Erasmus+ viðbótarstyrkir vegna fötlunar
Nemendur Háskólans í Reykjavík sem hafa hug á því að sækja um skiptináms- eða starfsþjálfunardvöl erlendis á vegum Erasmus+ geta sótt um viðbótarstyrk vegna fötlunar.
Dæmi um kostnað sem fellur undir viðbótarstyrk:
- Laun aðstoðarmanna
- Ferðakostnaður aðstoðarmanna
- Sérstakt húsnæði til að mæta þörfum nemandans
- Kostnaður vegna ferðaþjónustu
- Flutningskostnaður tækjabúnaðar
Nemandi þarf að skila umsóknareyðublaði, kostnaðaráætlun og vottorði sem staðfestir fötlunina til alþjóðaskrifstofu HR.
Alþjóðaskrifstofa sækir um styrkinn til Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB fyrir hönd nemanda. Mikilvægt er að nemandi kynni sér aðbúnað í móttökuskóla/stofnun eins vel og kostur er og upplýsi móttökuaðila fyrr en síðar um fötlun sína svo hægt sé tryggja góða þjónustu við upphaf náms eða þjálfunar.
Upplýsingar um mál sem varða aðgengi og þjónustu háskóla við nemendur með fötlun má finna á eftirfarandi síðum:
Nánari upplýsingar um viðbótarstyrk: https://ec.europa.eu/programmes/erasmus-plus/opportunities/individuals/physical-mental-conditions_en
Umsókn á viðbótarstyrk