Sálfræði
Hvað læri ég?
Námið veitir nemandanum víðtækan grunn í öllum helstu undirgreinum sálfræðinnar. Það hentar þeim sem vilja skilja hugsun, hegðun og tilfinningar fólks, hvernig má hafa áhrif á hegðun einstaklinga og hópa, og hvernig má bæta velferð og heilsu fólks.
BSc-nám í sálfræði veitir ekki lögverndað starfsheiti sem sálfræðingur heldur þarf að ljúka meistaranámi til viðbótar við grunnnámið til að geta starfað sem slíkur.
Námið er skipulagt út frá alþjóðlegum viðmiðum og er þannig sérstaklega hannað til að koma til móts við ströngustu alþjóðlegar kröfur.
Við lok náms skulu nemendur hafa þekkingu á kenningum, skilgreiningum og hugmyndum helstu undirgreina sálfræðinnar, lífeðlisfræðilegum grunni hegðuna og sálfræðilegri nálgun á tilfinninga- og hegðunarvandamál einstaklinga. Þá öðlast þeir færni í tilraunum og öðrum rannsóknaraðferðum í sálfræði og framsetningu rannsóknarniðurstaðna og vísindalegum skrifum.
Þrátt fyrir drauma um frama í dansinum hafði ég alla tíð metnað fyrir því að standa mig í námi. Ég vissi að einn daginn gæti ég vaknað upp af dansdraumnum og þá yrði ég að hafa góða menntun sem gæti opnað mér nýjar dyr að öðrum draumum.
Helga Kristín Ingólfsdóttir dansari, BSc í sálfræði júní 2022.
Hvernig læri ég?
Námið samanstendur af fyrirlestrum, verkefnavinnu, rannsóknarstofuvinnu og vettvangsnámi. Rík áhersla er á faglega kennslu í smærri hópum og einstaklingsmiðaða leiðsögn. Kennslan fer að nokkru leyti fram á ensku.
Vettvangsnám
Nemendur eiga kost á að stunda vettvangsnám sem fer fram á fjölbreyttum sviðum innan fyrirtækja og stofnana, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og meðferðarheimilum, hjá ráðgjafarfyrirtækjum, auglýsingastofum, rannsóknarfyrirtækjum, grunnskólum og leikskólum.
Við lukum vettvangsnámi okkar hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni þar sem við fengum dýrmæta innsýn í störf klínískra barnasálfræðinga og öðluðumst þekkingu sem við munum búa að í framtíðinni. Í vettvangsnáminu sáum við hvernig sálfræðingar vinna í raunverulegum aðstæðum og beita þar ýmsum kenningum og hugmyndafræði. Okkur gafst um leið einstakt tækifæri til að yfirfæra fræðilega þekkingu okkar úr sálfræði náminu í HR yfir í raunverulegar aðstæður. Þau verkefni sem við unnum helst að snéru að þýðingum meðferðarefnis en einnig sátum við reglulega handleiðslufundi þar sem sálfræðingar ræddu mál skjólstæðinga sinna. Þarna vinna sálfræðingar á ólíkum sviðum sem hafa sínar ólíku nálganir og áherslum og við fengum að sjá hvernig þau hagnýta ýmsar kenningar sem fjallað hefur verið um í náminu. Einnig var okkur boðið á fræðsluviðburði þar sem tekið var m.a. á málefnum tengdum greiningarvinnu, meðferð og margbreytileika. Við teljum okkur lánsamar að hafa fengið að sinna vettvangsnáminu okkar hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni og höfum við með því öðlast dýrmæta reynslu í reynslubankann.

Þóra Björg Ingvarsdóttir og Kolbrún Ýr Sigurgeirsdóttir nemendur á 3.ári í BSc námi við sálfræðideildar
Ertu með spurningar um námið?
Að námi loknu
Út í atvinnulífið
Námið gefur ekki réttindi til starfa sem sálfræðingur. Það þarf að ljúka tveggja ára meistaranámi (MSc í kínískri sálfræði) til viðbótar við grunnnámið (BSc) til að hljóta lögverndaða starfsheitið sálfræðingur. Hægt er að ljúka MSc-námi í klínískri sálfræði við HR.
