Lagadeild
Frá stofnun hefur lagadeild Háskólans í Reykjavík verið framsækin, jafnt í kennslu, námsþróun og í rannsóknum. Þó svo að lögin breytist ekki ört breytist þjóðfélagið og umhverfi okkar og starfsfólk deildarinnar fylgist vel með þróuninni.
Nemendur og kennarar takast á við sígild úrlausnarefni eins og bótaskyldu, alþjóðleg lög og refsirétt en fá jafnframt tækifæri til að kynna sér ný viðfangsefni, eins og lög um hugverkarétt, tæknirétt, gervigreind og lög í geimnum.
Verkefnamiðað laganám
Einkenni laganáms við Háskólann í Reykjavík er áhersla á lausn raunhæfra verkefna auk þess að veita nemendum traustan, fræðilegan grunn.
Í meistaranámi er umtalsvert svigrúm til að haga náminu eftir áhugasviði og í meistaranáminu er jafnframt boðið upp á öflugt starfsnám. ML-nám í lögfræði stendur til boða þeim sem hafa háskólapróf úr öðrum greinum en lögfræði.
Endurmenntun
Lagadeild býður jafnframt upp á endurmenntun í lögfræði en útskrifuðum nemum úr BA- eða ML-námi stendur til boða að sækja námskeið í meistaranámi. Nemendur sem eru útskrifaðir frá lagadeild HR hljóta 50% afslátt af námskeiðsgjöldum.
Rannsóknir
Samstarf við atvinnulífið, ríkið og fræðasamfélagið
Vísindamenn við lagadeild hafa á síðustu árum fjallað um EES-tilskipanir og innleiðingu á þeim, afgreiðslu kynferðisbrota í dómskerfinu, bótarétt og stjórnskipunarmál, svo fátt eitt sé nefnt. Litið er til niðurstaða rannsókna þeirra og sérfræðiþekkingar á mörgum sviðum, ekki síst í stefnumótun hins opinbera.
Tímarit Lögréttu
Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur vandaðrar umfjöllunar og ritrýndra fræðigreina á sviði lögfræði. Tímaritið er birt á rafrænu formi en þar má finna mikinn fjölda fræðigreina.
Helstu rannsóknasvið
- Íslensk og alþjóðleg lög
- Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur, mannréttindi og réttarsaga
- Fjármunaréttur, fjármagnsmarkaðsréttur, félagaréttur og réttarfar
- Þjóðaréttur, Evrópuréttur, hafréttur og geimréttur
- Umhverfisréttur og auðlindaréttur
- Skattaréttur, vinnuréttur, refsiréttur og afbrotafræði
- Tryggingaréttur, skaðabótaréttur og sjó- og flutningaréttur
Rannsóknasetur
Samstarf
Deildin er með samninga við um 40 stofnanir og fyrirtæki þar sem nemendum býðst starfsnám. Þeirra á meðal eru ýmis ráðuneyti, stærstu lögmannsstofur landsins, bankar, endurskoðunarfyrirtæki, héraðsdómstólar, embætti lögreglustjóra og ríkislögreglustjóra. Hluti af meistaranámi í lagadeild getur farið fram í starfsnámi og skipuleggur deildin námið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki.
Starfsfólk
Sérsvið: Evrópuréttur, evrópskur stjórnskipunarréttur, mannréttindi, stjórnsýsluréttur, lyfjaréttur og réttarheimspeki
Sérsvið: Verðbréfamarkaðsréttur, félagaréttur og fjármálamarkaðsréttur
LinkedIn/Research Gate
Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur, upplýsingaréttur og opinber starfsmannaréttur
Sérsvið: Bótaréttur, sjó- og flutningaréttur
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarréttur, mannréttindi, aðferðafræði og réttarheimspeki
Sérsvið: Fjölmiðlaréttur, Neytendaréttur, Réttarfar, Fjármunaréttur og Mannréttindi.
Sérsvið: Einkamálaréttarfar, málflutningur, samkeppnisréttur og fjarskiptaréttur
Sérsvið: Stjórnarhættir, félagaréttur, sjálfbærni og réttarumhverfi fjármálafyrirtækja
Sérsvið: Réttarfar og fjármunaréttur
Sérsvið: Evrópuréttur og stjórnsýsluréttur.
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, einkamála- og sakamálaréttarfar, skattaréttur, vinnuréttur, persónuvernd, evrópuréttur, fjármunaréttur og almenn lögfræði
Sérsvið: Þjóðaréttur, hafréttur, alþjóðlegur umhverfisréttur og loftlagsréttur
LinkedIn/Researchgate/Orcid
Sérsvið: Refsiréttur
Stundakennarar
Aðjúnktar
Skrifstofa deildar
Deildarforseti
Samfélagsábyrgð
Lagadeild styður við Lögfræðiþjónustu Lögréttu sem er nemendafélag deildarinnar. Lögfræðiþjónustan býður almenningi þjónustu án endurgjalds. Kennari við lagadeild er framkvæmdastjórn lögfræðiþjónustunnar innan handar við skipulag og fleira. Stjórnarmeðlimir fá starfið í lögfræðiþjónustunni metið til eininga á meistarastigi (3,75 ECTS á önn).
Endurmenntun lögfræðinga
Háskólinn í Reykjavík býður nú öllum útskrifuðum meistaranemum frá lagadeild HR 50% afslátt af gjaldskrá skólans vegna þátttöku í námskeiðum við þá námsbraut og á því námsstigi sem þeir hafa útskrifast frá. Þátttaka í námskeiðum er með fyrirvara um undanfara/forkröfur og forgang núverandi nemenda sem stunda nám við brautina til að ljúka prófgráðu. Afslátturinn nær ekki til námskeiða sem eru kennd við aðrar námsbrautir og ekki til námskeiða á vegum Opna háskólans.
