Námið
Rannsóknir
HR

Sálfræðideild

Í kennslu við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á vísindaleg vinnubrögð, alþjóðlegar rannsóknir, öflugt vettvangsnám og tengsl við atvinnulífið.

Sálfræði er umfangsmikið svið enda er þar fengist við mannlega hegðun og hugsun. Nemendur við deildina hafa umtalsverða möguleika á að velja þau viðfangsefni sálfræðinnar sem vekja mestan áhuga þeirra. Fjölbreytt störf bíða að lokinni útskrift enda er sálfræðiþekking sífellt meira nýtt í atvinnugreinum eins og í hugbúnaðargerð og hönnun, svo dæmi séu nefnd. 

Námskeiðaröð MSc-náms í hagnýtri atferlisgreiningu uppfyllir bóklegan hluta náms sem veitir sérfræðivottun í atferlisgreiningu (Board Certified Behaviour Analyst Examination). Námið í hagnýtri atferlisgreiningu við HR er eina námið á Íslandi sem hlotið hefur slíka vottun.

BACB Logo

Rannsóknir

Helstu rannsóknasvið:
  • Atferlisgreining
  • Heilsusálfræði
  • Hugræn sálfræði
  • Klínísk sálfræði
  • Líðan og hegðun ungs fólks
  • Réttarsálfræði
  • Taugasálfræði
  • Þroskasálfræði

Vísindamenn við sálfræðideild sinna fjölbreyttum rannsóknum og birta niðurstöður sínar í virtum alþjóðlegum vísindaritum og bókum. Til verður þekking sem nýtist til að bæta velferð einstaklinga og samfélagið, bæði hér heima og erlendis.

Starfsmenn deildarinnar hafa hlotið stóra styrki á undanförnum árum til að leiða viðamikil rannsóknarverkefni, s.s. Öndvegisstyrk Rannsóknarsjóðs Íslands og 5 ára styrk frá Evrópuráði rannsókna (European Research Council, ERC).  Rannsóknir þessar beinast meðal annars að því hvernig nýta má ljósameðferð til að bæta líðan fólks og samspili lífvísindalegra og félagslegra þátta í áhættuhegðun ungmenna.

Meðal viðamikilla þverfaglega rannsóknarverkefna sem deildin tekur þátt í er nýting sýndarveruleika í þjálfun ásamt tölvunarfræðideild og stofnun alþjóðlegs svefnrannsóknarseturs með verkfræðideild og íþróttafræðideild. 

Rannsóknasetur og stór rannsóknarverkefni

Samstarf

Stofnanir og fyrirtæki á Íslandi

Sálfræðideild er með samninga við fjölda stofnana og fyrirtækja um starfsþjálfun og vettvangsnám. Dæmi eru: Landspítalinn, Reykjalundur, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnanir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, skólar og helstu sálfræðistofur landsins. 

Meistaranemar fara í verklega starfsþjálfun og vinna hagnýt verkefni á mismunandi starfsstöðvum í heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfinu og á einkastofum. Grunnnemar geta lokið vettvangsnámi á til dæmis heilbrigðisstofnunum og meðferðarheimilum, hjá ráðgjafarfyrirtækjum, auglýsingastofum, rannsóknarfyrirtækjum, grunnskólum og leikskólum.

Erlendir háskólar

Sálfræðideild er í alþjóðlegu samstarfi við háskóla sem standa framarlega í rannsóknum og kennslu í sálfræði víða um heim. Þá eru vísindamenn sálfræðideildar í öflugu rannsóknarsamstarfi við fræðafólk við erlenda háskóla, svo sem Columbia-háskóla í New York, Karolinska Institutet í Stokkhólmi og  King's College í London.

