veð. Stofnun og rekstrarform fyrirtækja. Verksamningar. Vinnusamningar. Samkeppnisréttur. Helstu alþjóðasamningar. Lesefni: Sigríður Logadóttir, Lög á bók – Yfirlitsrit um lögfræði. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir. Námsmat: Lokapróf gildir 70% og 3 verkefni gilda 10% hvert. Tungumál: Íslenska |
VI LOK 1006 Lokaverkefni*
Einingar. 12 ECTS Lærdómsviðmið: Stefnt er að því að nemendur:
Lýsing: Nemandi beitir þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu til að leysa raunhæft verkefni valið úr véltæknisviði íslensks athafnalífs. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skipuleg vinnubrögð við gagnasöfnun, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu, skýrslugerð og teikningu. Lokaverkefni í véliðnfræði er að öðru jöfnu einstaklingsverkefni. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í véliðnfræði til að geta skráð sig í lokaverkefni, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS) samhliða lokaverkefni. Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn. Lesefni: Í samráði við kennara. Kennsluaðferðir: Kennt í fjarnámi í 15 vikur. Nemendur vinna sjálfstætt undir leiðsögn kennara. Reglulegir fundir með umsjónarkennara og leiðbeinendum, sjá Reglur um lokaverkefni í iðnfræði. Námsmat: Einkunn gefin fyrir úrlausn verkefnis og munnleg vörn. Tungumál: Íslenska
|
*Hægt er að vinna lokaverkefni á vorönn eða haustönn.
Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Lágmarkskrafa til að hefja nám í iðnfræði er að hafa lokið bóklegu námi til sveinsprófs. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf að hafa lokið sveinsprófi af skilgreindum véliðngreinum.
Þeir sem lokið hafa bóklegu námi til sveinsprófs geta þurft að taka allt að fjögur undirbúningsnámskeið í fjarnámi, samhliða iðnfræðináminu. Í boði eru grunnar í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku og eru umsækjendum tilkynnt í svarbréfi hvort og þá hvaða grunna þeir þurfa að taka. Nauðsynlegt er að hafa lokið þeim grunnum sem hver og einn þarf að taka áður en farið er á 5. önn í náminu. Greitt er sérstaklega fyrir hvert og eitt námskeið, þau eru ekki innifalinn í skólagjöldum.
Þeir sem lokið hafa meistaranámi í iðngrein, eða stúdentsprófi, uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings.
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert.
Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna.