Tölvunar-fræði
Hvað læri ég?
Nám í tölvunarfræði hentar þeim sem langar að finna nýjar lausnir, eru skapandi og hugmyndaríkir og hafa til dæmis áhuga á gervigreind, sýndarveruleika, stærðfræði, gögnum eða tölvuleikjum.
Margrét Sól Aðalsteinsdóttir, nemandi, lýsir hvernig tölvunarfræðin leyfir manni að skapa.
Hvernig læri ég?
Áhersla í náminu er á raunhæf verkefni. Kennt er eftir 12+3 fyrirkomulaginu þar sem námskeið eru kennd í 12 vikur með námsmati í lokin. Að því loknu taka við þriggja vikna hagnýtir áfangar.
Nemendur sækja bæði fyrirlestra og verklega dæmatíma. Upptökur af fyrirlestrum í mörgum skylduáföngum eru aðgengilegir í kennslukerfi á netinu.
Kennslan fer að nokkru leyti fram á ensku.
Lokaverkefni
Lokaverkefni nemenda eru hópverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Nemendur eru með verkefniskennara sem þeir hitta yfirleitt einu sinni í viku og prófdómara sem fylgist með framvindu verkefnisins nokkrum sinnum yfir verktímann (15 vikur). Mælt er með að nemendur taki lokaverkefni á 6. önn.
Lokaverkefnin eru tvenns konar: hefðbundin lokaverkefni og lokaverkefni með rannsóknaráherslu.
Starfsnám
Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám til:
- Fraunhofer rannsóknarstofnunar í Maryland í Bandaríkjunum: Fraunhofer USA Center for Experimental Software Engineering
- Härte- und Oberflächtechnik GmbH & Co í Þýskalandi
- Nemendur geta tekið 6 ECTS einingar í starfsnámi hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Frekari upplýsingar má finna hjá skrifstofu tölvunarfræðideildar.
Ertu með spurningar um námið?
Að námi loknu
Raquelita Aguilar, fyrrum nemi í tölvunarfræði, segir frá hvernig námið hjálpaði henni að ná árangri á vinnumarkaði.
Út í atvinnulífið
Þekking tölvunarfræðinga er nauðsynleg í flestöllum rekstri. Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars við greiningu og hönnun kerfa, vef- og viðmótshönnun, forritun, gæðaprófanir og fleira.
Við útskrift eiga nemendur að:
- Geta unnið með skilvirkum hætti bæði sem einstaklingar og í teymi.
- Hafa skilning á og geta brotið verkefni niður til einföldunar.
- Átta sig á samhengi tölvukerfisins við aðra þætti, þ.m.t. samspil þess við fólk.
- Geta borið sig eftir þekkingu til sérfræðinga á mismunandi sviðum gegnum allan starfsferil sinn..
- Búa yfir traustum grunni sem aflar þeim getu og hvatningar til að viðhalda færni sinni, í takt við áframhaldandi þróun í faginu.
- Hafa nýtt verkefnavinnu til að þroska með sér góða samskiptafærni.
- Geta flutt áhrifaríkar kynningar fyrir áheyrendur af ýmsu tagi, varðandi tæknileg vandamál og lausnir við þeim.
- Hafa skilning á samspili fræða og verklags.
- Fjölmörgum forritunarmálum og tæknilausnum.
- Grundvallaratriðum kerfa og hugbúnaðarþróunar: forritun, gagnagrindum, algrími og flækjustigum, högun og skipulagi, stýrikerfum, mati og prófunum, netvinnu og samskiptum, samhliða vinnslu og dreifvinnslu, auk öryggismála.
- Grundvallaratriðum stærðfræði, þ.m.t. „discrete structures“, tölfræði og reiknivísi.
- Félagslegum, lagalegum, siðferðilegum og menningarlegum álitamálum sem eru óaðskiljanlegur hluti tölvunarfræði.
Lögverndað starfsheiti
Nemendur öðlast réttindi til að nota lögverndaða starfsheitið tölvunarfræðingur að loknu grunnnámi.
Áframhaldandi nám á meistarastigi
Munt þú forrita framtíðina? Eða munu aðrir forrita hana fyrir þig?
Tölvunarfræði er blanda af stærðfræði, list og tungumálum.
Skipulag náms
Til að ljúka BSc í tölvunarfræði þarf að ljúka 180 ECTS einingum. 120 einingar eru skyldueiningar og 60 ECTS einingar eru í vali.