Ef nemandi velur að fara ekki í meistaranám er BSc-gráðan vel metin í margvíslegum störfum, þar á meðal í kennslu, hagnýtum rannsóknum, heilsueflingu, forvörnum, blaðamennsku, markaðssetningu, iðnaði og viðskiptum, upplýsingatækni og opinberum störfum.
Útskrifaðir nemendur með BSc-gráðu í sálfræði eiga að vera færir um að:
- Vinna sjálfstætt og skipulega, setja sér markmið og skipuleggja og finna lausnir við margvíslegum vandamálum
- Beita gagnrýnni hugsun við meðhöndlun upplýsinga, fullyrðinga og atburða er snerta öll svið hegðunar
- Vinna faglega í samstarfi við aðra, og á öðrum fagsviðum
- Nota viðeigandi tækja-, tækni- og hugbúnað og nota aðferðir og verklag sálfræðinnar til að svara nýjum spurningum
- Rökstyðja vel niðurstöður og greina hvenær þörf er á frekari vitneskju og framkvæma sjálfstæðar rannsóknir á hinum ýmsu sviðum sálfræðinnar
- Nálgast upplýsingar með áreiðanlegum hætti
- Vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýsköpun
- Hafa færni til að stunda framhaldsnám
Áframhaldandi nám
Í sálfræðináminu í HR leggjum við mikla áherslu á vísindaleg vinnubrögð og rannsóknir enda er vísindaleg þekking grundvöllur þess að ná árangri í því að bæta líf fólks og samfélagið sem að við búum í.
Skipulag náms
Skipulag náms frá og með 2024
Til að ljúka BSc í sálfræði þarf að ljúka 180 ECTS einingum:
- Skyldunámskeið 138 ECTS + BSc rannsóknarverkefni 18 ECTS
- Valnámskeið 24 ECTS
Nemendur taka fimm námskeið, 30 ECTS einingar, á hverri önn. Undantekning er sjötta önnin, þar sem rannsóknarverkefni (lokaverkefni) er metið sem tvö námskeið (12 ECTS). Lokaverkefni er 18 ECTS og skiptist á tvær annir, 6 ECTS á haustönn og 12 ECTS á vorönn þriðja námsárs.
Undanfarar námskeiða
Undanfara námskeiða má sjá í kennsluskrá. Nemendur sem hafa ekki lokið undanfara námskeiða mega eiga von á því að vera skráðir úr námskeiðum án frekari viðvörunar enda er það á ábyrgð nemenda að undanfarar séu uppfylltir.
Skipulag náms - Nemendur sem hófu nám fyrir 2024
Til að ljúka BSc í sálfræði þarf að ljúka 180 ECTS einingum:
- Skyldunámskeið 132 ECTS + BSc rannsóknarverkefni 18 ECTS
- Valnámskeið 30 ECTS
Nemendur taka fimm námskeið, 30 ECTS einingar, á hverri önn. Undantekning er sjötta önnin, þar sem rannsóknarverkefni (lokaverkefni) er metið sem tvö námskeið (12 ECTS). Lokaverkefni er 18 ECTS og skiptist á tvær annir, 6 ECTS á haustönn og 12 ECTS á vorönn þriðja námsárs.
Námskeið
Annirnar skiptast í tvær lotur. Fyrri lotan er 12 vikur og taka nemendur þá fjögur námskeið. Eftir fyrri lotu eru lokapróf og að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. Aðeins er leyfilegt að skrá sig í eitt námskeið á hverri þriggja vikna lotu. Nemendur sem eru á þriðja ári vinna í rannsóknarverkefnum í 15 vikur og þurfa því ekki að taka þriggja vikna námskeið.
Rannsóknarverkefni
BSc-rannsóknarverkefni er samtals 18 ECTS og skiptist á tvær annir, 6 ECTS á haustönn og 12 ECTS á vorönn þriðja námsárs.