Frekari upplýsingar gefur starfsfólk lagadeildar.
Upplýsingar fyrir nemendur
2025
Haust
Vor
2024
Haust
Vor
Einingar
Meistaranám í lögfræði er 120 ECTS og er til ML-gráðu. Almennt er gert ráð fyrir að nemandi klári 30 einingar á önn eða 60 einingar á ári.
Námstími
Ljúka þarf fjórum önnum í námi (vor og haust) og því skal lokið eigi síðar en fjórum árum eftir að það hófst.
Samsetning náms
Nemendur hafa mikið val um áherslur og námsleiðir. Nemendur sem ekki hafa lokið grunngráðu í lögfræði þurfa að taka námskeið í aðferðafræði í upphafi náms. Að öðru leyti ræður nemandi samsetningu námsins.
Meistaranám af alþjóðasviði
Til að nemandi teljist hafa lokið námi af alþjóðasviði verður hann að ljúka að lágmarki 45 ECTS í kjörgreinum eða málstofum á alþjóðasviði og ennfremur að skrifa meistaraprófsritgerð á því sviði.
- Reglur um BA nám við lagadeild
- Reglur um ML nám við lagadeild
- Reglur um doktorsnám við lagadeild
- Verklagsreglur um starfsnám ML
- Verklagsreglur og leiðbeiningar um BA ritgerðir
- Verklagsreglur og leiðbeiningar um ML ritgerðir
- Reglur HR um skil á lokaverkefnum
- Náms- og námsmatsreglur HR
- Námsframvindureglur í BA námi
- Námsframvindureglur í ML námi
- Reglur um prófgögn í lagadeild
- Siðareglur HR
- Samræmdar reglur HR fyrir grunnnám
- Samræmdar reglur HR fyrir meistaranám
Skipulag
Deildarforseti
Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Hann á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af heildar fjárhagsáætlun skólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.
Ráð og nefndir
Í námsráði sitja þrír starfsmenn deildarinnar skipaðir af deildarfundi til eins árs í senn, þar af einn sem formaður.
Hlutverk námsráðs er að vinna ásamt forseta lagadeildar að þróun BA- og ML náms, þar á meðal skipulagi þess og gæðum, tilhögun kennslu, kennsluhátta og námsmats og gera tillögur til lagadeildar um framangreint eftir því sem þörf krefur. Þá heldur námsráð utan um samningagerð við samstarfsstofnanir og fyrirtæki deildarinnar í tengslum við starfsnám nemenda ásamt því að afgreiða erindi frá nemendum varðandi námsleyfi, mat á fyrra námi og umsóknir um starfsnám og skiptinám.
Í ráðinu eru:
- Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur og formaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor
- Arnljótur Ástvaldsson, lektor
Nemendur

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga möguleika á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.
Lögrétta
Lögrétta er félag laganema. Lögrétta stendur vörð um hagsmunamál félagsmanna og er tengiliður milli nemenda og stjórnenda lagadeildarinnar. Lögrétta skipuleggur viðburði fyrir laganema. Formaður Lögréttur situr fyrir hönd laganema deildarfundi lagadeildar og gætir hagsmuna þeirra. Markmið félagsins er þar að auki að efla fræðastarf á sviði lögfræði jafnt innan deildarinnar sem utan. Frekari upplýsingar um Lögréttu er að finna á vef þeirra Lögrétta.is
Á vegum Lögréttu starfar málfundafélag sem stendur fyrir málfundum um lagaleg málefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Þá gefur félagið út Tímarit Lögréttu sem er ritrýnt fræðitímarit á sviði lögfræði. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu með því að senda tölvupóst á netfangið timarit@logretta.is. Frekari upplýsingar um tímaritið, birtingu greina, auglýsingar o.fl. má fá með því að senda fyrirspurn á sama netfang.
Laganemar við HR veita einstaklingum endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf með lögfræðiþjónustu Lögréttu. Málin geta verið á hvaða sviði sem er, t.a.m. ef óvissa er um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsi, hjúskapar- eða erfðamálefni. Þjónustan er veitt þriðjudaga frá kl. 16-18, vinsamlegast sendið fyrirspurn á netfangið logrettalaw@logretta.is. Starfsemin hefst í september ár hvert og stendur fram í byrjun maí, að undanskildum prófatímabilum laganema.
Starfsfólk lögfræðiþjónustunnar eru bundið þagnarskyldu við störf sín og ritar undir trúnaðaryfirlýsingu þess efnis. Það eru laganemar á þriðja til fimmta ári við Háskólann í Reykjavík sem veita einstaklingum þessa endurgjaldslausu lögfræðiráðgjöf.
Alumni-félag lagadeildar
Félagið stuðlar að uppbyggingu og þróun laganáms við lagadeild Háskólans í Reykjavík, stendur vörð um hagsmuni útskrifaðra nemenda og lagadeildar, eflir tengsl og samstarf nemenda sem útskrifast hafa með meistarapróf í lögum frá lagadeild Háskólans í Reykjavík, og hvetur félagsmenn til þátttöku í faglegri umræðu um lögfræðileg málefni og félagsmenn til að taka þátt í rannsóknum í lögfræði. Þeir sem hafa áhuga á að gerast Alumni félagar lagadeildar hafi samband við: alumnifelag@gmail.com.