Undanfarar
Undanfara má sjá í kennsluskrá. Nemendur sem hafa ekki lokið undanfara námskeiða mega eiga von á því að vera skráðir úr námskeiðum án frekari viðvörunar enda er það á ábyrgð nemenda að undanfarar séu uppfylltir.
Áherslulínur
Nemendur geta valið áherslusvið í lok fyrsta árs. Hægt er að velja 1-2 áherslusvið eða halda áfram í almennri tölvunarfræði. Ef nemandi vill taka áherslusvið er hægt að ljúka áherslunámskeiðunum hvenær sem er á námsferlinum svo lengi sem hann uppfyllir reglur um undanfara.
Það er á ábyrgð nemanda að tilkynna til deildarinnar ef hann vill útskrifast af ákveðnu áherslusviði. Við lok þriðja námsárs senda nemendur tölvupóst á verkefnastjóra deildarinnar með upplýsingum um:
- Nafn á áherslusviði sem nemandi vill útskrifast af
- Lista yfir námskeið sem nemandi hefur lokið og uppfylla kröfur áherslusviðsins
Nemendur þurfa að ljúka a.m.k. 30 ECTS einingum á áherslusviði til að geta útskrifast með viðkomandi áherslusvið. Áherslusviðin eru:
Áherslulína í tölvunarfræði: Gervigreind
Nemendur þurfa að ljúka fimm námskeiðum til að geta útskrifast með áherslulínu í gervigreind.
Skyldunámskeið:
- T-622-ARTI Gervigreind
- T-504-ITML Vélrænt gagnanám
Valnámskeið:
Velja þarf a.m.k. 18 ECTS einingar, þ.e. þrjú námskeið úr eftirfandi námskeiðum. Nemendur þurfa að passa að hafa undanfara að námskeiðum. Sjá undanfara á kennsluskrá.
- I-707-VGBI Viðskiptagreind
- T-624-Hönnun og þróun tölvuleikja
- T-634-Hönnun og þróun tölvuleikja-framhald
- E-409 LEIK Leikjafræði
- T-637-GEDE Högun leikjavéla
- T-502-HERM Hermun (kennt í verkfræðideild)
- T-403-ADGE Aðgerðagreining (kennt í verkfræðideild)
- T-201-LINC Línuleg algebra með tölvunarfræði
Dæmi um skipulag náms
Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt ásamt mögulegu vali á námskeiðum í áherslulínunni má sjá í þessari töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.
1. önn - Haust | 2. önn - Vor |
---|---|
T-111-PROG Forritun T-216-GHOH Greining og hönnun hugbúnaðar T-107-TOLH Tölvuhögun T-117-STR1 Strjál stærðfræði IT-113-VLN1 Verklegt námskeið 1 (3. vikna) | T-201-GSKI Gagnaskipan T-419-STR2 Strjál stærðfræði II T-213-VEFF Vefforritun T-202-GAG1 Gagnasafnsfræði T-220-VLN2 Verklegt námskeið 2 (3. vikna) |
3. önn - Haust | 4. önn - Vor |
---|---|
T-304-CACS Stærðfræðigreining fyrir tölvunarfræðinema T-301-REIR Reiknirit T-303-HUGB Hugbúnaðarfræði T-305-ASID Hagnýt tölfræði og inngangur að gagnagreiningu Valnámskeið (3. vikna) | T-501-FMAL Forritunarmál T-215-STY1 Stýrikerfi Valnámskeið (t.d. áherslunámskeið, sjá val) X-204-STOF Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3. vikna) |
5. önn - Haust | 6. önn - Vor |
---|---|
T-409-TSAM Tölvusamskipti T-504-ITML Vélrænt gagnanám* Valnámskeið (t.d. áherslunámskeið, sjá val) Valnámskeið (t.d. áherslunámskeið, sjá val) Valnámskeið (3. vikna) | T-211-LINA Línuleg algebra (mögulegt val)** T-637-GEDE Högun leikjavéla (mögulegt val)** T-622-ARTI Gervigreind* T-404-LOKA Lokaverkefni (15. vikur) |
**Valnámskeið
Þriggja vikna námskeið
Annirnar í HR eru brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og þeim lýkur með námsmati. Að því loknu taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.
