Námið
Rannsóknir
HR
Tölvunarfræðideild

Tölvunar-
fræði

Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BSc
Lögverndað starfsheiti
Tölvunarfræðingur
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Nám í tölvunarfræði hentar þeim sem langar að finna nýjar lausnir, eru skapandi og hugmyndaríkir og hafa til dæmis áhuga á gervigreind, sýndarveruleika, stærðfræði, gögnum eða tölvuleikjum.

Margrét Sól Aðalsteinsdóttir, nemandi, lýsir hvernig tölvunarfræðin leyfir manni að skapa.

Hvernig læri ég?

Áhersla í náminu er á raunhæf verkefni. Kennt er eftir 12+3 fyrirkomulaginu þar sem námskeið eru kennd í 12 vikur með námsmati í lokin. Að því loknu taka við þriggja vikna hagnýtir áfangar.

Nemendur sækja bæði fyrirlestra og verklega dæmatíma. Upptökur af fyrirlestrum í mörgum skylduáföngum eru aðgengilegir í kennslukerfi á netinu.

Kennslan fer að nokkru leyti fram á ensku.

Lokaverkefni 

Lokaverkefni nemenda eru hópverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Nemendur eru með verkefniskennara sem þeir hitta yfirleitt einu sinni í viku og prófdómara sem fylgist með framvindu verkefnisins nokkrum sinnum yfir verktímann (15 vikur). Mælt er með að nemendur taki lokaverkefni á 6. önn.

Lokaverkefnin eru tvenns konar: hefðbundin lokaverkefni og lokaverkefni með rannsóknaráherslu.

Starfsnám

Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám til:

Ertu með spurningar um námið?

Að námi loknu

Raquelita Aguilar, fyrrum nemi í tölvunarfræði, segir frá hvernig námið hjálpaði henni að ná árangri á vinnumarkaði.

Út í atvinnulífið

Þekking tölvunarfræðinga er nauðsynleg í flestöllum rekstri. Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars við greiningu og hönnun kerfa, vef- og viðmótshönnun, forritun, gæðaprófanir og fleira. 

Við útskrift eiga nemendur að:

  • Geta unnið með skilvirkum hætti bæði sem einstaklingar og í teymi.
  • Hafa skilning á og geta brotið verkefni niður til einföldunar.
  • Átta sig á samhengi tölvukerfisins við aðra þætti, þ.m.t. samspil þess við fólk. 
  • Geta borið sig eftir þekkingu til sérfræðinga á mismunandi sviðum gegnum allan starfsferil sinn..
  • Búa yfir traustum grunni sem aflar þeim getu og hvatningar til að viðhalda færni sinni, í takt við áframhaldandi þróun í faginu.
  • Hafa nýtt verkefnavinnu til að þroska með sér góða samskiptafærni.
  • Geta flutt áhrifaríkar kynningar fyrir áheyrendur af ýmsu tagi, varðandi tæknileg vandamál og lausnir við þeim.
  • Hafa skilning á samspili fræða og verklags.
  • Fjölmörgum forritunarmálum og tæknilausnum.
  • Grundvallaratriðum kerfa og hugbúnaðarþróunar: forritun, gagnagrindum, algrími og flækjustigum, högun og skipulagi, stýrikerfum, mati og prófunum, netvinnu og samskiptum, samhliða vinnslu og dreifvinnslu, auk öryggismála.
  • Grundvallaratriðum stærðfræði, þ.m.t. „discrete structures“, tölfræði og reiknivísi.
  • Félagslegum, lagalegum, siðferðilegum og menningarlegum álitamálum sem eru óaðskiljanlegur hluti tölvunarfræði.

Lögverndað starfsheiti

Nemendur öðlast réttindi til að nota lögverndaða starfsheitið tölvunarfræðingur að loknu grunnnámi. 

Áframhaldandi nám á meistarastigi

Munt þú forrita framtíðina? Eða munu aðrir forrita hana fyrir þig?

Luca Aceto
Prófessor við tölvunarfræðideild

Tölvunarfræði er blanda af stærðfræði, list og tungumálum.

Margrét Sól Aðalsteinsdóttir
Nemandi í tölvunarfræði

Skipulag náms

Til að ljúka BSc í tölvunarfræði þarf að ljúka 180 ECTS einingum. 120 einingar eru skyldueiningar og 60 ECTS einingar eru í vali.

Undanfarar

Undanfara má sjá í kennsluskrá. Nemendur sem hafa ekki lokið undanfara námskeiða mega eiga von á því að vera skráðir úr námskeiðum án frekari viðvörunar enda er það á ábyrgð nemenda að undanfarar séu uppfylltir.