Þörfin á sálfræðimenntuðu fólki hefur í rauninni aldrei verið meiri en einmitt í dag. Það er aukin eftirspurn eftir einstaklingum sem hafa skilning á því hvað er það sem mótar atferli okkar og hvernig getum við breytt því, breytt hegðun og hugsun og með því bætt lífskjör og heilsu fólks almennt

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar

Starfsfólk

Berglind Sveinbjörnsdóttir
Lektor og forstöðukona MSc náms í hagnýtri atferlisgreiningu
Bettý Ragnarsdóttir
Forstöðukona rannsóknar- og þjálfunarseturs sálfræðideildar
Sjá fleiri kennara
Stundakennarar
Skrifstofa deildar
Drífa Skúladóttir
Verkefnastjóri MSc í klínískri sálfræði
Steinunn Sandra Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri BSc í sálfræði
Sara Katrín Farmer
Verkefnastjóri BSc í sálfræði / Í barneignarleyfi

VIssir þú að :

  • BSc nám: Umsóknarfrestur er frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert.
  • MSc nám: Umsóknarfrestur er frá 5. febrúar til 15. apríl ár hvert.

Deildarforseti

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar

Framlag

Rannsóknir deildarinnar miða að því að bæta líðan og byggja upp betra samfélag. Þess vegna er lögð mikil áhersla á hagnýtingu rannsókna og miðlun þeirra, til að koma þekkingunni þangað þar sem hún nýtist.

Eitt af meginmarkmiðum deildarinnar er traust samstarf við einstaklinga, hópa og stofnanir til að hámarka útbreiðslu sálfræðilegrar fagþekkingar og vinnubragða í þágu samfélagsins.

Upplýsingar fyrir nemendur

Skipulag

Deildarforseti

Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Deildarforseti á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af heildarfjárhagsáætlun skólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.

Forseti deildar og formenn rannsóknaráðs og námsráðs deildar sitja í deildarráði. Að öðru leyti ákveður deildarforseti hvernig deildarráð er skipað. Hlutverk deildarráðs er að fjalla um málefni er varða stjórnun deildarinnar sem og allar veigameiri ákvarðanir sem varða kennslu og rannsóknir og gerir tillögur að breytingum á reglum deildarinnar. Deildarforseti stýrir fundum deildarráðs og er ábyrgur fyrir því að kalla saman fundi. Ákvarðanir og tillögur ráðsins eru færðar til bókar og gerðar aðgengilegar og einnig kynntar á deildarfundum eftir því sem við á. 

Í deildarráði sitja:
  • Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti (í rannsóknarleyfi)
  • Brynja Björk Magnúsdóttir, starfandi deildarforseti
  • Berglind Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður MSc-náms í hagnýtri atferlisgreiningu
  • Birna Valborgar Baldursdóttir, forstöðumaður PhD-náms í sálfræði
  • Linda Bára Lýðsdóttir, forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði
  • Rannveig S. Sigurvinsdóttir, forstöðumaður BSc-náms
Ráð og nefndir vegna BSc og MSc náms við sálfræðideild

Rannveig S. Sigurvinsdóttir, er forstöðumaður BSc-náms í sálfræði

Hún starfar í umboði deildarforseta og er ábyrg fyrir námsbrautinni. Forstöðumaður heldur fundi í námsmatsnefnd og gæðaráði BSc-náms.

Rannsveig S. Sigurvinsdóttir er forstöðumaður BSc-náms í sálfræði. Hún starfar í umboði deildarforseta og er ábyrg fyrir námsbrautinni. Forstöðumaður heldur fundi í námsmatsnefnd og gæðaráði BSc-náms.

Námsmatsnefnd

Í námsmatsnefnd sitja forstöðumaður, fastráðinn kennari og verkefnastjóri. Námsmatsnefnd er ábyrg fyrir eftirtöldum atriðum:

  • Afgreiða undanþágubeiðnir nemenda í tengslum við námsframvindu.
  • Sjá um mat á námi/námskeiðum úr öðrum skólum.
  • Hafa umsjón með yfirferð á umsóknum nemenda.
Í námsmatsnefnd BSc náms við sálfræðideild sitja:
  • Rannveig S. Sigurvinsdóttir, forstöðumaður BSc-náms í sálfræði
  • Heiðdís B. Valdimarsdóttir, prófessor
  • Sara Katrín Farmer, verkefnastjóri BSc-náms í sálfræðideild
Var efni síðunnar hjálplegt?