Þriggja vikna námskeið
Mentes er nemendafélag BSc-nema í sálfræði. Nemendafélög HR standa fyrir fjölbreyttum viðburðum eins og árshátíð, vísindaferðum og sameiginlegum viðburðum með öðrum nemendafélögum innan HR.
Aðstaða
Verkleg kennsla á margvíslegum vettvangi
Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar og hafa nemendur í sálfræði aðgang að fullbúinni rannsóknarstofu.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Af hverju sálfræði í HR?
- Námið er skipulagt úr frá viðmiðum Breska sálfræðingafélagsins um uppbyggingu grunnnáms í sálfræði á háskólastigi (BPS Accreditation Standards)
- Kennsla í smærri hópum og einstaklingsmiðuð leiðsögn
- Sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag
- Hagnýt verkefni og vettvangsnám
- Tækifæri til þátttöku í rannsóknarstarfi
- Möguleiki á vettvangsnámi
- Góður stuðningur í námi frá hjá náms- og starfsráðgjöfum, starfsfólki bókasafns, skrifstofum deilda og kennurum.
Viðbótarefni
Þekking
Lærdómsviðmið fyrir BSc í sálfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar skuli hafa þekkingu á:
- Kenningum, skilgreiningum og hugmyndum helstu undirgreina sálfræðinnar.
- Rannsóknargrundvelli sálfræðinnar.
- Lífeðlisfræðilegum grunni hegðunar.
- Þroska einstaklingsins á lífsleiðinni.
- Ferli náms í manneskjum og dýrum.
- Ferli skynjunar, upplifunar, minnis, hugsunar og tungumáls.
- Einstaklings-, samskipta- og hópferlum.
- Sálfræðilegri nálgun á tilfinninga- og hegðunarvandamál einstaklinga.
- Sögulegum atburðum, straumum og stefnum í sálfræði.
- Siðfræðilegum þáttum í vísindum og starfi sálfræðinga.
- Tilraunum og öðrum rannsóknaraðferðum í sálfræði.
- Framsetningu rannsóknarniðurstaðna og vísindalegum skrifum.
- Öðrum völdum undirgreinum sálfræðinnar og skyldum fræðigreinum.
Leikni
Lærdómsviðmið fyrir BSc í sálfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt aðferðum og
verklagi sálfræðinnar eins og hér segir:
- Beita gagnrýnni hugsun við meðhöndlun upplýsinga, fullyrðinga og atburða er snerta öll svið hegðunar.
- Nota viðeigandi aðferðir og greiningu í tengslum við ýmiskonar nálgun sem beitt er til að svara mikilvægum spurningum í sálfræði.
- Nota viðeigandi tækja-, tækni- og hugbúnað.
- Rökstyðja vel niðurstöður og greina hvenær þ0rf er á frekari vitneskju.
- Framkvæma sjálfstæðar rannsóknir á hinum ýmsu sviðum sálfræðinnar.
- Nálgast upplýsingar með áreiðanlegum hætti.
- Vinna faglega í samstarfi við aðra á sama sem og öðrum fagssviðum.
- Vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýsköpun.
- Beita viðeigandi siðareglum um vísindi og starf sálfræðinga.
Hæfni
Lærdómsviðmið fyrir BSc í sálfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt þekkingu sinni
og leikni á hagnýtan hátt eins og hér segir:
- Vinna sjálfstætt og skipulega, setja sér markmið og skipuleggja og framkvæma lausnir við margvíslegum vandamálum.
- Nota aðferðir og verklag sálfræðinnar til að svara nýjum spurningum.
- Þekkja og ráða við siðfræðileg álitaefni um margvíslegar hliðar velferðar dýra og manna.
- Efla þekkingu gegnum frumkvöðlastarf og þekkingarsköpun.
- Hafa færni til að stunda framhaldsnám.
- Taka virkan þátt í hópverkefnum og takast á hendur leiðtogahlutverk.
- Hafa öðlast þekkingu og skilning á öllu því ferli er felst í því að vinna við rannsókn, frá hugmynd að rannsókn til skrifa á rannsóknarskýrslu.
- Túlka og kynna fræðileg atriði og rannsóknarniðurstöður.