Haust
Forritun
T-111-PROG / 6 ECTS
Tölvuhögun
T-107-TOLH / 6 ECTS
Strjál stærðfræði I
T-117-STR1 / 6 ECTS
Greining og hönnun hugbúnaðar
T-216-GHOH / 6 ECTS
Verklegt námskeið 1
T-113-VLN1 / 6 ECTS
Vor
Gagnaskipan
T-201-GSKI / 6 ECTS
Strjál stærðfræði II
T-419-STR2 / 6 ECTS
Vefforritun
T-213-VEFF / 6 ECTS
Gagnasafnsfræði
T-202-GAG1 / 6 ECTS
Verklegt námskeið 2
T-220-VLN2 / 6 ECTS

Áherslulínur

Nemendur geta valið áherslusvið í lok fyrsta árs. Hægt er að velja 1-2 áherslusvið eða halda áfram í almennri tölvunarfræði. Ef nemandi vill taka áherslusvið er hægt að ljúka áherslunámskeiðunum hvenær sem er á námsferlinum svo lengi sem hann uppfyllir reglur um undanfara. 

Það er á ábyrgð nemanda að tilkynna til deildarinnar ef hann vill útskrifast af ákveðnu áherslusviði. Við lok þriðja námsárs senda nemendur tölvupóst á verkefnastjóra deildarinnar með upplýsingum um:

  • Nafn á áherslusviði sem nemandi vill útskrifast af
  • Lista yfir námskeið sem nemandi hefur lokið og uppfylla kröfur áherslusviðsins

Nemendur þurfa að ljúka a.m.k. 30 ECTS einingum á áherslusviði til að geta útskrifast með viðkomandi áherslusvið. Áherslusviðin eru:

Áherslulína í tölvunarfræði: Gervigreind

Nemendur þurfa að ljúka fimm námskeiðum til að geta útskrifast með áherslulínu í gervigreind.

Skyldunámskeið:
  • T-622-ARTI Gervigreind
  • T-504-ITML Vélrænt gagnanám
Valnámskeið:
Velja þarf a.m.k. 18 ECTS einingar, þ.e. þrjú námskeið úr eftirfandi námskeiðum. Nemendur þurfa að passa að hafa undanfara að námskeiðum. Sjá undanfara á kennsluskrá.
  • I-707-VGBI Viðskiptagreind
  • T-624-Hönnun og þróun tölvuleikja
  • T-634-Hönnun og þróun tölvuleikja-framhald
  • E-409 LEIK Leikjafræði
  • T-637-GEDE Högun leikjavéla
  • T-502-HERM Hermun (kennt í verkfræðideild)
  • T-403-ADGE Aðgerðagreining (kennt í verkfræðideild)
  • T-201-LINC Línuleg algebra með tölvunarfræði
Dæmi um skipulag náms

Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt ásamt mögulegu vali á námskeiðum í áherslulínunni má sjá í þessari töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

1. önn - Haust 2. önn - Vor
T-111-PROG Forritun
T-216-GHOH Greining og hönnun hugbúnaðar     
T-107-TOLH Tölvuhögun
T-117-STR1 Strjál stærðfræði
IT-113-VLN1 Verklegt námskeið 1 (3. vikna)                    
T-201-GSKI Gagnaskipan
T-419-STR2 Strjál stærðfræði II
T-213-VEFF Vefforritun
T-202-GAG1 Gagnasafnsfræði
T-220-VLN2 Verklegt námskeið 2 (3. vikna)             
3. önn - Haust  4. önn - Vor
T-304-CACS Stærðfræðigreining fyrir tölvunarfræðinema
T-301-REIR Reiknirit
T-303-HUGB Hugbúnaðarfræði
T-305-ASID Hagnýt tölfræði og inngangur að gagnagreiningu
Valnámskeið (3. vikna)
T-501-FMAL Forritunarmál
T-215-STY1 Stýrikerfi
Valnámskeið (t.d. áherslunámskeið, sjá val)
X-204-STOF Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3. vikna)

 5. önn - Haust 6. önn - Vor 
T-409-TSAM Tölvusamskipti
T-504-ITML Vélrænt gagnanám*
Valnámskeið (t.d. áherslunámskeið, sjá val)
Valnámskeið (t.d. áherslunámskeið, sjá val)
Valnámskeið (3. vikna)
T-211-LINA Línuleg algebra (mögulegt val)**
T-637-GEDE Högun leikjavéla (mögulegt val)**
T-622-ARTI Gervigreind*
T-404-LOKA Lokaverkefni (15. vikur)
*Skyldunámskeið
**Valnámskeið

Þriggja vikna námskeið

Annirnar í HR eru brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og þeim lýkur með námsmati. Að því loknu taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.

