Námið
Rannsóknir
HR

Verkfræðideild

Verkfræðideild leggur áherslu á að veita nemendum menntun sem gagnast þeim strax að loknu námi og nýtist þeim til framtíðar og á alþjóðavettvangi. 

Í þessu felst að veita nemendum trausta fræðilega undirstöðu í stærðfræði og vísindum og byggja þar ofan á færni í að beita verkfræðilegri aðferðafræði á margvísleg verkefni. Nemendur hafa úr fjölda námsleiða að velja bæði á BSc- og MSc-stigi. Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf nemandi að hafa lokið bæði grunn- og meistaragráðu í verkfræði.    

Lögð er áhersla á að nemendur séu færir um að greina flókin vandamál, geti tileinkað sér nýja tækni og komið með tillögur að lausnum.  

Mikil áhersla er lögð á lausn verkefna með samstarfi við fyrirtæki, þriggja vikna námskeiðum og öflugu starfsnámi. Verkfræðideild leggur mikið upp úr því að nemendur hugsi um lausnir við vandamálum sem til eru komin vegna loftslagsbreytinga og því er lögð áhersla á sjálfbærni í bæði skyldu og vali.

CDIO

Deildin er þátttakandi í CDIO sem er samstarfsvettvangur framsækinna háskóla um menntun í tæknigreinum. Markmið CDIO er að tryggja að nemendur öðlist færni í öllu ferlinu frá hugmynd til hagnýtingar. Þetta felur í sér mikla verkefnavinnu, raunhæf viðfangsefni og þjálfun í að koma hugmyndum og lausnum á framfæri.

Deildin er leiðandi í vísindastarfi og þverfaglegu rannsóknarstarfi, sem gefur nemendum á öllum stigum færi á að byggja upp þekkingu á fjölbreytilegum viðfangsefnum.

Dr ármann gylfason deildarforseti verkfræðideildar

Rannsóknir

Verkfræðideild hefur á að skipa fjölbreyttum og afkastamiklum hópi vísindamanna. Rannsóknir þeirra snúa að margvíslegum viðfangsefnum, allt frá verkefnastjórnun umfangsmikilla framkvæmda að rannsóknum í örtækni.

Rannsóknarvirkni kennara skilar sér oft óbeint inn í námskeiðin, en jafnframt gefst nemendum kostur á að taka beinan þátt í rannsóknum, hvort tveggja í BSc-námi og í framhaldsnámi. 

Meðal viðamikilla þverfaglegra rannsóknarverkefna sem deildin tekur þátt í er framkvæmd máltækniáætlunar ríkisstjórnarinnar og uppbygging alþjóðlegrar miðstöðvar í svefnrannsóknum.

Helstu rannsóknasvið
  • Aðgerðarannsóknir
  • Áhættustýring
  • Ákvörðunartökuferlar
  • Bestun
  • Efnisfræði
  • Hagnýt taugavísindi
  • Heilbrigðistækni
  • Iðustreymi
  • Jarðskjálftaverkfræði 
  • Lífaflfræði
  • Máltækni
  • Orkuferlar
  • Rafvæðing samgangna
  • Rekstur raforkukerfa
  • Sjálfbærni
  • Svefnrannsóknir
  • Vefjaverkfræði
  • Verkefnastjórnun
  • Örbylgjutækni
  • Örtækni
Rannsóknasetur

Samstarf

Verkfræðideild á í víðtæku samstarfi við fjölda fyrirtækja, háskóla og stofnana. 

Verkfræðideild er einnig í samstarfi við mörg fyrirtæki og stofnanir um starfsnám og einstök rannsóknarverkefni.

Alþjóðlegt samstarf

Þá hefur deildin verið í samstarfi um tvöfaldar prófgráður og kennslu einstakra námskeiða við háskóla víða um heim, auk þess sem rannsóknasamstarf við erlenda og innlenda háskóla er mjög víðtækt.

Starfsfólk

Við deildina starfa verkfræðingar, stærðfræðingar, eðlisfræðingar, lífvísindamenn, efnafræðingar og jarðvísindamenn. Fjöldi kennara með erlendan bakgrunn koma með alþjóðlega sýn og reynslu inn í deildina og stækka tengslanet útskrifaðra HR-inga.

Vísindamenn & fastráðnir kennarar
Stundakennarar
Skrifstofa deildar
Sigrún Þorgeirsdóttir
Skrifstofustjóri verkfræðideildar
Sóley Davíðsdóttir
Verkefnastjóri meistaranáms í verkfræði (MSc)
Alisha Rene Moorhead
Verkefnastjóri - Iceland School of Energy
Sigríður Dröfn Jónsdóttir
Verkefnastjóri grunnnáms í verkfræði (BSc)

Deildarforseti

Dr. Ármann Gylfason

Dr Ármann Gylfason deildarforseti verkfræðideildar HR

Viðburðir deildar

Framlag

Verkfræðingar fást við að leysa vandamál sem steðja að samfélaginu. Dæmi eru áreiðanlegar samgöngur, að sjá þjóðfélaginu fyrir orku, og að búa til tæki til greiningar og lækninga á krabbameini. Hins vegar þarf alltaf að hafa í huga að lausnunum geta fylgt ný vandamál. 

Verkfræðingar verða því alltaf að hafa sjálfbærni í huga og sjá fyrir hvaða afleiðingar geta orðið af verkum sínum. Þetta þýðir að þeir þurfa að hafa víðsýni og leita ráða hjá sérfræðingum annarra sviða, og þor til að gangast við mistökum og leiðrétta þau.

Þetta viðhorf er byggt inn í menntun verkfræðinga við HR strax á fyrstu önn og allir verkfræðinemar fá að takast á við sjálfbærni í verkfræðilegu samhengi bæði í skyldu- og valnámskeiðum.

Upplýsingar fyrir nemendur

Skipulag

Deildarforseti 

Deildarforseti fer með faglega stjórn deildar og ber rekstrar- og fjárhagslega ábyrgð gagnvart rektor og skal eiga frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina. Forseti deildar hefur endanlegt ákvörðunarvald í málum sem snerta réttindi og skyldur nemenda.

Ráð og nefndir

Deildarráð er forseta deildarinnar til ráðgjafar við bæði rekstrarleg og fagleg málefni deildarinnar. Deildarráð skipar, auk deildarforseta, fagstjórar, formaður námsráðs, formaður rannsóknaráðs og skrifstofustjóri og kemur saman að jafnaði einu sinni í mánuði á skólaárinu.

Hlutverk námsmatsnefndar er að:

  • Afgreiða undanþágubeiðnir nemenda í tengslum við námsframvindu
  • Sjá um mat á námi/námskeiðum úr öðrum skólum
  • Hafa umsjón með yfirferð á umsóknum nemenda

Námsmatsnefnd fyrir verkfræði BSc

  • Ingunn Gunnarsdóttir, formaður
  • Magnús Kjartan Gíslason
  • Ingunn Ýr Guðbrandsdóttir
  • Sigríður Dröfn Jónsdóttir, starfsmaður nefndarinnar

Námsmatsnefnd fyrir verkfræði Msc

  • Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, formaður
  • Elias August
  • Guðrún Sævarsdóttir
  • Sóley Davíðsdóttir, starfsmaður nefndarinnar
Var efni síðunnar hjálplegt?