Gabríela Jóna, nemandi í tölvunarfræði, segir frá þriggja vikna námskeiði. Athugið að námskeiðið sem talað er um í myndbandinu (Inngangur að upplifunarhönnun) heitir í dag Stafræn þjónustuhönnun.

Aðstaða
Svartholið
Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið.
Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt.
Af hverju tölvunarfræði í HR?
- Raunhæf verkefni
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Kennt er í 12 vikur og svo taka við þriggja vikna hagnýt verkefni
- Alþjóðlega vottað nám
- Lokaverkefni með rannsóknaáherslu/rannsóknahluta í samstarfi við fyrirtæki eða vísindamenn HR
Viðbótarefni
Þekking
Lærdómsviðmið fyrir BSc í tölvunarfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar skuli hafa þekkingu á:
- Fjölda algengra stefa og almennum meginreglum sem beita má í víðu samhengi innan tölvunarfræði
- Þeim félagslegu, lagalegu, siðferðislegu og menningarlegu álitamálum sem eru óaðskiljanlegur hluti tölvunarfræði
- Því hvernig hugbúnaðarkerfi eru notuð á mörgum mismunandi sviðum. Þetta krefst bæði færni í tölvunarfræði og þekkingar á sviðinu
- Grundvallaratriðum hugbúnaðarþróunar, þ.m.t. forritun, gagnagrindum, algrími og flækjustigum
- Grundvallaratriðum kerfa, þ.m.t. högun og skipulagi, stýrikerfum, netvinnu og samskiptum, samhliða vinnslu og dreifvinnslu, auk öryggismála
- Grundvallaratriðum stærðfræði, þ.m.t. „discrete structures“, tölfræði og reiknivísi
- Grundvallaratriðum hugbúnaðarverkfræði, þ.m.t. hugbúnaðargreiningu og hönnun, mati og prófunum, ásamt ferlum hugbúnaðarverkfræði
- Grundvallaratriðum forrita, þ.m.t. upplýsingastjórnun og snjallforritum
- Fjölmörgum forritunarmálum, viðmiðum og tæknilausnum
Færni
Lærdómsviðmið fyrir BSc í tölvunarfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt aðferðum og verklagi eins og hér segir:
- Kunnáttu til að beita þeirri þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér til að leysa raunveruleg vandamál
- Skilning á því að tiltekið vandamál megi leysa á margs konar hátt og að viðkomandi lausnir geti haft raunveruleg áhrif á líf einstaklinga
- Getu til að miðla lausnum sínum til annarra, þ.m.t. hvers vegna og hvernig lausn leysir vandamál og hvaða ályktanir voru dregnar
- Getu til að beita með árangursríkum hætti þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér gegnum vinnu að verkefnum
- Skilning á uppbyggingu tölvukerfa og þeim ferlum sem beitt er við gerð og greiningu kerfanna
- Hafi til að bera skilning á einstaklingsábyrgð og sameiginlegri ábyrgð og takmörkunum einstaklinga, sem og takmörkunum tæknilegra verkfæra
- Skilning á hinum mörgu tækifærum og einnig - takmörkunum tölvunarfræði.
Hæfni
Lærdómsviðmið fyrir BSc í tölvunarfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt þekkingu sinni og leikni eins og hér segir:
- Hafa skilning á hinum fjölmörgu stigum ítarleika og einföldunar
- Átta sig á samhenginu sem tölvukerfi virkar innan, þ.m.t. samspil þess við fólk og efnislega heiminn
- Geta átt samskipti við og lært af sérfræðingum á mismunandi sviðum gegnum allan starfsferil sinn
- Búa yfir traustum grunni sem gerir þeim kleift og hvetur þá til að viðhalda viðeigandi færni eftir því sem sviðið þróast
- Geta stýrt eigin starfsferilsþróun og eflingu starfsframa
- Stjórna eigin þekkingaröflun og þróun, þ.m.t. stjórnun tíma, forgangsverkefna og framgangs
- Hafa þróað með sér samskiptafærni sem hluta af reynslu þeirra af verkefnavinnu
- Vinna með skilvirkum hætti bæði sem einstaklingar og meðlimir teyma
- Flytja áhrifaríkar kynningar fyrir áheyrendur af ýmsu tagi varðandi tæknileg vandamál og lausnir við þeim
- Hafa skilning á samspili fræða og verklags