Verklegt námskeið 1
Verklegt námskeið 2
Nýsköpun og stofnun fyrirtæka

Gabríela Jóna, nemandi í tölvunarfræði, segir frá þriggja vikna námskeiði. Athugið að námskeiðið sem talað er um í myndbandinu (Inngangur að upplifunarhönnun) heitir í dag Stafræn þjónustuhönnun.

Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BSc
Lögverndað starfsheiti
Tölvunarfræðingur
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Svartholið

Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. 

Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. 

Af hverju tölvunarfræði í HR?

  • Raunhæf verkefni
  • Sterk tengsl við atvinnulífið
  • Kennt er í 12 vikur og svo taka við þriggja vikna hagnýt verkefni
  • Alþjóðlega vottað nám
  • Lokaverkefni með rannsóknaáherslu/rannsóknahluta í samstarfi við fyrirtæki eða vísindamenn HR

Viðbótarefni

Þekking

Lærdómsviðmið fyrir BSc í tölvunarfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar skuli hafa þekkingu á:

  • Fjölda algengra stefa og almennum meginreglum sem beita má í víðu samhengi innan tölvunarfræði
  • Þeim félagslegu, lagalegu, siðferðislegu og menningarlegu álitamálum sem eru óaðskiljanlegur hluti tölvunarfræði
  • Því hvernig hugbúnaðarkerfi eru notuð á mörgum mismunandi sviðum. Þetta krefst bæði færni í tölvunarfræði og þekkingar á sviðinu
  • Grundvallaratriðum hugbúnaðarþróunar, þ.m.t. forritun, gagnagrindum, algrími og flækjustigum
  • Grundvallaratriðum kerfa, þ.m.t. högun og skipulagi, stýrikerfum, netvinnu og samskiptum, samhliða vinnslu og dreifvinnslu, auk öryggismála
  • Grundvallaratriðum stærðfræði, þ.m.t. „discrete structures“, tölfræði og reiknivísi
  • Grundvallaratriðum hugbúnaðarverkfræði, þ.m.t. hugbúnaðargreiningu og hönnun, mati og prófunum, ásamt ferlum hugbúnaðarverkfræði
  • Grundvallaratriðum forrita, þ.m.t. upplýsingastjórnun og snjallforritum
  • Fjölmörgum forritunarmálum, viðmiðum og tæknilausnum
Færni

Lærdómsviðmið fyrir BSc í tölvunarfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt aðferðum og verklagi eins og hér segir:

  • Kunnáttu til að beita þeirri þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér til að leysa raunveruleg vandamál
  • Skilning á því að tiltekið vandamál megi leysa á margs konar hátt og að viðkomandi lausnir geti haft raunveruleg áhrif á líf einstaklinga
  • Getu til að miðla lausnum sínum til annarra, þ.m.t. hvers vegna og hvernig lausn leysir vandamál og hvaða ályktanir voru dregnar
  • Getu til að beita með árangursríkum hætti þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér gegnum vinnu að verkefnum
  • Skilning á uppbyggingu tölvukerfa og þeim ferlum sem beitt er við gerð og greiningu kerfanna
  • Hafi til að bera skilning á einstaklingsábyrgð og sameiginlegri ábyrgð og takmörkunum einstaklinga, sem og takmörkunum tæknilegra verkfæra
  • Skilning á hinum mörgu tækifærum og einnig - takmörkunum tölvunarfræði.
Hæfni

Lærdómsviðmið fyrir BSc í tölvunarfræði tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt þekkingu sinni og leikni eins og hér segir:

  • Hafa skilning á hinum fjölmörgu stigum ítarleika og einföldunar
  • Átta sig á samhenginu sem tölvukerfi virkar innan, þ.m.t. samspil þess við fólk og efnislega heiminn
  • Geta átt samskipti við og lært af sérfræðingum á mismunandi sviðum gegnum allan starfsferil sinn
  • Búa yfir traustum grunni sem gerir þeim kleift og hvetur þá til að viðhalda viðeigandi færni eftir því sem sviðið þróast
  • Geta stýrt eigin starfsferilsþróun og eflingu starfsframa
  • Stjórna eigin þekkingaröflun og þróun, þ.m.t. stjórnun tíma, forgangsverkefna og framgangs
  • Hafa þróað með sér samskiptafærni sem hluta af reynslu þeirra af verkefnavinnu
  • Vinna með skilvirkum hætti bæði sem einstaklingar og meðlimir teyma
  • Flytja áhrifaríkar kynningar fyrir áheyrendur af ýmsu tagi varðandi tæknileg vandamál og lausnir við þeim
  • Hafa skilning á samspili fræða og verklags
Fara efst